21.6.2009 | 14:22
Jú, þetta eru Aumingjarnir!
Í morgun þegar Formúlan byrjaði í sjónvarpinu ákvað prinsinn að fá móður sína út að hjóla með sér - sem er afar auðvelt þessa dagana þar sem hún er enn svo ótrúlega hrifin af nýja hjólinu sínu. Við lentum í smá rigningu - skúrum - en létum það ekki á okkur fá. Prinsinn stakk uppá að "hjóla til Kristbjörgu" .......mmmm.....NEI, því nennti móðirin ekki, þrátt fyrir að prinsinn benti á að Kristbjörg ætti nú ekki í erfiðleikum með að hjóla til okkar!!! Honum var samt lofað að á góðum degi síðar í sumar mætti skoða málið frekar. Í staðinn hjóluðum við á bílasöluna og skoðuðum bíla, töldum pústurrör á þeim og skoðuðum hvað þeir kostuðu "marga Zuzuki" Prinsinn fann einn flottan Ford Camaro sem hann gat alveg hugsað sé að við tvö myndum kaupa okkur, með tveim pústum og einn BMW handa pabba sínum og stóra bró!! Spurning að við skellum okkur á morgun, hann tékkaði á því hvenær bílasalan er opin á morgun Auðvitað komum við aðeins við hjá ömmu og afa til að fá ómissandi suðusúkkulaðibitann því ekki mátti orkuna vanta fyrir heimferðina sem gekk auðvitað vonum framar!
Um daginn vorum við að horfa á Popp-punkt þar sem Ljótu hálvitarnir voru að keppa - þegar við svo einhverjum dögum seinn sáum endursýningun af þættinum og ég spurði prinsinn hvort hann þekkti þessa hljómsveit ekki aftur var hann ekki seinn á sér að svara: "Jú, þetta eru Aumingjarnir!!"
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Flottur strákur Doddi! Þig vantaði í skæruliðahópinn á Akureyri um helgina, þar var sko nóg af flottum bílum. Er þig ekki farið að hlakka til afmælisins? kveðja til allra frá klifurmúsinni.
amma Lilla klifurmús (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.