Ullarhálsmen!!

Sá konurnar á Grund í fréttum í gær vera að gera svo fallegar ullarkúlur til að búa til hálsfestar, lokka og armbönd þannig að ég skellti mér í hverfisbúðina mína (Álafossbúðina) til að kaupa smá ull og hófst handa við að gera kúlur. Sonurinn og Yrja komu með, Yrja fékk að bíða í bílnum en það gerir hún með stæl. Sonurinn kom með inn í búðina og hjálpaði móður sinni að velja ull. Það var nú kanski ágætt því ég ætlaði að kaupa hærusvart, grátt og hvítt -gerði það en líka grænt, bleikt, rautt, brúnt o.fl. því hann er einstaklega litaglaður......þó páskakanínurnar hans séu flestar svartar með bleik eyru!! Er búin að gera fullt af kúlum í dag og stinga mig ansi oft á nálinni!! En ég læt það nú ekki stoppa mig.

Yrjan okkar var svo flott í gær - það voru hér tvær ungar dömur (5 og 6 ára) og tveir ungir herrar (4 og 5 ára) í heimsókn og hún var algjörlega til fyrirmyndar. Reyndar eru þetta allt krakkar sem eru vanir hundum þannig að það hafði nú sitt að segja en í dag voru hér tveir (6 og 7 ára) strákar með prinsinum og enn var Yrja einsog hún hefði ekki gert annað en að umgangast unga krakka. Það er merkilegt hvað hún er róleg og góð, hún er nú samt alveg til í að leika og þegar hún fer útí garð þá stoppar hún ekki, hleypur fram og til baka. Hún vælir núna miklu minna þegar hún er sett í búrið yfir nóttina, rétt aðeins að heyrist í henni. Hún vaknar nú samt um kl:00:06 á morgnana og karlkvölin skreppur með hana útí garð, svo inn og í búrið og ekki heyrist múkk í henni fram að fótaferð!  Þetta er að sumu leyti ágætt við erum farin að sjá hvað það er í raun yndislegt að vakna svona snemma og njóta morgunsins og fara í staðinn aðeins fyrr að sofa. Þetta er nú ekki nema kl.tími!! Pissu og kúkastandið hennar gengur þokkalega en það er alveg morgunljóst að húsmóðirin má alveg taka sig á í þessum málum. Ef það væri stigakeppni í gangi á heimilinu þá er ég búin að tapa .......er eitthvað svo margt annað að gera - eða þekki ekki merkin einsog karlkvölin mín!!

 Við prinsinn keyptum páskaegg í dag handa honum, eitthvert fígúruegg og klaufinn ég missti það á kassanum þannig að fígúran losnaði af, ég varð einsog aumingi á svipinn - prinsinn var fljótur að segja við mömmu sína, "þetta er allt í lagi mamma, ég ætlaði líka að losa hann af þegar ég borða páskaeggið"......mikið er nú gott að eiga svona skilninssaman prins.......ef hann væri nú alltaf svona Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Það verður ekki smá smart stæll á  Gíslabalafrúinni þegar hún skreytir sig með lopa kúlunum!!!!

  En Gimmalingur minn, klifurmúsin var nú aldeilis heppin, því forstjórinn í þvottahúsinu splæsti páskaeggjum á alla starfsmennina, og það engum smá eggjum 1 KilÓ Á ÞYNGD. Svo er bara spurning hefur Klifurúsin nokkuð gott af að borða svona mikið súkkulaði, en afi hjálpar henni kannske. Og vel á  minnst, afi biður ykkur að muna að koma með það sem hann gleymdi síðast í Sundlauginni í Mosó.  Hlakka svo mikið til að fá ykkur í heimsókn.

amma Lilla klifurmús (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband