Jóla jóla jóla

Nú erum við aðeins farin að fatta það á þessum bæ að óðara styttist í jólin. Við verðum alltaf fyrst vör við það þegar afmælisboðunum fer að rigna yfir okkur - við erum nefnilega svo heppin að fara í afmæli til 8 manns fyrstu tvær vikurnar á aðventunni :) - eftir allt afmælisstandið......þá förum við af alvöru að huga að jólunum. Reyndar er búið að kaupa eina jólagjöf og útbúa nokkur jólakort, gott ef það er ekki farið að tala um að skoða það að ná í seríurnar út í skúr - við sjáum þær þá kanski á næstu vikum!!!

Í gær skruppum við í Offiseraklúbbinn á jólahlaðborð - þar var góður jólamatur, jólalegt, jólalög og jólasnjór, gott ef við komumst ekki í smá jólaskap við þetta allt. Ekki var verra að karlinn hafði fengið þá bráðsnjöllu hugmynd að gista á hóteli um nóttina í staðinn fyrir að dröslast með rútu hálfa leiðina heim og restina í taxa - skilst reyndar að kostnaðurinn hafi verið svipaður hjá okkur - nema bara miklu skemmtilegra að gista á hótelinu.

Núna hlusta ég á hláturrokur í feðgunum þar sem þeir sitja inni að horfa á Top Gear - er því að hugsa um að fara að benda þeim á að það sé skóli á morgun og tímabært að fara að skella sér í draumalandið!!

kveð að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú gott að það er komið eitthvað líf í bloggið þitt, var orðin óþolinmóð.  Við mæðgurnar þú og ég ættum að reyna að komast í svona jólastuð, einsog  Arna systir þín er í!  Heldurðu að það takist?  Ég er reyndar búin að "hanna" jólakortin, en á eftir að plasta og kaupa umslög og reyndar væri gaman að fá gardínuafklippuna!!!!!!  Gangi þér vel í undirbúningnum elsku kerlingin mín  kveðja frá mútter.

mútter (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 18:44

2 Smámynd: Gíslabala fjölskyldan

Mamma mín - ég mun líklega ALDREI ná því að komast í sama jólaskapið og litla systir mín - en það er kanski tími til að reyna það núna! .........hlakka til að kíkja til hennar á fimmtudaginn og sjá hvort hún sé búin að skreyta tréð ;)

Gíslabala fjölskyldan, 30.11.2009 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband