Hann Agli vinur minn!

Prinsinn á ágætan félaga sem heitir Egill - í gegnum árin hefur verið erfitt að beygja nafnið hans rétt. Á tímabili þegar hann heyrði "Agli" - var hann fljótur að leiðrétta mig "hann Egill heitir ekki Agli!!" ........svona einsog börn segja svo oft. En þegar maður er orðinn stór skólastrákur þá fer maður nú að skilja beygingar orða. Í dag var prinsinn að segja mér hvað kom fyrir hann Egil, hann hafði sem sagt dottið illa og meitt sig á fingri........"og svo kom annar strákur og hjálpaði honum Aglari á fætur!"   Tounge

Það var virkilega mikill sigur unnin í kvöld þegar prinsinn skrifaði alveg sjálfur - án þess að fá hjálp (....eða kíkja!!) nokkur orð í skriftarbókina sína. Mikið varð ég nú stolt af drengnum, það er kanski ekki öll von úti með hann! Honum gengur nú líka alltaf betur að lesa þó að enn sé laaaangt í land. En "konan með brúna hárið, sem er einsog amma klifurmús" hún virðist ná vel til hans þannig að hann er á fljúgandi ferð.

Kveð að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er nú gaman að heyra að einhver, sem er með eins hár og Klifurmúsin sé góða að hjálpa Gimmaling mínum!  Bestu kveðjur á Gíslabalann til Ásu og strákanna þriggja.

amma Lilla klifurmús (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband