Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

long time!!

Hélt þennan fína saumaklúbb í gær, eldaði dýrindis hérasteik......reyndar var hann svikinn! Vinkona mín kom svo með eftirréttinn sem var hrá kaka!!......reyndar átti ekki að baka hana Wink Þegar við kellurnar vorum loksins búnar að borða þennan dýrindismat hlömmuðum við okkur í sófann og sátum langt fram á nótt, ekki að ástæðulausu sem hittingurinn er á föstudögum. Laugardagarnir gefa tækifæri til að sofa aðeins lengur - eða alla vega vera þreyttari fram eftir degi!
 
Prinsinn skellti sér í afmæli til vinar í dag og á meðan fórum við hjónaleysin á bókarmarkaðinn að versla þær bækur sem við áttum eftir að versla - okkur finnst betra að fara nokkrar ferðir og kaupa bækur, við erum búin að sjá að það er miklu ódýrara að kaupa þær smátt og smátt heldur en allar í einu.  Karlkvölin skellti sér svo einn túr í draumalandið með Óla.....Lokbrá en við mæðginin settumst fyrir framan imbann og horfðum á "Dumb and dumber" við hlógum einhver ósköp en alls ekki af sömu atriðunum þannig að það var hlegið út í eitt.
 
Nú skal brátt halda og nýta atkvæðarétt sinn, unglingurinn okkar skellti sér strax í morgun með vini sínum, báðir afar heitir yfir öllu þessu máli. Við hjúin erum eitthvað rólegri enda vitum við að það er opið fram eftir og þeir sem þekkja okkur vita að við vinnum best undir pressu og erum allaaf á síðustu stundu!!
 
Skellti mér að stefnumót við nýjan tannlækni í gær, þegar ég dásamaði hann við kellurnar í saumaklúbbnum - fyrir að vera svo blíður og góður þá fékk ég hvasst augnarráð frá einni: "hvað heitir hann?" Þegar hún heyrði fyrra nafnið sagði hún strax seinna nafnið og: "það er tannlæknirinn MINN!!" ....eftir smá umhugsun hjá (giftu)vinkonu minn, gat hún náðarsamlegast "leyft" mér að fara líka til hans - held samt að það hafi aðallega verið vegna þess að kalrlkvölin mín "Á" líka þennan tannsa Tounge .....held samt ekki að tannsinn hafi gefið henni gsm-númerið sitt og sagt að hringja mætti í sig hvenær sem er Devil
 
 

Jólapakkarnir næstum tilbúnir!

Nú er verið að leggja lokahönd á pakkana sem keyptir voru fyrir þessi jól. Við vorum að senda pakka norður áðan - í fyrra voru þeir sendir með Flytjanda og enduðu á Ísafirði!! Jólagjafir í janúar eru einhvern veginn ekki spennandi!! Nú ákváðum við að hafa vaðið fyrir neðan okkur og senda þær með bíl -sem keyrir á milli Akureyrar og Reykjavíkur og létum þær í hendur bílstjórans ........svo er bara að vona að hann skelli sér ekki á Ísafjörð um jólin!!  Grin Við tókum samt enga sénsa og keyptum ekkert sem getur skemmst eða sem passar ekki að gefa í janúar!

Hér er búið að baka 3x tertur og skella í frystinn - líta afar girnilega út og er mikil tilhlökkun í að "ráðast" á þær um jólin. Smáköku bunkarnir minnka hratt  - en það var líka ætlunin. Karlinn var að nefna að líklega mætti alveg baka aðeins meira af smákökum fyrir jólin - en NEI!!,það mun alla vega ekki ÉG gera, þó ég eigi hrærivél Tounge

Ég ætla ekki að þrífa mikið - enda er ég ekki með kolakyndingu - en ætli ég strái ekki glimmeri í hornin, opna Ajax brúsa sýð hangikjöt - þá eru jólin komin, allt glansar og ilmar af hreinlæti og jólalykt í lofti!

kveð að sinni


Hér er bakað og bakað!!

Við ætlum að leggja okkur öll fram við að eiga sem flestar tegundir af smákökum þessi jólin - eða alla vega svona slatta. Núna eru komnar 5 tegundir í bauka um allt búr. En það er aðallega vegna þess að núna eigum við þessa fínu hrærivél sem léttir okkur óskaplega mikið lífið .....gerir það skemmtilegra. Reyndar er strax farið að ganga verulega á tvær sortirnar en þá bökum við náttúrulega bara meira eða eitthvað annað!

Um daginn í piparkökubakstrinum þá var prinsinn að teikna litla engla í hveitið á bekknum. Hann segir þá stundarhátt: "mamma, þú veist að afi kóngur er í kjól!" "Ha!" ´ - "Já, eru ekki allir jesúar í kjól?"   Já, honum þykir ekki lítið til afa heitins Ragnars koma Grin

Núna þegar "skórinn út í glugga" dæmið er allsráðandi þá hefur komið upp sú staða á þessu heimili að þrátt fyrir hótanir og sögur um kartöflur í skóinn þá hefur prinsinn bara fengið eitthvað fallegt dót - foreldrar hans eru í virkilega mikilli tilfinningapressu og virðast ekki geta gert það sem þau vilja helst - það er að kartafla dúki upp einn daginn!!  Við erum að safna upp kjarki....og kanski....einn daginn!!!!!  ..........annars er prinsinn náttúrulega alveg svakalega góður, blíður og ljúfur drengur, hann er ekki óhlýðinn viljandi-bara alveg óvart. Hann er ekki óþægur heldur stundum þreyttur og illa fyrirkallaður ........á ég að halda áfram.........  Tounge

kveð að sinni 

 


Jóla jóla jóla

Nú erum við aðeins farin að fatta það á þessum bæ að óðara styttist í jólin. Við verðum alltaf fyrst vör við það þegar afmælisboðunum fer að rigna yfir okkur - við erum nefnilega svo heppin að fara í afmæli til 8 manns fyrstu tvær vikurnar á aðventunni :) - eftir allt afmælisstandið......þá förum við af alvöru að huga að jólunum. Reyndar er búið að kaupa eina jólagjöf og útbúa nokkur jólakort, gott ef það er ekki farið að tala um að skoða það að ná í seríurnar út í skúr - við sjáum þær þá kanski á næstu vikum!!!

Í gær skruppum við í Offiseraklúbbinn á jólahlaðborð - þar var góður jólamatur, jólalegt, jólalög og jólasnjór, gott ef við komumst ekki í smá jólaskap við þetta allt. Ekki var verra að karlinn hafði fengið þá bráðsnjöllu hugmynd að gista á hóteli um nóttina í staðinn fyrir að dröslast með rútu hálfa leiðina heim og restina í taxa - skilst reyndar að kostnaðurinn hafi verið svipaður hjá okkur - nema bara miklu skemmtilegra að gista á hótelinu.

Núna hlusta ég á hláturrokur í feðgunum þar sem þeir sitja inni að horfa á Top Gear - er því að hugsa um að fara að benda þeim á að það sé skóli á morgun og tímabært að fara að skella sér í draumalandið!!

kveð að sinni


Endurskinsmerkin í Nýja Kaupþing banka!!!

Í allt haust hef ég verið að brýna fyrir börnunum í leikskólanum mikilvægi endurskinsmerkja. Nýji Kaupþing banki auglýsti gefins merki í dag og því datt okkur í hug að ganga í næsta útibú og næla okkur í endurskinsmerki. Við gengum glöð af stað með hópinn okkar, spennt að fá merki því í auglýsingunni stendur að "allir geti nálgast endurskinsmerki" og að þetta sé átak til að brýna fyrir börnum og fullorðnum mikilvægi endurskinsmerkja - En viti menn!! Þegar í bankann kom þá kom í ljós að merkin væru bara handa börnum í fylgd með foreldrum/forráðamönnum og væru bara alls ekki fyrir fullorðna!!!  Þar sem ég telst fullorðin og er hvorki foreldri né forráðamaður barnanna í leikskólanum þá gengum við öll út án þess að fá eitt einasta merki og þegar maður er 4 og 5 ára þá er það ekki skemmtilegt.  Sem betur fer þá gengum við fram hjá Rauða kross deildinni í bænum og þar áttu þau til endurskinsmerki handa okkur svo að nú sjáumst við öll í skammdeginu þegar við mætum í leikskólann, förum heim og erum úti við seinni part dags. En þó við sjáumst þá veit ég ekki alveg hvort ég vilji að bankinn sjái mig og er að hugsa minn gang, kanski fær einhver annar banki bara að sjá mig LoL

Kveð að sinni því ég er að fara út að ganga með NÝJA RAUÐA KROSS endurskinsmerkið mitt Wink


Þegar prinsinn keypti harmonikku!!!

Í dag skelltum við okkur í bæinn til að gefa öndunum brauð. Það hafði safnast aðeins of mikið í frystinn hjá okkur af andabrauði. Feðgarnir voru svo lengi að gefa öndunum að þær voru orðnar gæfar í restina, sérstaklega gæsirnar sem þeir klöppuðu í gríð og erg! Eftir Tjörnina fórum við uppá Skólavörðustíginn og ætluðum að skella okkur í kjötsúpu en gáfumst upp þegar við sáum raðirnar við pottana. Við tókum stefnuna á Laugarveginn en á leiðinni kíktum við inní hljóðfæraverslun þar sem prinsinn var við það að taaaaapa sér - hann fékk leyfi til að prófa ALLT sem honum langaði til, hann fékk leiðsögn um búðina og fróðleik um hljóðfærin, eins kenndu þeir honum hvernig ætti að spila á nokkur hljóðfæri.......svona alla vega aðferðina við það. Þegar hann tók sér svo trommur í hönd bræddi hann báða karlana sem voru að vinna því þeir sögðu "Sko kappann, hann hefur rythmann í sér"...........það hefur hann líklega ekki fengið frá foreldrum sínum!!......ekki frekar en hestabakteríuna! Tounge Þar sem starfsmennirnir voru svona gríðarlega vingjarnlegir var erfitt að neita syninum um litla munnhörpu sem hékk á bandi sem haft er um hálsinn - og hægt er að spila á. Hann gekk því afar sæll og glaður niður Laugarveginn og alveg niður á Ingólfstorg spilandi á munnhörpuna sem hann kallaði harmonikku!!  Rétt í þessu var ég að spyrja hann hvað hljóðfærið hans héti - mann langar nú til að heyra hve mikill snillingur hann er því að auðvitað erum við búin að vera að reyna að leiðrétta þetta hjá honum. Ekki stóð á svari - hann á þessa fínu munnVÖRPU!!!!!!!

kveð að sinni


Stormur strauk!

Þegar prinsinn kíkti í fiskabúrið í morgun til að gefa eðlunni sinni að borða brá honum frekar mikið þegar enginn Stormur var í búrinu!! Upphófst nú mikil leit, leitað var vel á borðinu undir búrinu og eins á gólfinu en ekki datt okkur í hug að hún hefði farið mikið lengra. Helsta hugsunin var reyndar sú að tíkarskömmin hefðu étið Storm þegar hann hljóp eftir gólfinu! Við höfðum ekki mikinn tíma til að athuga málið frekar þar sem skólinn og vinnan kölluðu - ákváðum því að skoða þetta frekar þegar við kæmum heim. Þegar svo stóri strákurinn hringdi um hádegið og spurði frekar aulalega " Heyrðu, á eðlan að vera inni á klósetti?" létti mér mikið. Hún var sem sagt ekki étin - heldur hafði fengið sér laaaangan göngutúr og trítlaði um baðherbergisgólfið í rólegheitunum. Grin Prinsinn varð ákaflega glaður að heyra að Stormur væri fundinn og ekki lengi að fatta að auðvitað hefði hann farið inná klósett - þar væri vatn!! 

kveð að sinni


Hann Agli vinur minn!

Prinsinn á ágætan félaga sem heitir Egill - í gegnum árin hefur verið erfitt að beygja nafnið hans rétt. Á tímabili þegar hann heyrði "Agli" - var hann fljótur að leiðrétta mig "hann Egill heitir ekki Agli!!" ........svona einsog börn segja svo oft. En þegar maður er orðinn stór skólastrákur þá fer maður nú að skilja beygingar orða. Í dag var prinsinn að segja mér hvað kom fyrir hann Egil, hann hafði sem sagt dottið illa og meitt sig á fingri........"og svo kom annar strákur og hjálpaði honum Aglari á fætur!"   Tounge

Það var virkilega mikill sigur unnin í kvöld þegar prinsinn skrifaði alveg sjálfur - án þess að fá hjálp (....eða kíkja!!) nokkur orð í skriftarbókina sína. Mikið varð ég nú stolt af drengnum, það er kanski ekki öll von úti með hann! Honum gengur nú líka alltaf betur að lesa þó að enn sé laaaangt í land. En "konan með brúna hárið, sem er einsog amma klifurmús" hún virðist ná vel til hans þannig að hann er á fljúgandi ferð.

Kveð að sinni


Skólinn byrjaður!

Mikið varð prinsinn glaður í gær þegar hann byrjaði í skólanum að nýju - hann er nefnilega í bekk þar sem eru bara drengir!! Ekki ein einasta stúlka! Reyndar væri ég alveg til í að hafa hann í einhverju samneyti við stúlkur því þær eru ekki á hverju strái í hans umhverfi - eigandi alla þessa frændur!! Honum leist ekki vel á nýja kennarann fyrst -vildi bara sinn gamla því hún er svo falleg. Reyndar var hann nú alveg á því í dag eftir fyrsta skóladaginn að nýji kennarinn væri bara alveg ágætur. Vinur hans tilkynnti mér að bekkurinn væri allt öðruvísi núna - það væri enginn að berja, öskra eða meiða!!!......mikið er það nú gott. 

Málningarvinnan gengur nú ekki of vel hjá okkur þessi eilífa rigning er farin að gera okkur frekar langþreytt. En við reddum þessu vonandi fyrir veturinn! En mikið væri nú gott að fá eina rigningarlausa helgi - ætli sé von til þess?

kveð að sinni


Búin að vera löt að blogga í sumar!!

Það er búið að vera svo margt að gera í sumar annað en að sitja og skrifa blogg t.d. facebook ;)

Það helsta sem hefur gerst er að við mæðginin vorum nokkra daga á Akureyri í góðu yfirlæti, gerðum eiginlega ekki neit og nutum þess í botn. Við skelltum okkur á fjölskyldumót inn í fjörð og þar var nú ægilega gaman að venju. Skemmtiatriðin stórgóð (þó.....ég......segi sjálf frá) að öllum þeim aragrúa sem fram kom er það Ungrfú Vaðlaheiði sem verður lengi í minnum höfð. Tounge

Nú kom loksins að því að við fórum að mála húsið, byrjuðum í gær en þá fór að rigna mikið - í dag héldum við áfram -þar til fór að rigna, tókum þá gott hlé fórum svo aftur út þegar rigningin var búin Í BILI!! Þetta lukkaðist samt einhvernveginn og framhliðin að klárast. Nágranninn kom nú samt út og bað karlkvölina blessaðan að hætta að mála hann þyrfti nefnilega að fara að slá og vantaði þurrk!!! Þannig er nefnilega mál með vexti að þegar átti að mála húsið í fyrra var ætlunin að byrja að grunna - en þá byrjaði að rigna og það ringdi og ringdi - í 6 VIKUR.....og þá fór að FRYSTA!!! Við erum aðeins fyrr á ferðinni núna en við öllu búin og byrjuðum því einsog áður sagði á framhliðinni Grin

Hjólaferðum fjölskyldunnar fjölgaði heilmikið við það að frúin fékk sér nýtt hjól - miklu skemmtilegra núna að hjóla - á ekta frúarhjóli með körfu. Eldri sonurinn er bara nokkuð ánægður með gamla frúarhjólið enda er það blátt, herrareiðhjól með slá.

Mun líklega verða aðeins duglegri að skrifa núna þegar styttist í skólann hjá syninum því væntanlega mun eitthvað fréttnæmt gerast þar!!

Kveð að sinnih 

Kveð að sinni


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband