Fjárfesti í reiðhjóli í dag!

Síðan í mars hef ég verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti frekar að kaupa mér reiðhjól eða "frúarstól" fyrir afmælispeningana mína - og í dag tók ég endanlega ákvörðun og skellti mér á eitt reiðhjól - lét reyndar karlkvölina draga upp veskið sitt ....og ......er að hugsa um að lauma aurunum mínum undir koddann Tounge Hjólið er ekta frúarhjól, á því sit ég með bakið beint og það eru meira að segja demparar að framan. Nú er að jafna sig á þessari ákvörðun því líklega mun hjólið kalla á hreyfingu (kemur sem betur fer ekki fyrr en á morgunWink). Reyndar er mín kæra föðursystir þegar búin að skora á mig að hjóla niður í Grafarvog í heimsókn til hennar - kanski ég láti verða af því!

Nú kemst ekkert að hér á heimilinu nema fótboltamyndir - hér er safnað af miklum móð og mútað endalaust með myndum! Við foreldrarnir höfum verið plataðir upp úr skónum svo hægt sé að næla í svo sem eina mynd. T.d. bað hann um að fá eina mynd ef hann skrifaði tvær blaðsíður í skólabókinni - við héldum að það væri nú bara fínt, glöð með það. Þegar hann var svo að sýna okkur hvað hann skrifaði (búinn að fá myndina sína) sagði hann að bókin mætti fara í hilluna en ekki í töskuna því hann væri hættur að nota hana!?!?! Hann skrifaði sem sagt tvær blaðsíður í bók sem hann mun ekki skila inn - bara til að fá mynd!!  Þó allt gangi hér út á fótboltamyndir þá er nú Pet shop fígúrurnar ekki langt undan......og kúra á koddanum hans Smile

kveð að sinni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi verður þú ekki mjög þreytt elskan þegar þú hjólar núna um helgina til Akureyrar.  Til hamingju með nýja hjólið, hlökkum til að fá ykkur í heimsókn. 

mamma (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 22:05

2 Smámynd: Gíslabala fjölskyldan

Nei, engin hætta á því að ég verði þreytt, ég ætla að hjóla inn á Hvammstanga á leiðinni og hvíla mig meðan ég bíð eftir karlinum  og prinsinum. Hlakka til að sjá ykkur

Gíslabala fjölskyldan, 28.5.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband