Jólapakkarnir næstum tilbúnir!

Nú er verið að leggja lokahönd á pakkana sem keyptir voru fyrir þessi jól. Við vorum að senda pakka norður áðan - í fyrra voru þeir sendir með Flytjanda og enduðu á Ísafirði!! Jólagjafir í janúar eru einhvern veginn ekki spennandi!! Nú ákváðum við að hafa vaðið fyrir neðan okkur og senda þær með bíl -sem keyrir á milli Akureyrar og Reykjavíkur og létum þær í hendur bílstjórans ........svo er bara að vona að hann skelli sér ekki á Ísafjörð um jólin!!  Grin Við tókum samt enga sénsa og keyptum ekkert sem getur skemmst eða sem passar ekki að gefa í janúar!

Hér er búið að baka 3x tertur og skella í frystinn - líta afar girnilega út og er mikil tilhlökkun í að "ráðast" á þær um jólin. Smáköku bunkarnir minnka hratt  - en það var líka ætlunin. Karlinn var að nefna að líklega mætti alveg baka aðeins meira af smákökum fyrir jólin - en NEI!!,það mun alla vega ekki ÉG gera, þó ég eigi hrærivél Tounge

Ég ætla ekki að þrífa mikið - enda er ég ekki með kolakyndingu - en ætli ég strái ekki glimmeri í hornin, opna Ajax brúsa sýð hangikjöt - þá eru jólin komin, allt glansar og ilmar af hreinlæti og jólalykt í lofti!

kveð að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband