Furðuverurnar í skóginum!!

Í dag fengum við prinsinn að taka þátt í ratleik starfsmanna einhvers dvalarheimilis, við þurftum að bíða lengi eftir fyrsta hópnum- reyndar það lengi að okkur var farið að gruna að það væru íbúar á heimilinu sem væru í ratleiknum en ekki starfsmenn!! Sáum þá fyrir okkur villast í skóginum í hjólastólum og með göngugrindur!! En starfsmennirnir höfðu þá gengið smá villu vega, en voru fljótir að ná áttum og fundu okkur. Við tvö og vinkona okkar vorum í sjóræningjabúningum og gáfum smá vísbendingar sem þátttakendur leystu af hendi með glæsibrag. Þegar síðasti hópurinn var farinn gengum við um skóginn og fundum m.a. norn og öskubusku og prinsinn sem voru að stjórna "dvergakasti"!! Kemur þá ekki gangandi hún Rauðhetta litla með ömmu sinni og um leið birtist við sjóndeildarhringinn tröllkarl einn er kemur gangandi yfir veginn í loðbrók með heljarstórt nef. Dagurinn var því fullur af skemmtilegum uppákomum hjá okkur.

Það var áhugavert að sjá hve vel fólk sem var á gangi tók okkur, við vorum með sítt svart hár, sverð, dökkmáluð um augun, í sjóræningjalegum búningum (alla vega það mikið að þátttakendur sáu strax hverjir voru á ferðinni) en þeir sem gengu hjá buðu kurteislega góðan dag eða rétt litu á okkur einsog við værum ...á flíspeysunni og í gallabuxum!!.......ég hefði ....held ég..... allavega brosað útí annað!!

Yrjan okkar er sífellt að koma á óvart hún er yndisleg í alla staði, hlýðin, þæg og góð. Hún er dugleg að borða og virðist hafa það nokkuð gott. Skítur á einum stað í garðinum og fer í bælið sitt þegar hún vill frið - eins fer hún þangað um leið og hún sér að við eurm að fara út. Nær alveg hætt að pissa inni (ekkert í tvo daga) þannig að einsog ég sagði - algjör draumur Grin Hún var líka voðalega góð með stóra stráknum meðan við hin fórum norður að kveðja afa. Þannig að hann féll líka fyrir henni. Það er bara komið eitt vandamál upp hér - prinsinn er eitthvað að ræða um að hann vilji að móðir hans hugsi um fiskana því hann hafi svo mikið að gera við að hugsa um Yrju!?! Wink

í gær kom ný stelpa í bekkinn hjá prinsinum. Hann tilkynnti þegar heim kom að hún héti Taría María -þegar við foreldrar hans drógum það í efa þá stóð hann fast á því - nafnið hennar er Taría! Ekki nóg með það heldur les hún og skrifar íslensku, þýsku og dönsku! Okkur er farið að hlakka mikið til að hitta þennan snilling - hana Taríu Maríu!  Tounge

Kveð að sinni 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband