Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Öskudagurinn o.fl.

Við mæðginin klæddum okkur upp í tilefni dagsins - sá litli í spiderman-búningnum en mamma hans sem norn.  Við vorum víst óþekkjanleg og fannst það ekki leiðinlegt.  Nabba frænka þekkti ekki systur sína nema á hattinum -sem hún á sjáf.  Nabban var klædd og máluð sem sjóræningja-ljón og vakti mikla lukku.  Við systurnar eigum ekki langt að sækja þá "vitleysu" að klæða okkur upp á öskudaginn því hún mamma okkar gerði það líka.  Ætli við verðum ekki eins þegar við erum farnar að nálgast eftirlauna aldurinn - nema ég veit ekki alveg hvort við myndum klæða okkur einsog mamma!!

Í kvöld borðuðum við systurnar saman vegna þess að báðir "karlarnir" okkar voru að vinna - litla systir bauð mér uppá þetta fína pasta með beikonostasósu.  Strákarnir gæddu sér á pizzu.  Sá yngsti fékk svo klippingu að afloknum kvöldverði.  Honum leist mátulega vel á klippinguna.  Fannst ekkert gaman að sjá ljósu-engla-lokkana falla en þegar maður er farinn að líta út einsog lítil falleg stúlka þá er tími til að gera eitthvað í málinu - sérstaklega er maður er stór og flottur strákur.  Hann hefur líklega hugsað eitthvað svipað og frændi sinn eftir klippinguna um daginn þegar hann sagði: Mamma, þú ert búin að eyðileggja hárið mitt"!!

Um daginn fóru prinsinn okkar og stóri prinsinn í Dvergabyggð í sund með okkur hjónaleysunum.  Sem er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi - nema það að í sundi hittum við strák sem heitir Jökull.  Þegar eldri prinsinn kom heim til sín og var að segja mömmu sinni frá sundferðinni - sagði hann: "Mamma, við vorum að leika okkur við strák sem heitir Klaki!"   


Mamma á afmæli í dag!

Mamma mín á afmæli í dag - mamma sem á okkar heimili er betur þekkt sem "amma Lilla klifurmús" hefur haldið í næstum heilt ár að hún sé ári eldri en hún er!!  Þvílíkur bömmer þegar hún fattaði það því hún var farin að telja niður til ellilaunanna og sér fram á að þurfa að bíða árinu lengur!!  Mikið væri gott ef allir væru svona rólegir yfir aldrinum.  Það var bara allt fínt að frétta af gamla settinu þarna norðan heiða - ég var að segja henni að hún ætti von á smá pakka í kvöld þegar hún minnti mig á að ég væri nú þegar búin að gefa henni gjöf!!  .......ég sleppi því bara afmælisgjöfinni á næsta ári - ef ég man.

Litli prinsinn var alveg þversum þegar ég sótti hann á leikskólann og var ekki alveg á því að fara beint heim - en eftir að hafa fengið að róla aðeins þá var skapið orðið betra - orsök geðvonskunnar kom í ljós þegar við vorum komin heim því hann lagðist uppí sófa og sofnaði - alveg búinn eftir daginn.  Hann hafði verið mikið úti í dag og klessti víst á tré því hann var allur rispaður í framan - nefið og hakan.  Hann hafði nú samt þá skýringu að sólin hefði rispað hann!!

Nú er eldri sonurinn loksins búinn að laga til í herberginu og allt orðið frekar fínt þar - en mikið var nú erfit fyrir hann að laga til.  Hann varð samt alsæll þegar það var búið og hélt uppá það með því að fara í sturtu Grin.........var kanski bara svona sveittur eftir átökin.

Litla systir talar ekki um annað en hann Snorra sinn þessa dagana hún er svo ánægð með hann - þvílík sæla að eiga hann - bara algjör bömmer að hann rennur út eftir 30 daga - en hún er að vinna í því á fullu að fjármagna Snorra sinn svo þau verði óaðskiljanleg um alla framtíð - alla vega meðan hún er í KHÍ.  Ég fékk eina með mér til hennar til að kynnast honum Snorra og mikið varð hún ánægð með hann - langar núna mest til að eignast sinn eigin Snorra.  Skil bara ekkert í því að hann sé ekki meira á ferðinni eða betur kynntur - hefur alla vega alveg farið fram hjá mér.  Það að setja upp í tölvuna sína forrit sem les upphátt það sem þú skrifar og les einnig texta sem er valinn er náttúrulega bara hrein snilld fyrir lesblint fólk.  Heather er víst líka góð en hún les allt á ensku fyrir hana.

Jæja -nú er komið að því að sinna prinsinum sem er vaknaður af værum dúr. 


Dverga pass o.fl.

Nú verð ég að fara að verða duglegri að blogga finnst mamma er búin að finna út hvernig hún á að skoða bloggið okkar.

Við eyddum föstudeginum og laugardeginum í að passa litlu frændur okkar í Dvergabyggð og haldið þið að sá litli hafi ekki tekið uppá því að verða veikur.  Hann ældi nokkru sinnum yfir sig og svo auðvitað yfir frænku sína og sófann!!  Að auki fékk hann þessa fínu kúlu á ennið - þannig að hann var ekki í góðu ásigkomulagi þegar foreldrarnir komu til baka.  Ætli við fáum nokkuð að passa aftur!!  En sem betur fer þá náu foreldrarnir því að slappa vel af í bústaðnum og soooooofa lengi en það var víst aðal markmið ferðarinnar.  Sá litli er víst eitthvað að skána sem betur fer og þau eru úthvíld til að takast á við veikindin sem verða því miður líklega eitthvað næstu daga.  

Nú er sá litli og pabbi hans í sundi meðan ég sit heima og veit ekkert hvað ég að gera því það er svo sjaldan sem ég er ein heima.  Eldri sonurinn er sem betur fer sofandi inni í herberginu sínu en  ég segi sem betur fer því í gær ætlaði hann að flytja að heiman.  Hann varð eitthvað fúll þegar honum voru settir afarkostir með umgengnina um herbergið sitt - eitthvað fauk í drenginn - hann fyllti Krónu-poka af fötum og gekk út.  Hann kom reyndar aftur heim -eftir c.a. 3 mínútur því þegar hann var að ganga sá hann að líklega yrði bara betra að vera og taka til.  Hann hefur reyndar ekki gert það en við bíðum spennt.  Við erum víst afskaplega þreytandi foreldrar því við tuðum ENDALAUST við hann um umgengnina - en það verum við að gera því ekki megum við taka til og ekki nennir hann því!!  Næsta skref hjá okkur er að tala við "sálann" okkar og fá hjá honum ráð til að fá barnabarn systur sinnar til að fara að taka til - ráðin hans hafa reynst okkur vel í gegnum tíðina.  

Nú er 112 dagurinn í hámarki og við fjölskyldan erum að fara að kíkja á félaga okkar í Smáralindinni og sjá hvað þeir eru að gera. 

"Mamma, hvernig finnst þér bloggið okkar?" 


Forgangsröðunin!!

Í öllu fárinu yfir að ísskápurinn gaf upp öndina þá gleymdist eiginlega þvottavélin - eða hún var geymd í smá tíma.  Svo þegar hann "afi Diddi" var búin að tengja ísskápinn svo vel fyrir okkur snéri ég mér aftur að þvottavélinni sem var búin að vera biluð í smá tíma - og hvað haldið þið - aumingja vélin var dæmd "dauð" um kl:16:00 í dag!!!  Þá var ekki annað í stöðunni en bruna í Elko eftir vél sem húsbóndinn hafði séð á netinu og leyst svona gasalega vel á.  Ég er því einnig orðin stoltur eigandi af  Candy þvottavél Grin  Það besta við vélina er að hún er topphlaðin og ekki skemmir að hún er alveg afskaplega nett.  Ég er því í algjöru hamingju flippi þessa dagana - drekkandi vatn með klaka og þvæ þvott á milli glasa - en það var nú samt eiginlega komin tími á endurnýjun heimilistækjanna.  Við erum svo gasalega róleg í tíðinni - gamla Rafha eldavélin er á sama aldri og húsbóndinn - rúmlega fertug þannig að það er ekki einsog við séum að endurnýja á hverjum degi!!  En hún á nú eftir að standa sig lengur - þó ekki væri nema af gömlum vana!!

Við mæðginin brugðum okkur í heimsókn uppí Hvalfjörð í dag - og gleði vinanna við að hittast var mikil - það var afskaplega kátt í kotinu þar.  Að lokum voru börnin send út með snjóþotur.  Fljótlega fundu þau samt annað sem var meira spennandi - það var nefnilega stór pollur þarna nálægt sem dró þau að sér og þau voru ekki lengi að verða gegn drepa!!!  Þetta var alveg ljómandi skemmtileg ferð en mikið var ég nú stressuð að keyra í Hvalfirðinum - fljúgandi hált alla leiðina.  Ég er orðin alltof góðu vön þar sem salti er stráð um allar götur hér og afar sjaldan hált.  Verð samt að segja að ég var nú pínulítið glöð að vera á nelgdum - en í ár er fyrsti veturinn í mörg, mörg ár sem bíllinn er á nelgdum dekkjum - ég hélt að ég myndi finna meiri mun!!

Jæja - nú er nýja vélin búin að þvo - og ég með tómt glas - kveð í bili og sný mér að heimilistækjunum mínum Wink


Nýr ísskápur!!

Maður er nú ekki lengi að sannfæra betri helminginn um nauðsyn góðra heimilistækja umfram góðra mótorhjóla .......NOT - nema í þetta sinn.  Ég er semsagt stoltur eigandi ísskáps sem stendur í kassa á miðju eldhúsgólfinu.  Svo á ég góða systur sem hefur eignað sér svo góðan afa - að hún er búin að redda því að afi "hennar" ætlar að hjálpa okkur að koma ísskápnum fyrir í eldhúsinu okkar Grin  Ég er nú svo ánægð með að nýji skápurinn er kominn í hús að ég er alveg sátt þó hann verði ekki settur upp strax - enda á ég slatta af límbandi til að loka hinum gamla með.  

Við vorum alveg að tapa okkur yfir leiknum í kvöld - og á loka mínútunum gat ég ekki meira - gekk um gólf og var ekki mönnum sinnandi - gat ekki horft.  Þetta var grátlegt - en svona gengur þetta víst Crying

Það er verst að í fjölskyldunni eru 6 danir ....eiginlega 7 með þessum bróður mínum sem býr í DK maður er því ekkert mikið að tjá sig við um leikinn við þau - enda skilst mér að það séu erfiðustu leikirnir fyrir þau þegar Ísland og Danmörk eru að keppa - vita ekki alveg hverjum þeir eiga að halda með.  Annars heyrði ég í vinnufélaga mínum áðan og hún var alveg með það á hreinu hvernig við hefðum unnið - verst að hún er ekki landsliðsþjálfari!!!....... Whistling

Jæja nú er um að gera að skella sér snemma í draumalandið -kom nefnilega við á bókasafninu í dag  og þá er svoooooo gaman að fara að sofa á skikkanlegum tíma .......allavega að fara í rúmið og núna bíður indjáninn hans Jóns Gnarr eftir mér- vona bara að hann verði góður!!! 


Hárlitun!!

Snillingnum mér fannst dagurinn í dag endilega vera dagurinn til að lita hárið.  Eftir nokkrar tilraunir til að fá tíma í litun ákvað ég að þetta væri nú s.s. ekkert erfitt verk að framkvæma sjálf.  Skellti mér í apótekið og skoðaði liti - braut einn sjampóbrúsa í leiðinni - ekki í fyrsta sinn sem ég geri það.  Litaspjöldin með gervihárunum voru nú ekkert sérstaklega spennandi en svo sá ég einn og spurðist fyrir hvort kerlunar þarna þekku þennan lit.  Mikið rétt, ein kannaðist við litinn (gruna hana reyndar um að lita hárið á sér sjálf) og sagði hann frekar dökkan.  Ég lagði því ekki í hann og skellti mér í hina búðina í bænum - Bónus.  Þar fann ég þennan fína lit - reyndar frekar dökkan að sjá - en hann hét eitthvað ......brun - ákvað að skella mér á hann því ég var líka orðin of sein að sækja drenginn á leikskólann og ekki vill ég styggja leikskólakennarana Tounge  Við sonurinn tókum okkur svo til er heim var komið að skella brúna litnum í hárið - eftir mikið dúttl og langan biðtíma (sem sonurinn nýtti til að þvo á sér tærna .....ásamt gólfinu ÖLLU!! -var tekið til við að skola úr hárinu - vatnið varð fallega brúnt þannig að ég var frekar góð með mig.  Þegar ég leit í spegilinn sá ég að hárið var frekar dökkt - en af langri reynslu veit ég að hárið sýnist alltaf dekkra þegar það er blautt....en.....það var sama hvað ég þurrkaði það varð ekkert ljósara!!!  Hárið er SVART!!!  Ég er ekki alveg búin að ná mér og geng stóran krók framhjá speglunum í húsinu - einsog mér hefu nú alltaf fundist gaman að horfa á mig í spegli Whistling

Ég vona að ég verði búin að ná mér á morgun - ljótt að þurfa að hringja sig inn veika eða ganga með húfu allan daginn!!!  Karlkvölin er reyndar afskaplega ánægður með litinn á hárinu á mér - en sem betur fer þarf ekki mikið til að gleðja greyjið.  Yngri syninum finnst mamma sín alltaf "bara falleg" þannig að ég verð að hugsa til þeirra meðan ég geng um meðal manna á morgun!!

REYNDAR - held ég að karlinn þurfi að vera sérstaklega góður við mig því hann kom heim í dag og sýndi mér mynd af mótorhjóli sem honum langar til að kaupa hand mér!!!! .....sorry....mig langar bara miklu frekar í nýjan ísskáp. 


Langt síðan síðast!

Ég er ekki alveg að standa mig í blogginu - litli bróðir í DK verður að fá fréttir - en eftir að hann kveikti í hendinni á sér þá er hann farinn að hanga svo mikið á netinu að hann verður að fá eitthvað að lesa.

Við héldum þetta fína matarboð í gær með úrvals nautakjöti sem var svo meirt og gott að það bráðnaði í munni okkar.  Gestirni voru himinsælir enda komu þeir á þorrablót .......héldu þau!  Húsbóndanum fannst ekki merkilegt að gefa þeim súra punga og hákarl þannig að það var forrétturinn - ásamt góðum sopa af íslendingi!  Súkkulaðikakan í eftirrétt var sko alveg að gera sig - það endaði með því að diskurinn var sleiktur svo ekkert færi nú til spillis.

Við vorum svo ánægð með kjötið því að við bjuggumst alveg eins við að við þyrftum að naga "skósóla" en sem betur fer er gott að leita í smiðju afa á Akureyri og fá eldunarleiðbeiningar.  Það var reyndar líka mikil spenna þar yfir hvernig kjötið yrði - þau hafa líklega ekki sofið í nótt fyrir spenningi Devil

Litli prinsinn var vakandi fram yfir miðnættið í svaka stuði - hann sofnaði um leið og eyrað snerti koddann - veit ekki alveg hvernig hann gat vakað svona lengi því hann hafði verið í afmæli að deginum til og þar var mikið fjör.  En eldri heimilismönnum til mikillar ánægju er prinsinn farinn að sofa allar nætur í 

Jæja nú er víst tími til að fara að hætta því ég er að fara að pakka - sjálfboðaliða "vinnan" mín kallar á minn tíma - við erum nefnilega að flytja úr húsnæðinu okkar og í annað sem er betur staðsett og býður uppá meiri möguleika og meiri sýnileika - spennandi að sjá hvernig það þróast. 

..........ahh -þarna var ég heppin -matargestirnir frá í gær voru að koma að ná í bílinn sinn - nei hann var ekki bilaður ....... Whistling...... og þau sögðu mér að flutningurinn yrði líklega ekki í dag heldur seinna í vikunni - við erum nefnilega húsnæðislaus í hálfan mánuð - en sem betur fer er góð björgunarsveit í bænum sem bjargar okkur í "krossinum" í smá tíma í þessum hrakningum.

 


Afi kóngur með einn og hálfan fót!

Hann frændi minn í Dvergabyggð er svo mikill snillingur - þegar hann var að tala við ömmubróður sinn um daginn um það að afi kóngur hefði lærbrotnað spurði hann: "Er hann þá með einn og hálfan fót"?   Ekki nema von að honum hafi fundist það nokkuð "lógískt"!!?!?!?!

Prinsinn á heimilinu fór í dag í sitt vikulega sund - með mömmu sinni.  Þegar hann var að klæða sig byrjað lítil stelpa að gráta og ekki kom móðir hennar neinu tauti við hana.  Sá stutti horfði lengi á þessar mægur - en samskipti þeirra gengu ekki vel - grátur og skammir - þá segir hann HÁTT og SKÝRT - "Mamma, eru þetta ekki krókódílatár!!"..............hvar hefur hann heyrt þetta áður?!?! Wink

Núna erum við familían búin að versla okkur ferð til DK til að heimsækja litla bróður og fjölskyldu í vor.  Stóri strákurinn okkar var ekki spenntur að koma með - hann átti um tvo möguleika að velja:

Vika í DK að heimsækja vini og vandamenn!

Vika einn heima!   ...........eh......ehhh................."HEIMA" Grin 

Ætli maður hefði ekki viljað það sama á hans aldri - enginn heima, bíllinn til reiðu, ekkert eldað heima.....o.fl. spennandi. 


mánudagurinn 8. jan.

Nú er gamla settið farið norður og þau voru svo almennileg að taka pakka með sér - tengdapabbi spurði þau hvort þau gætu ekki tekið pakka með sér - og var það auðsótt mál - en pakkin var í stærri lagi .........það var karlinn sjálfur Tounge en hann var víst bara ágætis ferðafélagi þannig að þetta var hið besta mál.

Gribba litla systir mín hringdi svo glöð í mig í dag til að segja mér hvað hún fékk í prófinu í kennaraháskólanum og það var bara svakalega flott einkunn hjá stelpunni - ég held ég hafi varla fengið svona hátt og er ég ekki lesblind - fyrir utan það að skólinn minn var ekki kominn á háskólastig þegar ég var í honum!! - til hamingju systir góð.

Þegar ég var að segja bróður mínum í Dk frá snjónum fyrir norðan á msn-inu þá gerði ég innsláttarvillu og skildi hann ekkert hvað var að gerast á landinu.  Ég gleymdi að setja n í snjóinn sem liggur yfir öllu fyrir norðan!  Ég hafði í setningunni á undan sagt honum að mamma og pabbi væru uppá Öxnadalsheiði - hann var fljótur að leggja saman tvo og tvo og (og fékk út úr því fimm einsog svo oft þegar hann er að flýta sér) hann fékk það út að þau væru að flýja uppá heiði undan sjónum sem flæddi yfir allt norðurland Grin

Við erum búin að finna út hvað var að miðstöðinni í bílnum - við vissum að hún tæki ekki inná sig straum - en vissum ekki af hverju - allir búnir að skoða og spekúlera hvað þetta væri - svo við gáfumst upp og fórum með bílinn á verkstæði - og þar fann einhver snillingur út hvað var að - það tók hann þó góðan tima að gera það - en bilunina má rekja til þess að öryggið var ekki sambandi við miðstöðina!!!!........da.........daaaaaaaa......!!!!!!    Og við sem hlóum að gömlu konunni með biluðu ryksuguna - greyjið hafði bara gleymt að setja hana í samband!!!!



Helgin!

Við fjölskyldan fórum fylktum liði í Landakotskirkju í gær til að vera við skírnina hjá litla frænda.  Kaþólsk skírnar athöfn er mjög ólík þeirri sem við eigum að venjast - mjög gaman að sjá það.  Litli frændi fékk þetta fína nafn - Christopher Jakob Rosento heitir drengurinn.  Hann heitir í höfuðið á ömmu sinni og afa og eru þau afskaplega hamingjusöm með það.  Veislan á eftir var meiriháttar - kökur upp um alla veggi, fullt af gestum og flugeldasýning undir stjórn björgunarsveitarmanns.  Eitthvað voru terturnar stærri en gengur og gerist -sérstaklega þær sem voru sprengdar - og var okkur ekki farið að lítast á blikuna þegar þyrla kom aðvífandi!!

Það þarf alltaf að vera að gefa fólki gælunöfn og þegar 2 sinnum var búið að kalla hann Christopher Jakob - Krissa litla - þá sagði pabbi hans hátt og skýrt að það mætti alls ekki kalla hann neinu gælunafni.   Afinn var nú ekki lengi að finna annað nafn - hann skyldi nú bara vera kallaður "Jakob Histoher" (lausl.þýðing: Jakob Hérogþar) 

Þegar við komum heima gerðumst við mæðginin sófadýr þar til miklar sprengingar fóru að heyrast utandyra - þá örkuðum við út með rest og kláruðum flugeldana - sá yngsti fékk ekki nóg þannig að við brugðum á það ráð að fara í gönguferð.  þegar heim var komið - langt gengin í miðnætti - bjuggum við til súkkulaði, kláruðum smákökurnar og fengum okkur restar úr skírnarveislunni - afi og amma komu um leið þannig að miðnætursnarlið varð að smá fjölskylduveislu.

Afi kóngur datt á föstudaginn og lærbrotnaði - hann hafði verið með gamla fólkinu í rútuferð uppi í fjalli en þegar hann var að ganga inn ganginn sinn þá skrikaði honum fótur.  Afi var svo drifin í aðgerð og nelgdur saman.  Hann hefur það nú bara þokkalegt miðað við aldur - en okkur var nú ekki farið að lítast á blikuna í gær þegar hann var sagður útskrifaður og fannst svo ekki uppá Seli.  Eftir mikla leit fanns karlinn á gjörgæsludeildinni - og var það nú gott því við vorum að hugsa um hvort við þyrftum að láta auglýsa eftir honum!  Auglýsingin hefði hljómað eitthvað á þá leið:  93 ára,  lærbrotinn og ný-nelgdur karlmaður hvarf að sjúkrahúsinu í dag.  Hann sást síðast klæddur hvítum serk sem er opinn að aftan!!.............en sem betur fer fannst hann nú fljótlega. 

Afa Kóng fannst eitthvað lélegt að verið væri að láta hann fasta fyrir aðgerðina - hélt að þetta væri nú bara sparnaðarplott - til að sleppa við að gefa honum að borða Tounge  

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband