Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
6.6.2008 | 19:32
Langþráður laugardagur á morgun ;)
Ég ætla að skella mér í Kvennahlaupið á morgun- hef reyndar ekki mikið val þar sem systir mín keypti bol og spurði mig hvort mig langaði að keyra frænda minn í litlu kerrunni eða í vagninum? Ég tel að ég þurfi ekki að ýta vagninum eins mikið - þar sem hann er með stærri hjól og mun því auðvitað ýta vagninum frekar. Ég bruna svo sveitt og sæl með minn gullpening að sækja minn gullmola. Erum svo að hugsa um að skella okkur í Húsdýragarðinn því það er við hæfi að bjóða honum þangað beint úr sveitinni! ..........reyndar verður fyrirtækið sem karlkvölin vinnur hjá með fjölskyldudag þar ;) Mér sýnist sem spáin sé ekki sem best -rok og rigning. En maður lætur það ekkert á sig fá smá vatn hefur aldrei skaðað neinn mikið.
Prinsinn hringdi í kvöld og var þá kominn til ömmu og afa, sæll og glaður. Þau amma höfðu skellt sér í bæinn með lyftunni og keypt einhvern monsterbíl og legóbíl, litabók og liti, jú og tvö ljónasúkkulaði! Það verður því nót að gera hjá þeim í kvöld. Það hefði nú verið gaman ef klifurmúsin og prinsinn hefðu verið svo heppin að spurningarkeppnin þeirra hefði verið í kvöld. Aðrir eins aðdáendur eru vandfundnir - máttu ekki missa af einni einustu keppni. Prinsinn horfði meira að segja á endursýningarna!
Heyrði spennandi fréttir frá prinsinum í dag. Bændurnir voru að kaupa sér nýjan traktor í sveitina. Afi var víst að prófa hann á blettinum við húsið sitt. Þau keyptu sér líka nýja sláttuvél á traktorinn þannig að heyskapurinn verður ekki mikið mál í sumar. Þau þurfa nátturulega að heyja vel í stóðið sitt.
Stóri strákurinn mokaði í dag góða rönd frá húsinu sem á að fyllast með sandi eða möl. Hann var frekar duglegur EN hefði alveg getað slakað á því að það er ein hlið á húsin sem EKKI á að moka frá.......en þar mokaði hann í dag. Við látum hana þá bara vera þannig því að engin okkar nennir að moka aftur ofaní hana. Kom mér skemmtilega á óvart hvað hann var duglegur við þetta.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 22:12
Garpurinn!
Ætlaði að ná á prinsinum í dag - nei, hann var þá á fjálsíþróttaæfingu á Hrafnagili svo lá leiðin í sund. Ég hringdi þá í Nettu bónda og náði henni á nærklæðunum í fataklefa sundlaugarinnar. Netta sagði mér að hringja eftir "fimm". En nei, ekki var hann kominn til hennar þá, hann og frændi hans voru enn ofaní lauginni þegar Nettan kom fram Hún var nú samt afar róleg yfir því enda ekki margt sem æsir hana upp. Auðvitað fór allt vel að lokum og drengirnir komu sér upp úr lauginni og prinsinn hringdi í mig. Það var gott að heyra þegar hann kvaddi mig "Góða nótt mamma, love you baby" Hann ætlar að sofa heima hjá afa og ömmu Lillu klifurmús síðustu nóttina sína fyrir norðan. Afi verður á næturvakt þannig að hann passar Klifurmúsina á meðan. Vona að hann standi sig nú vel við það verkefni en það hefur aldrei talist auðvelt að passa konuna!
4.6.2008 | 22:21
Búin að panta flug fyrir prinsinn suður :)
Jæja þá er það komið á hreint að drengurinn kemur suður um helgina - mikið hlakkar okkur öllum til. Þegar ég sagði honum að ég hefði keypt miða í flugvélina um helgina þá spurði hann: "Mamma, keyptirðu líka sæti fyrir mig?".....jú,jú ég gerði nú ráð fyrir því að það fylgdi miðanum! Hann var ánægður með það og þegar ég kvaddi hann til að rétta pabba hans símtólið sagði ég "Þú verður duglegur því að þú ferð einn í flugvélina. Það fyrsta sem pabbi hans sagði þegar hann var búinn að heilsa var "Nei. nei vinur.......það verða fleiri í flugvélinni!" Já, prinsinn okkar er stundum freeekar bókstaflegur eða alveg á hinum endanum og heyrir ekki né skilur orð af því sem sagt er!! Ég hef reyndar heyrt að þetta sé eitthvað frá mér komið. Það er bara þannig að þá vil ég tala um hæfileika. það eru ekki allir sem geta lokað á að ég tel "óþarfa áreiti" maður verður náttúrulega að velja og hafna hvað maður vill og þarf að vita og heyra mikið.
Í dag römbuðum við hjónaleysin inn í IKEA og sáum þetta fína skrifborð og skrifborðsstól fyrir prinsinn okkar en við vorum í raun að fara að kaupa handa stóra stráknum okkar. En þegar við komum á staðinn og fórum að hugsa: hann býr frítt heima, hann er í vinnu .......þá eiginlega ákváðum við að líklega væri besta að drengurinn sá skellti sér sjálfur í IKEA til að fjárfesta í nýjum stól í stað stólsins okkar sem hann braut. Við erum að byrja að "bíta hann af okkur" því að við nennum ekki að hafa 2 fullorðna karlmenn á heimilinu eftir c.a. 20-25 ár......tala nú ekki um ef þeir verða búnir að gifta sig og eignast börn - sá eldri kanski barnabörn! Það er nefnilega þannig að planið okkar er að fylla húsið af óþarfa drasli sem við og ættingjar og vinir bera hingað heim til okkar. Karlkvölin er nefnilega það sem kalla má safnari í krossferð - hann sér nýtilega hluti í flest öllu, maður veit aldrei hvenær það kemur að notum! Ég hins vegar er ekki langt frá því að vera fast á hælum hans nema hvað mínir safngripir eru í minna lagi - ég er ekki að sanka að mér bílum, snjósleðum, bátum og mótorhjólum. Ég gæti hugsanlega perlað, málað eða prjónað eitthvað á hverjum EINASTA degi næstu 20 árin ÁN þess að þurfa að kaupa mér efnivið.
2.6.2008 | 22:47
Prinsinn farinn að sparka bolta!
Heyrði frá bóndanum fyrir norðan að prinsinn hefði farið á fótbolta æfingu og haldi sig til hlés fyrst um sinn en svo ákvað hann að fara inná og náttúrulega endaði leikurinn á því að hann skoraði sigurmarkið fyrir sitt lið. Líklega hefur hann bolta-hæfileikana frá klifurmúsinni því að eigin sögn var hún afburðargóð í handboltanum í gamla daga. Það hefur reyndar aldrei fengist staðfest!
Frétti að bóndinn hafi sofið yfir sig í dag, veit ekki hvort það var vegna ferðaþeytu eða örmagna af að elta prinsinn um allt. Ég get alveg staðfest að það þarf nú ekki neitt ferðalag til að ég sofi yfir mig! En reyndar segir stóri bróðir minn að hann sjái það á tímanum á færslunum mínum að ég sofi lítið og svo sér hann að ég er alltaf í símanum. En það kemur nú alveg úr hörðustu átt þ.e. þessi símamál mín. Ég heyrði í prinsinum í dag - sæll og glaður í stuttbuxum, búinn að fara á æfingu og í sund í dag. Nú erum við hjónaleysin aðeins farin að finna fyrir því að það er nú bara kærkomið frí fyrir okkur öll að drengurinn hafi farið norður, við búinn að fara út að borða, ég hætt að laga til og við farin að njóta þess að hafa ekkert að hugsa um -nema okkur sjálf og auðvitað stóra unglinginn okkar í forstofuherberginu.
Skjálftinn í dag fór ekki fram hjá mér - ég spratt fram í forstofuherbergi til að tilkynna hann. Ungi maðurinn þar hljóp þá strax í símann til að hringja austur, fékk þær fréttir frá einum bróður sínum þar að skjálftinn hefði ekki verið mikill í Hveragerði því að ekkert heðfi dottið í gólfið! Það er líklega annað mat á skjálftum þar en hér á Gíslabala.
Sá á maili í dag frá Selfossinu að ungu frændur mínir hefðu ekki þurft að taka til í herberginu sínu eftir skjálftann þar sem það hafi verið talið að herbergi bræðranna hafi litið út einsog eftir skjálfta fyrir skjálfta! Trúi því vel þar sem ég hef séð þeirra herbergi og svo eru tvö herbergi í mínu húsi sem oft líta svipað út.
Sæl að sinni
1.6.2008 | 17:59
Meira af hestasveininum!
Ég fékk hringingu þega prinsinn var kominn í sveitina frá örðum bóndanum, þá var hann kominn í körfubolta bak við bæ og því vant viðlátinn. Ég ákvað því að hringja eftir kvöldmat þegar hann væri að fara að hátta svo hann róaðist aðeins við að heyra rödd móður sinnar. Nei, þá voru bændurnir komnir í bíó og prinsinn og frændi hans í pössun á öðrum bæ hjá afabróður þeirra. Þar voru þeir víst hoppandi kátir á trampolíni þegar síðast sást til þeirra!! Í dag hringdi ég til að tala við hann, nei, þá var hann í sundi! Ég náði loks í hann eftir sundferðina og hann gat sagt mér að allt gengi vel, að hann saknaði mín og svo var hann rokinn Ég þarf nú líklega ekki að hafa miklar áhyggjur af honum. Reyndar fékk ég sms frá bóndanum þar sem hann spurði af hverju prinsinn væri ekki með sólarvörn með sér. Þegar ég var hálfnuð með sms til baka sem hljóðaði "Jú, það eru 3 brús....." þá fattaði ég að þetta var kaldhæðni það er víst til sólarvörn í sveitinni. Ég hafði nú bara áhyggjur af litla sunnlendingnum fyrir norðan því hér hefur hann ekki séð mikið til sólar en einsog allir vita er alltaf gott veður fyrir norðan.
bless í bili
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 12:52
Hestasveinninn okkar!
Prinsinn er nú búinn að ráða sig sem hestasvein fram í Eyjafirði. Hann skellti sér norður í morgun með afar stuttum fyrirvara, líklega verður spennandi fyrir bóndann að sjá hvað kemur upp úr töskunum og hvað á að koma .........en kemur ekki! Prinsinn lá enn í bælinu þegar hann var spurður hvort honum langaði norður ALEINN með frænda sínum - hann var ekki lengi að hugsa sig um og sagði strax "Mamma þú setur fötin í töskuna og pabbi þú klæðir mig!" Já ekki hægt að segja annað en að drengurinn sé ákveðinn og með mikið verkvit, við höfum því engar áhyggjur af því að þetta gengi ekki vel. Ég hentist af stað og setti í tösku, pabbi hans gekk nú bara rólegur í burtu því það er nú bara þannig að ef þú ert að ráða þig í vinnu úti á landi er lágmark að þú getir klætt þig sjálfur. Hann nennti nú ekkert að vera horfa á okkur kveðja hann - það kom eitt vink meðan við stóðum úti á plani og svo ekki meir. Við stóðum þarna einsog asnar vinkandi þar til hann hvarf fyrir horn Ég hringdi til að athuga hvernig gengi en þá voru þeir komnir í Hvalfjarðargöngin og allt gekk vel það gekk líka allt vel þegar þeir voru komnir uppí Borgarfjörð. Það verður víst hár símreikningurinn minn ef ég held þessu áfram. Ég hef ekkert heyrt hvernig þeim gekk í Hrútafirði........ætli ég hringi ekki núna á eftir
Við hjónaleysin erum einsog hálfar manneskjur, vitum ekki alveg hvað við eigum af okkur að gera það er svo skrítið að vera barnlaus - þegar okkar prógram er ekki fullskipað. Buðum fram aðstoð okkar hjá frænda á Selfossi en sem betur fer var ekki þörf á okkar hjálp en þau voru að fara austur áðan. Aumingja húsbóndinn þar var að koma frá Kanada og las fréttirnar um skjálftann á Selfossi þegar hann var kominn inn í vélina - líklega var flugferðin lengri að líða hjá honum en mörgum öðrum. Hann fór þó ekki að haga sér dólgslega einsog farþegi sem var með honum í vélinni á leiðinni út.
Sæl að sinni
Vinir og fjölskylda | Breytt 1.6.2008 kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 21:20
Vatnsofnæmi!
Prinsinn skellti sér í bað í kvöld - enda ekki vanþörf á! Hann fór að æfa sig að vera í kafi í baðkarinu og var að reyna að slá persónulegt met sitt sem hann sló í sundi um daginn. Það vildi ekki betur til en svo að eljan var meiri en loftið og endaði tilraunin því frekar illa. Hann sló þó metið sitt og var ánægður með það en tilkynnti mér fyrst að hann væri líklega með ofnæmi fyrir vatni. Þegar hann var inntur eftir hvernig það lýsti sér var hann ekki lengi að útskýra vatnsofnæmi. Það lýsir sér þannig að það er í lagi að fara í sturtu, en ekki bað, það er í lagi að fara í sund því að þá er vatnið úti en það er alls ekki í lagi að drekka vatn -nema það sé gert utandyra! Ég ætla að kíkja á netið í kvöld til að fá frekari upplýsingar um þetta vatnsofnæmi kanski er hægt að taka pillu við þessu?
Ég tók litla frænda með mér úr vinnunni í dag, hann var frekar sáttur við það og sló í gegn á leikskólanum hjá prinsinum þegar við sóttum hann. Svo renndi hann sér nokkrar salibunur í rennibrautinni við skólann en fannst einn 7 ára drengur frekar seinn á sér þannig að hann sparkaði í rassinn á honum! Á meðan hann var hér var stóri bróðir hans að ná sér í þriðja sætið á karatemóti-hann kom svo með verðlaunapeninginn því til sönnunar til að sýna okkur. Afskaplega ánægður drengurinn sá.
Á morgun mun prinsinn koma fram á vorhátíð leikskólans, hann ætlar að syngja og spila á trommur. Verður meira að segja uppá klæddur í búning. Ekki amalegt að fara að sjá hann. Erum reyndar búin að sjá þessa sýningu einu sinni - á útrskriftarkvöldinu - og var það afskaplega áhugaverð uppákoma......sérstaklega þegar prinsinn tók það uppá sitt einsdæmi að breyta atriðinu!!
Karlkvölin er kominn heim að austan, ægilega kátur yfir því hve vel allt gekk og ekki síður vegna þess að hann fékk forsetahjónin og nokkra fréttamenn í kaffi til sín og svo hitti hann gamla kunningja úr björgunarsveitinni sinn. Hann var náttúrulega ánægðastur yfir því að ekki var mikil þörf fyrir hann og félaga hans í Hveragerði.
Jæja - nú ætla ég að kanna hvernig prinsinn hefur það eftir ofnæmiskastið sitt!!
29.5.2008 | 22:08
Fimmtudagurinn 29.maí
Í dag á hún Sigga frænka mín 50 ára afmæli - vona að hún hafi átt virkilega góðan dag og enn skemmtilegri afmælisveislu í vændum. Ég ætlaði að senda henni skeyti en vegna anna við að ná í ættingja fyrir austan fjall ......þá gleymdist afmælið hennar Siggu frænku
Ég tók náttúrulega ekki neitt eftir skjálftanum í dag - enda á öruggu svæði samkv. Ara Trausta - segi nú ekki að rétt þegar hann var genginn yfir þá fattaði ég hvað hafði gerst, þetta var víst ekki gegnumtrekkur! En samstarfkona mín sem sat úti á stórum steini var seinni að fatta hvað hafði gerst, hún snéri sér snöggt við þegar steinninn hristist og spurði "hver hrissti steininn!"
Ég renndi að ná í soninn í leikskólann og ekki hefði hann tekið eftir neinu nema vegna þess að einn starfsmaðurinn hljóp öskrandi fram að hurð!
Eldri strákurinn var í Hveragerði og það var freeeekar erfitt að bíða eftir að ná sambandi við hann. Frændur mínir á Selfossi sem ég á heilmikið í voru hressir þegar í þá náðist, annar hafði verið á fótboltaæfingu en hinn sat inni í tölvunni! Gott að vera svona "cool" Mamma þeirra var einnig hress en þegar skjálftinn kom þá var hún að keyra undir Ingólfsfjalli og hélt að dekkið hefði farið undan bílnum .....þangað til hún sá grjóthrunið í fjallinu. Þau voru öll frekar kát, en áttu mikið verk fyrir höndum að sópa upp öllu sem haðfi fallið í gólfið.
Karlkvölin mín var kallaður til björgunarstarfa og var kominn hálfa leið í Hveragerði þegar hann mundi eftir spúsu sinni og syni heima og dröslaðist til að tilkynna breytta dagskrá hjá sér. Við bíðum spennt eftir honum hér heima. Vona bara að hann taki stóra strákinn með sér hingað heim.
kveð að sinni
......viðbætur við þessa færslu:
Jón er kominn heim. Selfyssingarnir okkar komnir til Reykjavíkur en karlkvölin mín enn fyrir austan.
p.s. miðlungurinn hans Lumma hljóp fram að glugga þegar skjálftinn reið yfir og kallaði "Pabbi, pabbi það er dreki að ráðast á húsið okkar!" ........mikið held ég að litli bró þurfi að fara að endurskoða sjónvarpsáhorfið hans JR!!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 23:04
15 ára afmæli í dag!
Í dag eru 15 ár síðan ég útskrifaðist úr FÍ -ég fattaði það reyndar ekki alveg strax að þessi merkisdagur væri í dag. Hringdi í karlkvölina til að fá smá hamingjuóskir, honum þótti þetta merkilegt afmæli þannig að hann bauð mér í helgarferð til Berlínar........reyndar hafði ég nú haft pata af henni en hann fékk í dag að vita hvenær ferðin yrði farin hjá fyrirtækinu. Ekki get ég kvartað undan þessari góðu "afmælisgjöf" ;) Vonandi verður hann ekki í vandræðum með að toppa gjöfina á næsta ári þegar ég verði fertug Merkilegt hvað það hljómar betur að verða fertug heldur en fjörtíu ára. Tala nú ekki um hvað það lítur betur út á prenti að skrifa fjörtíu með bókstöfum heldur en tölustöfum! !
Ég þóttist ætla að halda uppá afmælið í dag - en karlkvölin skrapp austur fyrir fjall að starta bílnum hans pabba síns skrapp svo heim með karlinum og frænda sínum og frænku - hann í heimsókn frá Ameríku og hún frá Noregi þannig að ég get nú ekki verið fúl. Ísinn sem mig langaði í í tilefni dagsins.......með lúxusdýfu og lakkrískurli verður að bíða um sinn............hef kanski bara gott af því?
Prinsinn er orðinn mikill sundgarpur - einsog selur í vatninu og það er nóg að nefna orðið "sund" og þá er minn farinn að pakka og á leiðinni! Í daglegu tali milli foreldranna þar sem lítil eyru blaka nálægt þá er það orð aldrei sagt fyrr en ákveðið er að skella sér í laugina. Við tölum um "S" orðið í staðinn.....svo er bara að bíða þar til það gengur ekki lengur -hann er nú ekki það vitlaus.
Stóri strákurinn hefur ekki sést heima hjá okkur í 2 vikur þar sem hann er að hjálpa til fyrir austan, en það er víst von á honum næstu daga enda tími til kominn að drengurinn fari að vinna fyrir planaðri New York ferð sinni seinna í sumar.
þá er bara eftir að kveðja að sinni
p.s. ertu búin að kíkja á síðuna hans JBG í dag......frekar fyndið
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2008 | 14:59
Sonurinn veikur!
Það var hringt í mig í vinnuna í dag úr leikskóla sonarins - hann lá þar víst fyrir með mikinn heilaverk (að eigin sögn). Það vildi svo óheppilega til að ég var stödd úti í skógi að setja upp ratleik fyrir elstu börnin á mínum leikskóla þannig að ég gat ekki hlaupið til og sótt prinsinn. En þegar ég var aftur komin á leikskólann minn gat ég skutlast og náð í þennan með heilaverkinn!! Hann var þá bara orðinn frekar hress - kominn út að leika. Ákvað samt að taka hann heim - við erum eiginlega hvorugt alveg viss hvort hann sé veikur/leiður eða bara latur! Allavega erum við heima núna. Ég er að passa mig að það sé ekki of skemmtilegt því ef leiðinn er að hrjá hann má hann alls ekki komast upp með að gera þetta aftur. Hann situr núna og er að "læra" hann fékk nefnilega verkefnabók með sér heim í seinni skólaheimsókninni sinni sem var í gær. Hann fékk líka þennan fína bakpoka með nafni skólans og hin hlið pokans var skreytt auglýsingu frá Krónunni!!
Í gærmorgun þegar við mæðginin sátum yfir kornfleksinu og skoðuðum Blaðið rak ég augun í mynd af nöktu fólki á reiðhjóli og spurði prinsinn hvort við ættum ekki einhverntímann að gera svona og benti á myndina. "Nei" hann hélt nú ekki "fólkið á myndinni var ekki með hjálm!"
Litli bróðir minn rak nefið inn hér áðan og skildi bílinn sinn eftir - hann var á leið frá Spáni .......eða á leið til Ameríku - er ekki alveg viss hvort var!! Hann ætlar að skella sér með vini sínum og móðurbróður okkar. Skildist á sálfræðingnum sem verður með í för að það eina sem er bannað í ferðinni sé táfýla!! ´
Jæja - ætla að kíkja á þennan með heilaverkinn
kveð að sinni