Jú, þetta eru Aumingjarnir!

Í morgun þegar Formúlan byrjaði í sjónvarpinu ákvað prinsinn að fá móður sína út að hjóla með sér - sem er afar auðvelt þessa dagana þar sem hún er enn svo ótrúlega hrifin af nýja hjólinu sínu. Við lentum í smá rigningu - skúrum - en létum það ekki á okkur fá. Prinsinn stakk uppá að "hjóla til Kristbjörgu" .......mmmm.....NEI, því nennti móðirin ekki, þrátt fyrir að prinsinn benti á að Kristbjörg ætti nú ekki í erfiðleikum með að hjóla til okkar!!!  Honum var samt lofað að á góðum degi síðar í sumar mætti skoða málið frekar. Í staðinn hjóluðum við á bílasöluna og skoðuðum bíla, töldum pústurrör á þeim og skoðuðum hvað þeir kostuðu "marga Zuzuki" Prinsinn fann einn flottan Ford Camaro sem hann gat alveg hugsað sé að við tvö myndum kaupa okkur, með tveim pústum og einn BMW handa pabba sínum og stóra bró!!  Spurning að við skellum okkur á morgun, hann tékkaði á því hvenær bílasalan er opin á morgun Wink Auðvitað komum við aðeins við hjá ömmu og afa til að fá ómissandi suðusúkkulaðibitann því ekki mátti orkuna vanta fyrir heimferðina sem gekk auðvitað vonum framar!

Um daginn vorum við að horfa á Popp-punkt þar sem Ljótu hálvitarnir voru að keppa - þegar við svo einhverjum dögum seinn sáum endursýningun af þættinum og ég spurði prinsinn hvort hann þekkti þessa hljómsveit ekki aftur var hann ekki seinn á sér að svara: "Jú, þetta eru Aumingjarnir!!"  LoL


Fjárfesti í reiðhjóli í dag!

Síðan í mars hef ég verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti frekar að kaupa mér reiðhjól eða "frúarstól" fyrir afmælispeningana mína - og í dag tók ég endanlega ákvörðun og skellti mér á eitt reiðhjól - lét reyndar karlkvölina draga upp veskið sitt ....og ......er að hugsa um að lauma aurunum mínum undir koddann Tounge Hjólið er ekta frúarhjól, á því sit ég með bakið beint og það eru meira að segja demparar að framan. Nú er að jafna sig á þessari ákvörðun því líklega mun hjólið kalla á hreyfingu (kemur sem betur fer ekki fyrr en á morgunWink). Reyndar er mín kæra föðursystir þegar búin að skora á mig að hjóla niður í Grafarvog í heimsókn til hennar - kanski ég láti verða af því!

Nú kemst ekkert að hér á heimilinu nema fótboltamyndir - hér er safnað af miklum móð og mútað endalaust með myndum! Við foreldrarnir höfum verið plataðir upp úr skónum svo hægt sé að næla í svo sem eina mynd. T.d. bað hann um að fá eina mynd ef hann skrifaði tvær blaðsíður í skólabókinni - við héldum að það væri nú bara fínt, glöð með það. Þegar hann var svo að sýna okkur hvað hann skrifaði (búinn að fá myndina sína) sagði hann að bókin mætti fara í hilluna en ekki í töskuna því hann væri hættur að nota hana!?!?! Hann skrifaði sem sagt tvær blaðsíður í bók sem hann mun ekki skila inn - bara til að fá mynd!!  Þó allt gangi hér út á fótboltamyndir þá er nú Pet shop fígúrurnar ekki langt undan......og kúra á koddanum hans Smile

kveð að sinni

 


Vor í lofti!

Þrátt fyrir haglélið sem hefur verið að hrjá okkur annað slagið undanfarna daga þá er komið "vor í loftið" hjá heimilisfólkinu. Karlinn kominn í skúrinn öllum stundum með hundinn með sér og litli prinsinn að verða búin að klippa niður allt limgerðið því honum vantar alltaf "eitt prik enn" til að tálga!! Stóri strákurinn er kominn í eitthvert hlé í skólanum og kerlingin, ég, búin að draga fram hjólið og farin að nota það þokkalega vel......reyndar ekki tilbúin að hjóla í rigningunni .....en svona inn á milli skúra!  Datt jafnvel sú fjarstæða í hug áðan að hjóla í vinnuna á morgun!! 

Í gær fórum við í afmæli til vinkonu Dodda og hann féll algjörlega fyrir einhverju dóti sem hún á og langar ekki í neitt annað núna en "Pet shop" - hinsvegar þá man hann ekki alltaf nafnið því að nokkru sinnum í gær og í dag fengum við að heyra að honum laaaangaði svo í Barbie!?!?! Karlinn faðir hans hefur bent honum á það að þetta sé "stelpudót" (einsog við var að búast Tounge) En prinsinn minn veit betur og svarar föður sínum: "Sooo, mig langar samt í það" sem gleður náttúrulega móðurhjartað.

Yrjan okkar er að standa sig vel en einhver hvolpalæti komin í hana. Reyndar eigum við í smá erfiðleikum með prinsinn - hann er ekki alveg að skilja fyrirmælin sem hann fær - kanski að skilja þau en í hita leikskins þá gleymir maður sér. Þau tvö eru samt hinir mestu mátar og gaman að sjá hve hrifin þau eru af hvort öðru. Eins er nú gott fyrir drenginn að læra að taka tillit til einhvers annars en sjálfs síns Wink 

Sæl að sinni


Kosningavalkvíði!!

Húsmóðirin er haldin alvarlegum valkvíða vegna kosninganna!! Reyndi mitt besta að ákveða mig áðan með því að fara á kosningakompásinn á mbl.is og þar varð niðurstaðan að ég ætti að kjósa Borgarahreyfinguna!! .......þessi niðurstaða kom mér nú verulega á óvart og ég veit ekki hve mikið mark er takandi á henni? Kanski þetta sé bara málið! Annars er ég að reyna að vera dugleg og taka sjálfstæða ákvörðun og er því að horfa á kosningasjónvarp .....en.... svei mér þá ef þæfingin er ekki meira spennandi?

Yrjan okkar er alveg yndisleg og ég ætti nú að demba inn myndum af henni - það er nú ekki einsog ég eigi engar Tounge hún er einsog hugur manns en stundum fara ærslin í henni og prinsinum smá í taugarnar á karlkvölinni minni - en þau verða nú að fá að leika sér saman "hvolparnir okkar" Annars er varla hægt að tala um ærsl - þau leika sér bara saman, hnoðast á gólfinu og hvorki hávaði né læti í þeim greyjunum.

Ég er orðin algjör þæfingarfíkill!! Þæfi hér kúlur, krúsidúllur, bangsa og blóm kvöldin löng Grin .........veit samt ekki hvort þetta sé eitthvað sem ég legg fyrir mig eða hvort þetta sé svona smá áhugaflensa sem ég er þekkt fyrir að fá samanber: leirmótun, að renna leir, tálga, skrautskrift, prjónaskapur, hekla, ræðumennska, háskólanám, akvarell, olíumálun o.fl. o.fl.......en það er bara svo margt skemmtileg.......að maður verður að prófa.... InLove

kveð að sinni


Furðuverurnar í skóginum!!

Í dag fengum við prinsinn að taka þátt í ratleik starfsmanna einhvers dvalarheimilis, við þurftum að bíða lengi eftir fyrsta hópnum- reyndar það lengi að okkur var farið að gruna að það væru íbúar á heimilinu sem væru í ratleiknum en ekki starfsmenn!! Sáum þá fyrir okkur villast í skóginum í hjólastólum og með göngugrindur!! En starfsmennirnir höfðu þá gengið smá villu vega, en voru fljótir að ná áttum og fundu okkur. Við tvö og vinkona okkar vorum í sjóræningjabúningum og gáfum smá vísbendingar sem þátttakendur leystu af hendi með glæsibrag. Þegar síðasti hópurinn var farinn gengum við um skóginn og fundum m.a. norn og öskubusku og prinsinn sem voru að stjórna "dvergakasti"!! Kemur þá ekki gangandi hún Rauðhetta litla með ömmu sinni og um leið birtist við sjóndeildarhringinn tröllkarl einn er kemur gangandi yfir veginn í loðbrók með heljarstórt nef. Dagurinn var því fullur af skemmtilegum uppákomum hjá okkur.

Það var áhugavert að sjá hve vel fólk sem var á gangi tók okkur, við vorum með sítt svart hár, sverð, dökkmáluð um augun, í sjóræningjalegum búningum (alla vega það mikið að þátttakendur sáu strax hverjir voru á ferðinni) en þeir sem gengu hjá buðu kurteislega góðan dag eða rétt litu á okkur einsog við værum ...á flíspeysunni og í gallabuxum!!.......ég hefði ....held ég..... allavega brosað útí annað!!

Yrjan okkar er sífellt að koma á óvart hún er yndisleg í alla staði, hlýðin, þæg og góð. Hún er dugleg að borða og virðist hafa það nokkuð gott. Skítur á einum stað í garðinum og fer í bælið sitt þegar hún vill frið - eins fer hún þangað um leið og hún sér að við eurm að fara út. Nær alveg hætt að pissa inni (ekkert í tvo daga) þannig að einsog ég sagði - algjör draumur Grin Hún var líka voðalega góð með stóra stráknum meðan við hin fórum norður að kveðja afa. Þannig að hann féll líka fyrir henni. Það er bara komið eitt vandamál upp hér - prinsinn er eitthvað að ræða um að hann vilji að móðir hans hugsi um fiskana því hann hafi svo mikið að gera við að hugsa um Yrju!?! Wink

í gær kom ný stelpa í bekkinn hjá prinsinum. Hann tilkynnti þegar heim kom að hún héti Taría María -þegar við foreldrar hans drógum það í efa þá stóð hann fast á því - nafnið hennar er Taría! Ekki nóg með það heldur les hún og skrifar íslensku, þýsku og dönsku! Okkur er farið að hlakka mikið til að hitta þennan snilling - hana Taríu Maríu!  Tounge

Kveð að sinni 


Ullarhálsmen!!

Sá konurnar á Grund í fréttum í gær vera að gera svo fallegar ullarkúlur til að búa til hálsfestar, lokka og armbönd þannig að ég skellti mér í hverfisbúðina mína (Álafossbúðina) til að kaupa smá ull og hófst handa við að gera kúlur. Sonurinn og Yrja komu með, Yrja fékk að bíða í bílnum en það gerir hún með stæl. Sonurinn kom með inn í búðina og hjálpaði móður sinni að velja ull. Það var nú kanski ágætt því ég ætlaði að kaupa hærusvart, grátt og hvítt -gerði það en líka grænt, bleikt, rautt, brúnt o.fl. því hann er einstaklega litaglaður......þó páskakanínurnar hans séu flestar svartar með bleik eyru!! Er búin að gera fullt af kúlum í dag og stinga mig ansi oft á nálinni!! En ég læt það nú ekki stoppa mig.

Yrjan okkar var svo flott í gær - það voru hér tvær ungar dömur (5 og 6 ára) og tveir ungir herrar (4 og 5 ára) í heimsókn og hún var algjörlega til fyrirmyndar. Reyndar eru þetta allt krakkar sem eru vanir hundum þannig að það hafði nú sitt að segja en í dag voru hér tveir (6 og 7 ára) strákar með prinsinum og enn var Yrja einsog hún hefði ekki gert annað en að umgangast unga krakka. Það er merkilegt hvað hún er róleg og góð, hún er nú samt alveg til í að leika og þegar hún fer útí garð þá stoppar hún ekki, hleypur fram og til baka. Hún vælir núna miklu minna þegar hún er sett í búrið yfir nóttina, rétt aðeins að heyrist í henni. Hún vaknar nú samt um kl:00:06 á morgnana og karlkvölin skreppur með hana útí garð, svo inn og í búrið og ekki heyrist múkk í henni fram að fótaferð!  Þetta er að sumu leyti ágætt við erum farin að sjá hvað það er í raun yndislegt að vakna svona snemma og njóta morgunsins og fara í staðinn aðeins fyrr að sofa. Þetta er nú ekki nema kl.tími!! Pissu og kúkastandið hennar gengur þokkalega en það er alveg morgunljóst að húsmóðirin má alveg taka sig á í þessum málum. Ef það væri stigakeppni í gangi á heimilinu þá er ég búin að tapa .......er eitthvað svo margt annað að gera - eða þekki ekki merkin einsog karlkvölin mín!!

 Við prinsinn keyptum páskaegg í dag handa honum, eitthvert fígúruegg og klaufinn ég missti það á kassanum þannig að fígúran losnaði af, ég varð einsog aumingi á svipinn - prinsinn var fljótur að segja við mömmu sína, "þetta er allt í lagi mamma, ég ætlaði líka að losa hann af þegar ég borða páskaeggið"......mikið er nú gott að eiga svona skilninssaman prins.......ef hann væri nú alltaf svona Tounge


Páskaskrautið okkar!!!

Við eigum orðið ansi mikið magn af páskaskrauti hér á balanum! Aðallega er haldið uppá það sem drengirnir hafa verið að gera í gegnum árin. Sá stóri hefur nú ekki föndrað neitt í ár  Wink en sá yngri kom með mikið heim úr skólanum- allt ægilega fallegar LJÓSRITAÐAR MYNDIR sem hann var búinn að lita og klippa snilldarvel (.....þarna má lesa í gegn gremju leikskólakennarans) Þessar kanínur sem hann kom með heim eru í grunninn ósköp sakleysislegar að sjá en þegar sonur minn er búinn að skreyta þær þá eru þær frekar óárennilegar - svartar, vel vopnum búnar páskakanínur eru sem sagt það sem er inn í ár!!! Þess vegna má segja að móðirin hafi ekki verið alveg stútfull af gremju því að auðséð er að hann hefur gefið mikið af sjálfum sér í verkið Grin Nú er búið að hengja þennan vígalega ("grunnskólaljósritaða") her upp um alla veggi ásamt litlum gulum páskaungum sem eru frá leikskólatíð prinsins og engum dettur í hug að séu páskaungar - nema ef væri hægt að sjá það á því að þetta er gult einsog þeir Tounge

Það gengur vel með hana Yrju okkar - hún vældi reyndar alveg ósköp þegar hún var að fara að sofa en prinsinn lagðist hjá henni og róaði hana. Hún svaf svo í alla nótt - til kl: 7 en þá byrjaði hún aftur!! Eftir að karlkvölin skrapp með hana út í morgunsárið og lét hana hlaupa um garðinn og pissa þá var hún til í að koma aftur að lúra og svaf alveg fram að formúlunni.....átti þá að horfa á hana með húsbóndanum og prinsinum - ekki mátti á milli sjá hver væri fúlastur þegar formúlan "fór sem fór"

Núna er hún Yrja búin að velja sér fínt bæli að liggja í en það er grjónastóllinn sem hingað til hefur verið uppáhald prinsins -núna liggur hún þar alsæl fyrir framan imbann meðan prinsinn liggur ofaná sófaborðinu ....alsæll að horfa á teiknimynd!!

Kveð að sinni


Yrja

Þar kom að því!! Við erum víst aftur komin í hundana!! Í dag flutti til okkar tíkin hún Yrja, hún er nú eiginlega hvolpur enn þessi snúlla. Við erum hér uppveðruð og gerum lítið annað en að horfa á hana og leika við hana. Henni virðist líða þokkalega vel hjá okkur. Það er skemmtilegt að sjá hvað hún er nú dugleg miðað við sinn unga aldur en hún kemur þegar kallað er á hana og svo stoppar hún þegar sagt er nei - og það vinnst okkur svakalegur kostur við hana Tounge Prinsinn er nú alveg þokkalega góður með tíkina, reyndar þurfti hann að setja hana frekar oft inn í búrið í dag, eiginlega það oft að við vorum að hugsa um hvort Yrja yrði ekki fráhverf því en sem betur fer vill hún fara þangað inn sjálf.  

Hún er allavega það ánægð hér að hún bæði borðar og drekkur- og kúkar og pissar......á gólfið!!  Crying ....en það verður nú ekki lengi verið að kenna henni rétta siði með það því þetta er afburða gáfað eintak af hundi Wink

Kveð að sinni - voff voff


Flensan að fara með húsbóndann!!

Karlkvölin á þessu heimili liggur nú tíunda daginn í röð í flensu - beinverkir, hiti, mikill hósti og uppköst hafa verið að hrjá hann undanfarna daga. Hann fór reyndar í vinnuna í dag en hringdi um miðjan dag og bað mig að sækja sig. Á leinni heim þurftum við að stoppa á einum stað .....Sick....jÉg verð nú að segja að ég er voðalega dugleg að stjana við hann í þessum veikindum. Enda má segja að eftir að ég lét hann fara með rusl í sorpu, kaupa kjöt á grillið og grilla það rétt áður en hann fékk pabba sinn til að keyra sig til læknis - vegna þess að ég vildi ekki fara með hann með vindverk til læknis á laugardegi - og sjúkrabíllinn sótti hann vegna þess að botnlanginn var sprunginn þá hef ég bara þegjandi og næstum hljóðalaust gengið til allra þeirra verka sem af mér er krafist í veikindum húsbóndans Tounge .................ég vildi að ég væri eins góð að fyrirgefa og hann er.

Við prinsinn erum alvarlega að hugsa um að fá okkur hund.......það er reyndar búið að lofa okkur hvolpi og erum við voðalega spennt fyrir honum. Hann er blandaður, svartur og hvítur, snögghærður undan afar geðgóðum foreldrum - hvers er hægt að óska sér meira? Við liggjum nú á hundasíðum veraldarvefsins og reynum að vitkast eitthvað - reyndar erum við nú ekki alveg græn en það eru samt 4-5 ár síðan síðast var hundur á heimilinu og sá fékk nú fínt uppeldi - enda "litla barnið okkar". Miðað við uppeldið á prinsinum þá er okkur eitthvað að förlast þannig að við stefnum á s.s. eitt hundanámskeið.

kveð að sinni og fer og sinni karlinum Wink

 


Long time!

Í dag þegar prinsinn var sóttur til afa og ömmu eftir skóla tókum við stefnuna til Reykjavíkur við erum nefnilega farin að spá í að kaupa svo sem eitt stykki reiðhjól fyrir húsmóðurina. Þegar við keyrðum inn í borgina sáum við hvar mikinn reyk lagði frá húsunum ofan Grensásvegar - og er nær kom sáum við eldtungur sleikja þakskegg húss við Síðumúlann. Einsog vitleysingarnir sem við erum - þá hringdum við í húsbóndann til að segja honum frá, hann hljóp að glugga og sá eldinn og hvar slökkvibílar keyrðu að. Ég fór þá að velta fyrir mér hvort þetta hafi verið ábyrgðar leysi - þ.e. að hringja í bóndann frekar en 112?........reyndar fór reykurinn og líklega eldurinn ekki fram hjá fólki sem var á ferðinni á svæðinu - en næst (sem verður vonandi aldrei)  ætlum við prinsinn að hringja í 112 ef eitthvað alvarlegt gerist sem við verðum vitni að - áður en við hringjum í bóndann.

Við sáum ekki neitt hjól undir 100 þú. kallinum sem höfðaði til frúarinnar! En prinsinn sá alveg fullt af hjólum sem hann taldi að hentuðu sér! Þannig að líklega verður áfram notað gamla góða hjólið mitt sem er u.þ.b. 16 ára - blátt karlmannshjól með slá og alles Tounge -reyndar er það bara rétt aðeins eldra en hjólið sem prinsinn á - en hann er nú svo ánægður með hjólið sitt sem frændi í Grafarvogi átti að hann er sáttur. Nú er eiginlega vöknuð upp sú hugmynd að nýju að setja þessa aura sem frúin fékk í afmælisgjöf uppí hægindastól frekar en reiðjól-veit að ég kem til með að nota hann miklu meira.....bara spurning hvort það sé hollara?

Eftir reiðhjólaskoðun fórum við með bóndanum að skoða helluborð og sáum nokkur sem til greina koma - þurfum bara að ákveða hvort við viljum gas, span eða venjulegt keramikhelluborð. Erum reyndar ekki með span í huga því við viljum ekki borga á þriðja hundrað þúsund fyrir helluborð ......eldum ágætan mat....EN!?!?!?  Gætum náttúrulega selt fína "nýja" gashelluborðið okkar uppí - en það var víst of stórt fyrir okkar eldhús og við getum ekki skilað því - áhugasamir endilega að hafa samband.

Enduðum svo bæjarferðin á McDonalds því að ofnbakaður matur er nú eiginlega farinn að verða freeekar leiðinlegur!!!  Sé alveg í anda að brátt get ég búið til ....sósur.....soðið súpu.....fisk....pasta.....kartöflur......steikt kjöt......fisk.....bakað pönnsur ....mmm....mmm....

.......kveð að sinni.....og ....læt mig dreyma áfram um betra líf með helluborði LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband