Vor í lofti!

Þrátt fyrir haglélið sem hefur verið að hrjá okkur annað slagið undanfarna daga þá er komið "vor í loftið" hjá heimilisfólkinu. Karlinn kominn í skúrinn öllum stundum með hundinn með sér og litli prinsinn að verða búin að klippa niður allt limgerðið því honum vantar alltaf "eitt prik enn" til að tálga!! Stóri strákurinn er kominn í eitthvert hlé í skólanum og kerlingin, ég, búin að draga fram hjólið og farin að nota það þokkalega vel......reyndar ekki tilbúin að hjóla í rigningunni .....en svona inn á milli skúra!  Datt jafnvel sú fjarstæða í hug áðan að hjóla í vinnuna á morgun!! 

Í gær fórum við í afmæli til vinkonu Dodda og hann féll algjörlega fyrir einhverju dóti sem hún á og langar ekki í neitt annað núna en "Pet shop" - hinsvegar þá man hann ekki alltaf nafnið því að nokkru sinnum í gær og í dag fengum við að heyra að honum laaaangaði svo í Barbie!?!?! Karlinn faðir hans hefur bent honum á það að þetta sé "stelpudót" (einsog við var að búast Tounge) En prinsinn minn veit betur og svarar föður sínum: "Sooo, mig langar samt í það" sem gleður náttúrulega móðurhjartað.

Yrjan okkar er að standa sig vel en einhver hvolpalæti komin í hana. Reyndar eigum við í smá erfiðleikum með prinsinn - hann er ekki alveg að skilja fyrirmælin sem hann fær - kanski að skilja þau en í hita leikskins þá gleymir maður sér. Þau tvö eru samt hinir mestu mátar og gaman að sjá hve hrifin þau eru af hvort öðru. Eins er nú gott fyrir drenginn að læra að taka tillit til einhvers annars en sjálfs síns Wink 

Sæl að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Á að drífa sig í kuldagallana og koma norður í partý um helgina?      Ef þiðkomið munið þá líka eftir húfum og vettlingum, sakar ekki að hafa föðurlandið með!!!!!!!!!!!  Sumir fara kannske að sulla í Vatninu og geta blotnað þá er gott að hafa nóg af fötum og líka sundföt fyrir heita pottinn kveðja klifurmúsin.

amma Lilla klifurmús (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband