Yrja

Þar kom að því!! Við erum víst aftur komin í hundana!! Í dag flutti til okkar tíkin hún Yrja, hún er nú eiginlega hvolpur enn þessi snúlla. Við erum hér uppveðruð og gerum lítið annað en að horfa á hana og leika við hana. Henni virðist líða þokkalega vel hjá okkur. Það er skemmtilegt að sjá hvað hún er nú dugleg miðað við sinn unga aldur en hún kemur þegar kallað er á hana og svo stoppar hún þegar sagt er nei - og það vinnst okkur svakalegur kostur við hana Tounge Prinsinn er nú alveg þokkalega góður með tíkina, reyndar þurfti hann að setja hana frekar oft inn í búrið í dag, eiginlega það oft að við vorum að hugsa um hvort Yrja yrði ekki fráhverf því en sem betur fer vill hún fara þangað inn sjálf.  

Hún er allavega það ánægð hér að hún bæði borðar og drekkur- og kúkar og pissar......á gólfið!!  Crying ....en það verður nú ekki lengi verið að kenna henni rétta siði með það því þetta er afburða gáfað eintak af hundi Wink

Kveð að sinni - voff voff


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar kom að því , sem lengi var búist við .  Gíslabalafjölskyldan komin í hundana. En án gamans, til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn!  Heyrumst fljótlega.

amma Lilla klifurmús (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 07:47

2 identicon

Þá eru þið kominn aftur í hundana. Mér lángar bara að vita hvort hún sé veiði hundur eða kjölturaki  og eða smalahundur.  Er bara að spá í hvaða tegund hún er.  En alla vegana er ein hér á heimilinu sem er til búin að passa hana ef ykkur vantar pössun fyrrir hana, en vonadi gengur þetta allt vel og þið getið komið með hana hingað ef ykkur vantar gistingu hér fyrir norðan bless í billi Fjölskyldan í Lækjarbrekku.

Jóhannes (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 11:55

3 Smámynd: Gíslabala fjölskyldan

Við á Gíslabala þökkum góðar óskir.

Jóhannes - þetta er hvorki veiði- né smalahundur.......en góð blanda þrátt fyrir það. "Pabbinn" er border collier og "mamman" er 50% golden retriver, 25% labrador og 25% boxer = góð blanda  

Við vissum nú alveg að við værum velkomin með hana í Lækarbrekku og að þar yrði hún velkomin í pössun og þökkum fyrir það.

Gíslabala fjölskyldan, 5.4.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband