Skólinn byrjaður!

Mikið varð prinsinn glaður í gær þegar hann byrjaði í skólanum að nýju - hann er nefnilega í bekk þar sem eru bara drengir!! Ekki ein einasta stúlka! Reyndar væri ég alveg til í að hafa hann í einhverju samneyti við stúlkur því þær eru ekki á hverju strái í hans umhverfi - eigandi alla þessa frændur!! Honum leist ekki vel á nýja kennarann fyrst -vildi bara sinn gamla því hún er svo falleg. Reyndar var hann nú alveg á því í dag eftir fyrsta skóladaginn að nýji kennarinn væri bara alveg ágætur. Vinur hans tilkynnti mér að bekkurinn væri allt öðruvísi núna - það væri enginn að berja, öskra eða meiða!!!......mikið er það nú gott. 

Málningarvinnan gengur nú ekki of vel hjá okkur þessi eilífa rigning er farin að gera okkur frekar langþreytt. En við reddum þessu vonandi fyrir veturinn! En mikið væri nú gott að fá eina rigningarlausa helgi - ætli sé von til þess?

kveð að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru það stelpurnar í Mosó, sem berja, öskra og meiða- gott að allir strákarnir eru svona prúðir!

Getiið þið ekki klárað húsið í jólafríinu, ef veður leyfir......?

amma Lila klifurmús (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband