Páskaskrautið okkar!!!

Við eigum orðið ansi mikið magn af páskaskrauti hér á balanum! Aðallega er haldið uppá það sem drengirnir hafa verið að gera í gegnum árin. Sá stóri hefur nú ekki föndrað neitt í ár  Wink en sá yngri kom með mikið heim úr skólanum- allt ægilega fallegar LJÓSRITAÐAR MYNDIR sem hann var búinn að lita og klippa snilldarvel (.....þarna má lesa í gegn gremju leikskólakennarans) Þessar kanínur sem hann kom með heim eru í grunninn ósköp sakleysislegar að sjá en þegar sonur minn er búinn að skreyta þær þá eru þær frekar óárennilegar - svartar, vel vopnum búnar páskakanínur eru sem sagt það sem er inn í ár!!! Þess vegna má segja að móðirin hafi ekki verið alveg stútfull af gremju því að auðséð er að hann hefur gefið mikið af sjálfum sér í verkið Grin Nú er búið að hengja þennan vígalega ("grunnskólaljósritaða") her upp um alla veggi ásamt litlum gulum páskaungum sem eru frá leikskólatíð prinsins og engum dettur í hug að séu páskaungar - nema ef væri hægt að sjá það á því að þetta er gult einsog þeir Tounge

Það gengur vel með hana Yrju okkar - hún vældi reyndar alveg ósköp þegar hún var að fara að sofa en prinsinn lagðist hjá henni og róaði hana. Hún svaf svo í alla nótt - til kl: 7 en þá byrjaði hún aftur!! Eftir að karlkvölin skrapp með hana út í morgunsárið og lét hana hlaupa um garðinn og pissa þá var hún til í að koma aftur að lúra og svaf alveg fram að formúlunni.....átti þá að horfa á hana með húsbóndanum og prinsinum - ekki mátti á milli sjá hver væri fúlastur þegar formúlan "fór sem fór"

Núna er hún Yrja búin að velja sér fínt bæli að liggja í en það er grjónastóllinn sem hingað til hefur verið uppáhald prinsins -núna liggur hún þar alsæl fyrir framan imbann meðan prinsinn liggur ofaná sófaborðinu ....alsæll að horfa á teiknimynd!!

Kveð að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband