Búin að vera löt að blogga í sumar!!

Það er búið að vera svo margt að gera í sumar annað en að sitja og skrifa blogg t.d. facebook ;)

Það helsta sem hefur gerst er að við mæðginin vorum nokkra daga á Akureyri í góðu yfirlæti, gerðum eiginlega ekki neit og nutum þess í botn. Við skelltum okkur á fjölskyldumót inn í fjörð og þar var nú ægilega gaman að venju. Skemmtiatriðin stórgóð (þó.....ég......segi sjálf frá) að öllum þeim aragrúa sem fram kom er það Ungrfú Vaðlaheiði sem verður lengi í minnum höfð. Tounge

Nú kom loksins að því að við fórum að mála húsið, byrjuðum í gær en þá fór að rigna mikið - í dag héldum við áfram -þar til fór að rigna, tókum þá gott hlé fórum svo aftur út þegar rigningin var búin Í BILI!! Þetta lukkaðist samt einhvernveginn og framhliðin að klárast. Nágranninn kom nú samt út og bað karlkvölina blessaðan að hætta að mála hann þyrfti nefnilega að fara að slá og vantaði þurrk!!! Þannig er nefnilega mál með vexti að þegar átti að mála húsið í fyrra var ætlunin að byrja að grunna - en þá byrjaði að rigna og það ringdi og ringdi - í 6 VIKUR.....og þá fór að FRYSTA!!! Við erum aðeins fyrr á ferðinni núna en við öllu búin og byrjuðum því einsog áður sagði á framhliðinni Grin

Hjólaferðum fjölskyldunnar fjölgaði heilmikið við það að frúin fékk sér nýtt hjól - miklu skemmtilegra núna að hjóla - á ekta frúarhjóli með körfu. Eldri sonurinn er bara nokkuð ánægður með gamla frúarhjólið enda er það blátt, herrareiðhjól með slá.

Mun líklega verða aðeins duglegri að skrifa núna þegar styttist í skólann hjá syninum því væntanlega mun eitthvað fréttnæmt gerast þar!!

Kveð að sinnih 

Kveð að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra frá ykkur og vonandi verðu kröftugt framhald á því. Búin að bíða lengi. Gangi ykkur vel að mála og Dodda í "munkabekknum".  Bestu kveðjur klifurmúsin.

amma Lilla klifurmús (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband