Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Fyrsta vikan í sumarfríinu búin!

Jæja þá erum við komin inn í aðra vikuna í sumarfríinu - og þetta er bara búið að vera þokkalegt frí hjá okkur mæðginunum - reiðnámskeiðið er búið og var víst rosalega skemmtilegt.  Drengurinn kominn með það alveg á hreint að það séu ekki til svartir né hvítir hestar einungis brúnir og gráir!!  Mamman búin að taka nokkuð margar myndir af honum ríðandi berbakt og með hnakk.  Einnig náðist mynd af drengnum standand á hrossinu - reyndar nokkru sinnum þannig að nú er bara að framkalla. 

Sjónvarpið er alveg dautt - og ekki verður reynt að gera við það en við erum bara orðin alveg þokkalega ánægð að hafa ekkert sjónvarp- njótum þess bara að hafa frið og ró.  Prinsinn kvartar ekki einu sinni - kvöldunum eyðum við því bara í að spila á spil, lesa og annað skemmtilegt sem okkur dettur í hug.  Við erum ekki einu sinni að nenna að fara að skoð annan imba!!  Mæli bara frekar með því að fólk prófi þetta - það er kanski óþarfi að "eyðileggja" tækið sitt heldur að nota takkann sem slekkur á því Grin

Nú styttist í að familían komi frá DK - þau eru búin að fá íbúð á AK og bara þokkalega glöð með það.  Litli bró meira að segja kominn með vinnu þannig að þetta er alveg að smella hjá þeim.  Ef ég þekki þau rétt munu þau fljótlega hugsa sér til hreyfings og fara úr fjölmenninu þar eitthvað út í sveit!!

Jæja nú er ég að hugsa um að fara að baka hjónabandssæluna með súkkulaðinu sem ég var að fá hjá nágranna mínum - líst svo "asskoti" vel á kökuna. 

 

 


Komin í laaangþráð sumarfrí!!

Loksins komst ég í sumarfrí - eyddi fyrsta deginum í að laga til í þvottahúsinu, þurrka af og vökva blessuð blómin!!  Enda ekki mikið annað að gera en að vera inni vegna vætu.  Ég reyndar skrapp út til að skutla prinsinum á reiðnámskeið og svo að sækja hann aftur.  Ég átti allt eins von á að hinum brysti kjarkur en aldeilis ekki - það fyrsta sem hann sagði þegar ég sótti hann var "mamma ekki koma núna að sækja mig, komdu á eftir"!!  Hann er líklega með hrossagenið í sér sem ég er svo blessunarlega laus við.  Hann er nú samt ekki alveg með allt á tæru því hann sagðist hafa farið í "bíltúr" en þegar hann var spurður með hverjum hann hefði eiginlega farið í bíltúr svaraði hann "á hestinum" ......hann hafði sem sagt farið í reiðtúr!!  Þegar hann var að segja ömmu sinni að hesturinn hans væri svartur og hún að reyna að segja honum að hann væri þá brúnn varð hann frekar pirraður á vitleysunni  í henni - en maður verður náttúrulega ekki sérfræðingur á fyrsta degi.  Tilhlökkunin er mikil fyrir morgundeginum þannig að við hjónaleysin sjáum fram á að fá okkur hross Tounge .......NOT!!!!  Sjónvarpið okkar bilaði í gær -þannig að við getum ekkert horft á sjónvarp í kvöld - karlinn er því farinn að sofa - ég sit við tölvuna en áður en ég settist gerði ég við einar fjórar, fimm buxur sem hafa beðið eftir mér í c.a. ár!!  Held ég verði aðeins að fara að skoða þetta sjónvarpsgláp á heimilinu - þetta er þvílíkur tímaþjófur.  Ég sé svo sem ekkert fram á að fá það í bráð því það stendur enn hér í stofunni - í staðinn sé ég fram á þvílíka atorku á heimilinu og að allt sem kallar á okkur (og hefur lengi gert) verði loksins gert!!!  

Sæl og bless!!

það er nú orðið frekar langt síðan ég skrifaði eitthvað hér - ég get því sagt þær ljómandi góðu fréttir að ég komst inn í fjarnámið mitt í kennó - skilst reyndar að allir komist i en ég verð nú að hafa smá spennu í þessu.  Litla sys og karlinn hennar verða líka í háskólanámi í haust þannig að það verður nóg að gera :)  Við vorum að passa litla karlinn þeirra um helgina - drösluðum honum norður í Skagafjörð þar sem hann gerðu góða lukku á ættarmóti - merktur "boðflenna"  en það fór eitthvað fyrir brjóstið á gömlum frænkum á ættarmótinu.  Það viss fljótt allir að þessi ungi maður væri gestur á mótinu - hann fór um víðan völl og heillaði alla upp úr skónum.  Við hjónaleysin áttum fullt í fangi með að fylgja honum eftir.  Það gekk allt vel ......nema að gista í tjaldi var ekki eitthvað sem hann var að vilja.  En eftir góðan klukkutíma - sitthvort kvöldið þá gekk þetta allt upp að lokum.  Prinsinn okkar var ekki mikið betri - hann reyndar sofnaði um leið og hann lagðist á koddann - en að koma honum á koddann var ekki það auðveldasta - mátti ekki missa af neinu.  Á ættarmótinu var margmenni og kom fólkið víða að - m.a. frá Kanada, USA og Noregi!  Okkur hjónaleysunum fannst frekar gaman þegar verið var að taka hópmyndir af ættliðum - þegar lesin voru upp nöfn systkinanna sem allt snerist um þá mætti fjöldi manns á sviðið og varla var hægt að ná öllum á mynd allt upp í 60-70 manns.  Þegar svo við áttum að fara á svið þá vorum við allt í allt ÞRJÚ!!! ......karlinn, ég og prinsinn okkar!!!  

Nabba kom færandi hendi frá London - nú skartar nabbinn hennar fótbolta búningi meða nafninu Rooney og öðrum með nafninu Ronaldinio - og er frekar stoltur - hann fór í fótbolta með pabba sínum í flotta búningnum og stóð sig vel.  Hann var líka í nýju takkaskónum sínum en þegar hann steig í kattaskít þá skemmdi það aðeins ánægjuna fyrir honum!! 


Er jafnvel að fara í skóla!!

Jæja haldið þið ekki að mín hafi bara í einhverju bjartsýniskasti skráð sig í háskóla í gær!! Stefni sem sagt að því að vera í fjarnámi næsta vetur og ná mér í smá gráðu sem mig vantar - ég er nefnilega orðin svo öldruð að námið komst á háskólastig eftir að ég útskrifaðist og nú vantar mig gráðuna til að vera "memm".  Við sóttum þrjár um frá mínum vinnustað og það er eins gott að við komumst allar inn!!  Ég var náttúrulega á síðustu stundu með umsóknina - það slefaði rétt að ég næði áður en umsóknarfresturinn rann út - það vantaði 3 mínútur uppá þannig að stressið var frekar mikið þegar við mæðginin hlupum gangana inn á skrifstofu en þetta hafðist.  Við héldum uppá það með því að fá okkur suðusúkkulaði og ný sængurver - "á línuna".

Dagurinn í gær varð sögulegur í bílamálum heimilisins - annað afturhjólið á nissaninum festis - þannig að hann komst ekki langt með karlinn heim úr vinnunni - þegar sonurinn skrapp svo eftir honum á súkkunni minni þá klessti hann hana!!!  Ég var nú ekkert sértaklega glöð í bragði seinni part kvöldsins - eiginlega freeeekar fúl!!  Mamma gamla bætti það upp með því að boða komu sína í nokkra daga - það hressti mig aðeins - við getum þá rúntað um bæinn á KLESSTA-bílnum mínum!!!!

jæja - ætli ég fari ekki að kíkja á soninn og allar ofurhetjurnar sem skruppu með honum í bað. 


Allt að gerast þessa dagana!

Já það er mikið að gerast þessa dagana - eldri sonurinn er að koma heim í kvöld frá Ameríku.  Það verður spennandi að heyra ferðasöguna hans.  Fyrsta ferðin sem hann fer einn greyjið Tounge Mér skilst að flest hafi gengi vel nema kanski það að hann týndi visakortinu sínu!  Mikið langaði mig til að segja "ég sagði það....."  Því að ég var ekki alveg á því að hann ætti bara að fara með eitt kort með sér út - en vonandi lærir hann bara á þessu.  Fyrstu nóttina á fína hótelinu - sem leit víst bara vel út á mynd - var víst ekki sérlega góð ......eftir að það fór að rigna!!! Svo heyrði ég af verslunarferð þeirra frænda þar sem svo mikið var verslað að þeir treystu sér ekki til að ganga á hótelið - þó það hafi ekki verið nema í 15-20 mín. fjarlægð.  Það er kanski gott að þeir hafi ekki tekið meira með sér en sitthvora litlu íþróttatöskuna og minn maður var með tösku sem er ekki mikið stærri en snyrtibuddan mín!!

Það sem meira er að gerast hjá mér er það að nú er "bossinn" minn að koma úr námsleyfi þannig að minn tími sem yfirmaður er að verða liðinn - og ég verð aftur óbreytt!!  Það verða líklega mikil viðbrigði og spurning hvað ég nenni því lengi!!  

þetta voru kanski ekki miklar fréttir?? .......fyrirsögnin stóð ekki alveg undir þessu blaðri!!   En endilega kíkið á bróður minn í DK hann segir frá því þegar hann og sonurinn fóru í sjóinn og fyrirhugaðri notkun á ferðavinning eiginkonunnar!!!!   - ekki missa af því W00t

Núna er ég að hugsa um að detta í át - því að prinsinn og pabbi hans skelltu sér í sund og ég á von á góðum tíma með sjálfri mér ........í mínum uppáhalds félagsskap Grin


best að skrifa smá á síðuna.......

......sem enginn nennir að lesa!! Tounge  Það er nú bara allt fínt að frétta héðan af Gíslabala - karlinn skrapp austur til að leggja rafnmagnið í bústaðinn.  Maður er nú bara farinn að hlakka til að fara þangað til að slappa smá af.  Á meðan hann var fyrir austan brugðum við mæðginin okkur í Smáralindina - þar var  krafakeppni í gangi sem heillaði drenginn svo mikið að ísinn hans lak að mestu niður - mátti ekkert vera að því að borða hann því að hann straði svo mikið á stóru karlana.  Honum fannst ekkert smá spennandi að sjá þá lyfta þungum álstykkjum 90-120kg. upp yfir höfuðið svo fannst honum fyndið að það þurfti tvo litla karla til að taka saman hvert stykki fyrir sig "þeir voru sko ekki sterkir"!

Á leiðinni heim þá stoppuðum við í Garðheimum til að skoða aðeins þar sá prinsinn svo falleg sumarblóm að hann verð að kaupa sér blóm, líka handa ömmu sinni og henni Nöbbu sinni.  Merkilegt hvað hann vill alltaf vera að kaupa blóm handa ömmu sinni!  Þegar við vorum að færa Nöbbu blómin þá bauð hún okkur í vöfflur og súkkulaði og einsog það væri ekki nóg þá var okkur líka boðið í kvöldmat við rétt náðum svo heim til að horfa á Spiderman en hann hafði fengið pata af því hjá frænda sínum að myndin væri í imbanum í kvöld og vildi endilega fá að sjá.  Sem betur fer þá var hann ekki mjög heillaður og vildi lítið horfa - enda ekki beint barnamynd!!!

Um daginn þegar við brugðum okkur norður þá var amma Klifurmús og afi með 6 stráka í pössun heila helgi.  Við systurnar vorum að hafa miklar áhyggjur af þeim gömlu þannig að litla sys skrapp óvænt til þeirra til að kíkja á.  Kom hún þá ekki að þeim gamla að steikja vöfflur og kerlingunni steinsofandi og strákarnir um allt hús að leika sér......meira að segja voru tveir vinir í viðbót í heimsókn!!  Það er ekki hægt að segja að þau séu mikið að stressa sig á börnunum - ekki frekar en sínum eigin Devil  Það var skemmtileg tilviljun að akkúrat sömu helgina vorum við flest systkinin upptekin og við ákváðum að í staðinn fyrir að vera með samviskubit yfir fjölda drengja í pössun gætum við glaðst yfir því að lækna söknuð mömmu og pabba í eitt skipti fyrir öll!!!  Við systurnar og karlarnir okkar gistum á Hótel Kea og það var nú ekki slæmt að gera það.  Á meðan gisti eldri sonurinn á hóteli í New York og það var víst ekki alveg eins glott og H.Kea ......eða......það höldum við - við lentum reyndar ekki í rigningu þannig að við erum ekki alveg viss.  Það var nefnilega þannig að þeir frændurnir í New York lentu í því að það fór að rigna og það rigndi víst ekki minna í herberginu þeirra en utan við það.  Þegar stytti upp daginn eftir þá fengu þeir víst annað herbergi og eru alveg alsælir með það.  Við heyrðum nokkuð mikið í þeim fyrstu dagana en eitthvað hefur áhugi þeirra á sambandi við Ísland minnkað því að það er varla hringt lengur enda eru þeir nú á leiðinni heim í næstu viku.  Það er að sumu leyti afar gott því að okkar maður var ekki alltar að hugsa um tímamismun þegar hann hringdi til að heyra í okkur hljóðið!!  Hef þetta nóg að sinni.

 


Nú er "rósað" út og suður!!

þegar yngri sonurinn var á leiðinni út að leika sér eftir leikskólann sagði hann "mamma, ég kann að rósa!  Þegar hann var spurður frekar úti hvað það þýddi var hann ekki lengi að koma með dæmi.  "Mamma þú ert með falleg augu"!!  Þegar við sátum svo við matarborðið fór hann að segja pabba sínum og bróður frá  því hvað hann væri duglegur að "rósa" og til að sýna það byrjaði drengurinn að hrósa öllum.  Mamman fékk hrós fyrir fallegt skinn (!!), pabbinn fyrir að vera með falleg augu og stóri bróðir er með svo fallegt hár.  Ég verð nú að segja að við urðum öll pínu montinn að fá þetta hrós frá honum og hrósuðum honum óspör á móti .......svona.......með þá von í brjósti að við fengjum meira "rós" ............en......það var ekki alveg að virka.  Við hrósuðum honum samt ægilega vel í lok máltíðar því að þá var hann farinn að segja Hrós með þessu líka flotta H-i.  Þetta hefur drengurinn líklegast lært á leikskólanum sínum og er það alveg frábært.  

Eftir kvöldmat skruppum við mæðginin aðeins útí garð til að laga aðeins til í beðunum.  Ekki fórum við offari í því (frekar en venjulega í garðvinnunni)  Ég afrekaði þó að týna úr runnunum pappa og poka sem hafa verið þar síðan í vetur - meðan lítli prinsinn fór í sandkassann sinn að leyta að kattarskít!!! Þð virðist því miður vera þannig að það sé alveg sama hvað gert er til að loka sankassanum helv.... kettirnir í nágrenninu virðast nota HVERT tækifæri til að laumast í kassan og gera sitt.  Það er nú alveg merkilegt hvað þeir eru duglegir að skíta annars staðar en heima hjá sér!  Ég skildi drenginn svo eftir við kattarskítsuppgröft til að skreppa í jógað mitt.  Þegar ég kom heim sá ég að grafan hans var komin í kassann.  Ég vona að það sé vegna þess hvað gaman er að leika sér að henni ekki það að kattarskíturinn sé svo mikill að nota þurfi "stórvirkar" vinnuvélar til að moka upp!  Vorverkin í garðinum finnast mér afskaplega leiðinleg líka sumar-, og haustverkin þannig að nú í ár tókum við þá ákvörðun að fá duglega menn til að koma og klippa runnana.  En runnarnir hjá okkur voru alveg svakalega flottir þar til prinsinn fæddist þá einhvern veginn nenntum við þessu ekki - núna þurfa þvú runnarnir gott "klipp" til að bjargast og ekki verra að fá fagmenni í það.  Við ætum þá kanski að geta klippt þá til í framhaldinu!  En ég er hræddust um að þegar við erum komin á lagið með að láta aðra sjá um þetta nennum við ekki að gera meira.......og það er ekki alveg að borga sig til lengdar.  Sá í blaði í dag hjón á Agureyris sem höfðu malbikað garðinn sinn - ég dauðöfunda þau af því.  Og ég setti það á 10 ára planið mitt.  

 


Síðustu dagar.....

......hafa verið svo fljótir að líða að ég hef ekki gefið mér tíma til að setjast niður og skrifa á bloggið okkar.  Við komumst heilu og höldnu heim í Heiðardalinn.  Á leiðinni heim af flugvellinum fréttum við að við (sérstaklega húsmóðirin) ættum að undirbúa okkur undir það að húsið okkar væri ekki í góðu standi.  Það höfðu sem sagt tveir herramenn kíkt á eldri soninn og sjónin sem blasti við þeim var ófögur.  Það sátu sem tveir ungir menn inni í stofu að góna á imbann með tóma pizzukassa, hálf tómar kókflöskur, glös og skálar allt um kring.  Gólfið var víst FREKAR skítugt og þessir (eldri) herramenn höfðu ALDREI séð húsið í þessu standi og kvöddu víst með þeim orðum að best væri fyrir ungu mennina með mikla sjónvarps-, og pizzu-áhugann að drattast á fætur og taka til hendinni ef þeir vidu "lifa" heimkomu húsmóðurinnar af!!!!! Ég verð að segja að ég kveið heimkomunni og við fórum að dóla okkur heim.  Stoppuðum í búð og hjá tengdó til að eyða tímanum.  Loksins þegar kjarkur minn elfdist var ákveðið að drattast heim.  Ég æddi inn - viðbúin hinu versta - .........en viti menn.......eldri sonurinn tók á móti okkur með kossi, faðmlagi og óaðfinnanlegu húsi!!!!  Þegar á hann var gengið þá sagðist hann nú bara hafa eytt u.þ.b. 30 mínútum í að taka til......!!Miðað við lýsingar á húsinu fyrir heimkomu þá trúi ég því tæplega - en er ekkert að vandræðast með það þar sem gleði mín var ákaflega mikil yfir framtakinu hvort sem það tók hálftíma eða hálfan daginn!!!  

Eftir strembna 4 daga vinnuviku (síðustu viku) var stefnan tekin í bústað þar sem átti að hvíla sig og það var sko gert - lifðum algjöru letilífi yfir helgina - með góðum vinum okkar - lágum í pottinum, drukkum og gerðu EKKI NEITT - Við mælum með svona helgum og erum strax farin að hlakka til þegar bústaðirnir okkar - fyrir austan og vestan - verða tilbúnir til að eyða þar nokkrum dögum í ró og næði að ég tali nú ekki um í algjöru letikasti Grin

Allt ferðalagið úti og svo helgin í bústaðnum hafa haft þau áhrif á heimilislífið að allar rútínur með soninn hafa farið út og suður - foreldrunum til ama - en þó ekki meira en það að þau eru ekki enn búin að telja í sig kjark til að fara að snúa því við .......en það hlýtur nú alveg að fara að skella á.......vonandi.......það er alla vega á dagskrá!?!?!

Dagurinn í dag fór ekki í kröfugöngur - en samt gekk ég nú bara alveg þokkalega mikið.  Strákarnir hennar litlu sys voru hér í dag meðan pabbi þeirra var að flytja búslóðina þeirra og litla sys að lesa undir próf - og litli karlinn hljóp um allt húsið þannig að varla mátti líta af honum - þá var hann týndur!!  Eftir að þeir fóru skrapp ég með vinkonu minni á Kjarvalsstaði þar sem okkur hafði verið lofað kleinum og harmonikkuleik - við vinkonurnar náðum rétt síðustu hljómum nikkunnar - en við fengum kleinu.  Mikið var nú gaman að skoða verk allra listamannanna sem þar hafa aðsetur.  Við vorum í essinu okkar þar - eftir heimóknina þangað skelltum við okkur á myndlistarsýningu í Keramik fyrir alla og skoðuðum frekar flottar myndir.  Ég heillaðist algjörlega að einni - sömum mynd og vinkonan og vona innilega að hún skelli sér á hana þannig að ég fái að njóta myndarinnar með henni Tounge   ..............talandi um myndir ........við hjónaleysin sáum mynd um daginn til sölu sem við erum enn að hugsa um - við erum að verða svo miklir menningarvitar!!  Eða þá að þetta er aldurinn og okkur farið að gruna að fjölfaldaðar myndir í ódýrum römmum séu ekki miklar fjárfestingar......né það flottasta á veggjum!!! 

 


Jæja þá koma smá fréttir frá okkur í DK

Núna erum við á heimleið - ferðin hefur gengið vel.  Við höfum samt aðallega gert ekki neitt en það var líka markmiðið.  Dagurinn í gær var að vísu strembinn því við fórum bæði í tívolí og í dýragarðinn í Köben.  Auðvitað voru íslendingar allsstaðar en það er nú ekkert nýtt.  Við höfum að vísu verið dugleg að heimsækja verkfærabúðir því að húsbóndinn er alveg heillaður á verðinu þar og hefur keypt slatta til að laga hjólin sín.  Frúin hefur keypt sér hjólatösku þannig að þetta verður fínt í sumar við mæðginin komum hjólandi á reiðhjólunum okkar á eftir karlinum á mótorhjólinu með nesti í nýju hjólatöskunni Devil  Núna er verið að grilla kálfakjöt handa okkur og það verður spennandi því að húsmóðirin hefur ávallt neitað að borða það en getur það ekki núna þar sem hún er gestur og þá hagar maður sér vel.  Ég á nú samt ekki von á öðru en að það verðu gott einsog annað sem okkur er boðið hér í DK.  Núna eru strákarnir í bleyti í baðkarinu - þeir frændur voru í dag að horfa á fálka og erni á einhverjum bæ hér rétt hjá - á meðan við "kerlingarnar" fórum í smáááá verslunarferð - enda ekki seinna vænna.  Læt þetta duga að sinni.

 


....en við reynum!!

Já þrátt fyrir veikindi húsbóndans erum við restin að reyna að halda páskana hátíðlega - litli prinsinn leitaði að páskaegginu sínu í morgun.  Það var miði á hurðinni hjá honum sem leiddi hann svo áfram um húsið í leit að egginu.  Viðkomustaðir voru m.a. uppþvottavélin, stígvélin, undir skrifborði að ógleymdu páskatrénu,  Já - ég sagði páskatrénu því hér á Gíslabalanum höfum við páskatré sem er náttúrulega frekar lógískt.  Við skreytum sem sagt stærsta bómið í stofunni með páskaskrauti sem komið er með heim af leikskólanum.  Eggið fannst svo í glasaskápnum en þá var eftirvæntingin alveg komin í hámark.  Þegar eggið var opnað var púkinn sem prýddi það tekinn og settur í bað til að ná súkkulaðinu af og svo var farið af stað að leika með hann .....en.....páskaeggið látið liggja brotið og nær ósnert á eldhúsborðinu!!!  Við tókum okkur til í dag eftir smá útiveru að elda bayone-skinku....ekki alveg páskalambið en okkuð nálægt því.  Karlgreyjið er samt eitthvað að setja útá lyktina sem er nú að flæða um húsið.  Hann var eitthvað á ferðinni áðan því það kom hér mótorhjólagæji sem ætlaði að ná honum út - en heilsan leyfði það ekki.  Það er nú alveg sérstakt að strákarnir - þessir yngri voru líklega með sömu pestina og faðirinn en þeir æmtu hvorki né skræmtu yfir veikindunum meðan faðirinn er alveg að "dreeeeepast" og lætur okkur alveg vita af því. Devil  Æj, það er samt ekki annað hægt en að vorkenna honum - sérstaklega á eftir þegar við förum að borða namm namm  Tounge

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband