11.1.2009 | 22:44
Fjallganga í dag!
Já, nýja árið er tekið með trompi á þessu heimili, við lögðumst í fjallgöngu í dag...eða kanski svona frekar "fell" göngu því Reykjafell varð fyrir valinu. Prinsinn var duglegur að ganga upp og blés ekki úr nös, þóttist reyndar þreyttur - þegar nestið hans kláraðis - og sveittur faðirinn og andstutt móðir ákváðu á stundinni að samþykkja óskina um að snúið yrði við rétt neðan við efstu brún ;) Það var því ákaflega glaður og léttur á fæti ungur prins sem hljóp niður á undan foreldrum sínum!! Ætlunin er að taka mun meira nesti með í næstu ferð, það verður að endast upp á topp. Annars eru það náttúrulega við foreldrar hans sem þurfum aðallega að æfa okkur - ekki hann því það er stefnan hjá okkur að ganga á Hvannadalshnjúk í vor með vinnufélögum mínum og bíðum við spennt eftir fyrstu sameiginlegu gönguferðinni. Frúin hefur verið dugleg að ganga nýju skóna sína til en betur má ef duga skal alla leið upp á hnjúkinn!
Sólarhringurinn á þessum bæ er aðeins að mjakast í rétta rás þ.e. við erum farin að sofna á skikkanlegri tíma og aðeins léttara að vakna, en enn má bæta sig og stefnan er að um næstu helgi verði allir búnir að jafna sig á jólafríinu og þeim "ósiðum" sem þá voru teknir upp = vaka leengi og sofa enn leeegur!
Nú þegar flestir eru að minnka bloggið þá er stóri bróðir húsbóndans farinn að blogga, sá er nokkuð skemmtilegur enda er meira pláss á blogginu þegar allir eru komnir á facebook Endilega kíkið á karlinn en slóðin er: http://urgur.blog.is/blog/urgur/ Ég hef verið að hvetja litla bróður hans til að fara að blogga og veit að nafnið surgur er laust á blogginu - þeir yrðu flottir "urgur og surgur"! En miðað við hve "duglegur" hann hefur verið á þessari síðu ...er ég ekki alveg viss hvernig gengi með surgið! Hann hefur allavega nægar skoðanir og því ekki að fá smá farveg til tjáningar á blogginu...eldhúsborðið er ekki alltaf besti staðurinn ......þetta var illa sagt!
Stóri strákurinn og félagi hans eru nú mikið að æfa sig í að spila á gítar - til skiptis "luftgítar" og minn gamla kassagítar. En við það hefur áhug prinsins vaknað á að stofna hljómsveit með vini sínum og meðan tveir tvítugir spila á "luftgítarinn" (tengdan sjónvarpinu) spila tveir sex ára pjakkar mikið á hljómborðið í stofunni og afrískar trommur - það er eiginlega ekki líft hér í húsinu þegar allir spila í einu. Sem betur fer hættir spileríið venjulega rétt fyrir kvöldmat sem hefur gert það að verkum að enn erum við "gömlu" enn ekki alveg búin að tapa okkur. Við spyrjum okkur annað slagið hvort við ættum að stoppa þetta af...eða leyfa þessu spileríi að þróast og ....þá ....vonandi batna....eða?
Sæl að sinni
1.1.2009 | 17:39
Gleðilegt nýtt ár 2009
Árið 2008 á heimavelli var frekar viðburðarsnautt hjá okkur. Þ.e. ekki mikið markvert sem gerðist en það er líka bara ágætt. Það helsta sem gerðist var að prinsinn hóf skólagöngu og mamma hans útskrifaðist (aftur) úr skóla og er komin með háskólagráðu ;) Meira að segja er karlinn enn í sömu vinnunni sem getur talist til frétta því hann hefur verið duglegur að skipta um vinnustaði. Vonandi verður hann sem lengst á þessu stað því að honum líkar vel - og svo eru náttúrulega horfur ekki góðar!
En svo eignuðumst við frænda á árinu sem er markvert . . . . eitthvað meira gerðist . . . . jú, tengdamamma fór í hjartaaðgerð og á meðan voru allir með "hjartað í buxunum" en sem betur fer fór allt vel og hún er bara þokkalega hress kerlingin.
Að venju fór frúin ég :) tvisvar til útlanda á árinu. . . . .en karlkvölin var heima á meðan! Stóri strákurinn skellti sé til NY með félaga sínum og gekk allt þar vonum framar. Prinsinn hefur fengið áhuga á að lesa enda sér hann marga kosti við það m.a. að hann geti farið einn til útlanda, helst til London, því þá getur hann lesið götuskiltin og vitað þar með hvar hann er staddur. Mamma hans leggur því mikla áherslu á lestrarnámið því ég get ekki hugsað til þess að ef honum dytti í hug að skella sér út að hann villist - ólæs drengurinn!!
Gleðilegt nýtt ár
27.12.2008 | 15:02
Jólin voru góð að venju
Ég sé að það er frekar langt síðan ég skrifaði hér á síðuna en það má að einhverju leyti skrifa á jólaundirbúninginn þó svo ég hafi ekki alveg farið yfirum. Eiginlega var jólaundirbúningurinn helst þannig að afslappelsi og rólegheit voru í fyrirrúmi sem skýrir það að karlinn stóð uppí stiga um kl:16:00 á að fangadag að setja upp ljós í stofuna og í eldhúsið. Mikið hefði verið gaman að fá ljósin fyrr því að þá hefði frúin tekið eftir að það að sleppa miklum þrifum í eldhúsinu -hafði ekki verið svo góð hugmynd? En það koma nú dagar eftir jól sem nýta má til þrifa. Flotta ljósið í stofunni er með passlegri birtu
Jólin voru yndisleg að venju, stóri strákurinn var hjá mömmu sinni en við karlinn og prinsinn áttum góða daga, fórum í kaffiboð til tengdó á jóladag og var svo boðið í afganga hjá litlu sys í gær. Tertan góða sem ég bakaði fyrir jólin átti að fara á jólaborðið hjá tengdó, en nei þar var svo mikið að henni var skellt í ísskápinn! Þá var hún tekin næsta dag með til litlu sys, en nei ekki féll hún í góðan jarðveg þar, þótti bara alls ekki góð!!.... þannig að ég, karlinn og prinsinn fórum lúpuleg heim með rúmlega hálfa tertu, sem við höfðum þó borðað - og erum að gera þriðju tilraun með hana í dag þegar vinir okkar ofan úr Hvalfirði reka inn nefið. Vona bara að þeim þyki marensterta með miklum rjóma og "hörðum" marens góð. Við eigum þá eitthvað annað handa þeim því að þeir bræður bökuðu 3 sortir fyrir jól sem voru afskaplega góðar þó svo hollustan hafi verið í fyrirrúmi - þ.e. bakað úr heilhveiti. Ef það gengur ekki þá brjótum við bara piparkökuhúsið og étum það!!
Jólapakkarnir sem sendir voru norður með Flytjanda fóru smá krók, á aðfangadag voru þeir í góðu yfirlæti á Ísafirði!! Skilst að það sé ekki mikil von að fá þá fyrir áramót, gjafirnar voru nú eiginlega ætlaðar til "notkunar" um jólin þannig að þær fara fyrir lítið. Man það næst að senda með einhverjum öðrum. Amma getur t.d. bara pakkað gjöfinni strax niður og tekið hana upp um næstu jól, afi getur hugsanlega dundað sér við að naga konfektið en ég vona bara að mamma og pabbi fari ekki að láta sér detta í hug að borða hreindýrapate-ið frá litlu sys!! En annað verður hægt að nota........vonandi!! Ætti eiginlega að senda afmæliskort norður og láta setja á pakkana í staðinn
Gleðilega "jóla-rest"
19.11.2008 | 22:46
Mamma, trúir þú á Guð?
....þessa spurningu fékk ég í gær frá prinsinum. Ég gat nú ekki neitað því, spurði á móti hvort hann tryði á Guð? "Já, ég trúi á Guð, en ekki sama Guð og þú, heldur á útlenskan Guð." Ég spurði þá hvaða útlenska Guð hann væri að tala um. ......jú, hann trúir sem sagt ekki á íslenskan Guð, heldur á danskan Guð!?!?! Svo sagði hann "Mamma Sv. og Sö. vinir mínir þeir fóru á trúa á Guð í frímínútunum í dag" .....og þessu fylgdi glott þess sem hefur lengi trúað á sinn DANSKA Guð!!!
Þegar útlönd voru svo rædd frekar þá klikkti hann út með að hann skyldi sko aldrei fara til "Téneríííffffe" því að þar væri sko ljótur karl Sv. vinur hans hefur sofið þar eina nótt og hann sá karlinn!" .......ég veit stundum ekki alveg hvað ég á að segja, halda eða trúa um prinsinn minn, hann kemur mér svo oft á óvart.
kveð að sinni
19.11.2008 | 22:11
.....sonurinn stundum að gera mig gráhærða!!
Síðasta föstudag hringdi kennar sonar mín í mig til að segja mér að prinsinn og vinur hans hefðu verið gripnir við að sparka í húdd á bílum við skólalóðina!! Ég fékk einnig að vita að foreldrar væru ábyrgir fyrir öllum skemmdum sem börnin yrðu völd að - eins sagði hún mér að ég ætti að minnka nammipeningana hans svo hann gerði sér grein fyrir því að borga þyrfti fyrir skemmdir sem hann yrði valdur að. Ég spurði einsog asni....."eru þetta margir bílar?" Jú, þeir voru víst fleiri en einn, eins hafði hann verið að ýta á takka til að opna bíla - talnalás. Þá spurði auminginn ég " voru þessir bílar á skólalóðinni"...... Nei, þeir voru fyrir utan hana. Aftur spurði ég aumingjalegrar spurningar "fer hann oft út fyrir skólalóðina?".....Nei, ekki oft en það kemur fyrir, það er svo erfitt að fylgjast með öllum. Þá spurði ég einsog asni "En heldurðu að nammipeningarnir, sem hann reyndar fær aldrei myndu duga fyrir skemmdum"......Nei, kennarinn taldi nú tjónið mun meira en það, sérstaklega þar sem þessir ungu menn hefðu verið að sparka í húddin! Reyndar hefðu tvær stelpur verið með þeim, en enginn vissi hver þær væru, ekki heldur þessir ungu afbrotamenn!!
......já, það var svo sem ekki mikið að gera en að hringja í húsbóndann og segja honum frá þessu, hann taldi að ég (í móðursýkiskasti) ætti nú ekki endilega að selja bílinn á leiðinni heim, ekki heldur að kennarinn hefði eitthvað um það að segja hvernig við ráðstöfuðum (nammi)peningunum okkar. Eins taldi hann sterkan leik að ég myndi bíða á meðan skemmdir væru skoðaðar áður en ég færi alveg yfir um. Þar sem ég var stödd í verslun í bænum þegar símtalið kom gat ég ekki farið uppí skóla fyrr en c.a. klukkutíma síðar, þegar þangað var komið var enginn við þ.e. EKKi kennarinn, Ekki stigstjórar og EKKI skólastjórinn!! Átti ég semsagt að bíða fram á mánudag.....eða átti ég að nýta tímann á meðan að öngla saman peningum fyrir skemmdum?? Þar sem hugmyndaflug mitt á sér engin takmörk þá VARÐ ég að hringja heim í kennarann.....enda var hann líklega þannig séð enn í vinnunni. "Heyrðu.......þetta var ekkert, það sást ekki á neinum bíl, enda var það stuðarinn sem sparkað var í (J'A'A'A, STUÐARINN!!) og stigstjórarnirn voru búnir að skamma drengina báða (heyrði ekkert um hvort dömurnar hefðu verið skammaðar) og þetta væri því ekkert mál, allir glaðir og sértaklega sonur minn sem mætti 20 mín. of seint í tíma (vegna rannsóknar og skamma) og hefði samt verið einn af þeim fyrstu með stærðfræðiverkefnið. .........nú vissi ég ekki alveg hvort ég ætti að vera ánægð með hvað hann væri nú duglegur í stærðfræði, óánægð að hann færi út fyrir skólalóð og sparkaði í bíla, ánægð vegna þess að einhver annar en ég væri að skamma hann, óánægð að hafa ekki verið látin vita að skemmdirnar "væru ekkert mál" EÐA!?!?!?!?
...................þannig að ég skellti mér bara í þann gír að nefna þetta með nokkuð vel völdum orðum við prinsinn, hann lofaði að GERA aldrei neitt slíkt aftur og svo héldum við bara heim á leið á bílnum OKKAR sem við áttum, eigum og munum eiga áfram Mér varð hugsað til þess þegar hann valdi sér laugardagsnammi degi seinna fyrir kr. 58 hvort ....helmingurinn...29 kr. sinnum 52 = kr. 1508 væri ekki freeekar léleg árleg-afborgun uppí húdd....jafnvel nokkur!!
5.11.2008 | 22:48
Stóri strákurinn tvítugur 6.nóvember!!
Vááá, hvað tíminn líður hratt. Litli strákurinn sem ég kynntist þegar hann var rétt 4 ára verður 20 ára á morgun! Veit ekki alveg hvað tímanum leið! Hér á heimilinu hefur verið mikið leynimakk í gangi því að við höfum mikið reynt að láta sem við munum ekki neitt hvaða dagur er á morgun. En höfum verið á fullu að undirbúa daginn. "Bakaði" í dag uppáhalds kökuna hans sem heitir því frábæra nafni "uppáhalds kaka barnanna"...eða eitthvað á þá leið. En kakan sú hefur verið "bökuð" reglulega fyrir hann í gegnum árin, enda í algjöru uppáhaldi. Hún er þannig að súkkulaðikremi og mjólkurkexi er raðað lagskipt í formkökumót, látin standa í ísskáp í c.a. 12 tíma og voilaaa - kakan er tilbúin!!
Í kökuna fer slatti af eggjarauðum þannig að ég bakaði marensbotna úr hvítunum, hann þurfti náttúrulega endilega að sjá það og vildi fá að vita af hverju ég væri að því, jú, ég var að baka fyrir basarinn!! Ég held reyndar að hann viti alveg hvað er í gangi en hann er bara svo góður að hann vill ekki skemma leynimakkið fyrir okkur hinum.....hefur líklega jafn gaman að því.
Litli prinsinn var í afmæli í dag og kom heim í sykurrússi, þegar það brá af honum þá var hann tilbúinn að setjast niður og semja sögu í sögubókina sína. Það gekk nú heldur vel því að hann "fann bara söguna í höfðinu á sér" einsog hann orðaði það. Dugnaðarforkurinn kláraði að skrifa alla söguna á met tíma og gerði það bara nokkuð vel. Amma lillaklifurmús vildi endilega fá söguna hér á bloggið og hér kemur hún:
Ég fór í ferðalag. Ég heiti rugludallur. Ég sá sporðdreka og ég sá mömmu mína lifna aftur við. Ég átti 4 kærustur, ein vinnur í slökkviliðinu, ein vinnur á lögreglustöðinni, ein vinnur á sjúkrahúsinu og hin var tvisvar sinnum fótbrotin og einu sinni handarbrotin.
Veit ekki alveg hvaðan hann hefur þetta hugmyndaflug?
Kveð að sinni
24.10.2008 | 17:39
Pizzaveislur....helgi.....eftir helgi!!
Síðasta föstudag þegar leit út fyrir að partýið væri ekki lengur á dagskrá fórum við mæðginin hjólandi á grænmetismarkaðinn okkar og keyptum fullan poka af grænu-nammi. Einsog venjulega var mikill asi á drengnum - eiginlega aðeins of mikill þannig að móðir hans kallaði frekar hastarlega á hann og sagði honum að STOPPA!!! Það gerði hann náttúrulega EINSOG SKOT þannig að pokinn með kartöflunum rifnaði og þær skoppuðu um alla götuna! Þegar búið var að týna þær upp og við næstum komin heim að húsa sáum við hvar vinur hans var mættur, hann hafði -að við héldum- laumast fram hjá ömmu sinni og stungið af í partýið. En þegar við fórum að grenslast fyrir kom í ljós að drengurinn hafði hringt til Berlínar til að klaga ömmuna og fengið um leið leyfi til að fara í partý Það voru því alsælir vinir sem eyddu kvöldinu saman yfir pizzu, poppi og fanta -og auðvitað var frostpinni í eftirrétt. Sonur minn var líklega sælli en venjulega því hann sá fram á gulrætur, brokkolí og kartöflur í kvöldmatinn!
Nú er prinsinn aftur í pizzupartýi en nú með handboltanum, eftir æfinguna í dag var farið að gúffa í sig pizzum yfir vídeói. Hann hlakkaði til alla vikuna og enn frekar til næstu viku en þá verður hann í vetrarfríi alla vikuna. Fríið hans verður skipulagt þannig að hann verður með pabba í vinnunni, svo með mömmu í vinnunni svo í pössun hjá Nöbbunni sinni og eitthvað hjá stóra bróður sínum!! Skemmtilegt að vera svona í fríi!! Ég sé hann í anda vera í tölvunni hjá pabba sínum, ég þarf líklega að leyfa honum það líka hjá mér-eða kveikji á sjónvarpinu. Hann hangir líklega í tölvunni hjá Nöbbunni og svo horfir hann á sjónvarpið heima hjá stóra bróður! Það er akkúrat á þessum dögum sem ég vildi gefa mikið fyrir að vera kennari - ekki leikskólakennari.
.............talandi um það -á morgun, laugardag þá útskrifast ég með B.ed. gráðuna sem ég var að rembast við um síðasta vetur Í tilefni dagsins ætla ég ekki að gera neitt - enda löngu útskrifuð, nema það að vinkona mín ætlar að bjóða mér, karlinum, prinsinum og fleirum í mat (ath. tilefnið er EKKI útskriftin heldur það að) hún er að koma suður. Fimm barna móðurinni fannst nú ekki mikið að bjóða tveim frændum mínum með, sem við verðum að passa. Ég sé fram á ÓVENJUfjörugt laugardagskvöld - og er þegar farin að hlakka mikið til.
Prinsinn er nú orðin mun betri í skák en um síðustu helgi, hann lítur oft glottandi upp í miðjum leik og segir "Mamma, nú ertu að leggja gildru fyrir mig, er það ekki" ....hann er eiginlega þegar orðinn betri en mamma hans, sem rétt kann mannganginn. Afi kóngur ætti að vera ánægður með drenginn sinn núna
17.10.2008 | 17:40
Kósíkvöld í kvöld!
Við mæðginin vorum búin að bjóða einum vini prinsins í partý til okkar í kvöld og því var afar vel tekið. Strákarnir búnir að vera spenntir alla vikuna og enduðu á því í dag að koma við í búð til að versla inn fyrir partýið - popp og kók, pissu og íspinna. En þegar við skiluðum vininum heim þá var komið annað hljóð í skrokkinn! Amman sem var að passa var búin að ákveða að ekkert yrði úr partýinu því hún vildi sjálf vera með sinn heima við - og ég ætti nú bara að ræða þetta við móður piltsins þegar hún kæmi frá útlöndum!! Ætli ég sé ekki bara svona óábyrg að sjá! Því ég reyndi að malda í móinn og sagði þetta nú ekkert vera merkilegt, bara pizza og svoleiðis og allt búið um kl:21:00 -enda piltarnir ekki nema 6 ára. En nei, því var ekki viðkomandi að fá kerl...... til að skipta um skoðun. Það voru því lúpuleg mæðgin sem gengu frá húsinu og enn lúpulegur vinur sem smeygði sér fram hjá ömmunni þar sem hún stóð valdsamleg við útidyrahurðina...........en.........sem betur fer er prinsinn mun tilbúnari en móðir hans að fyrirgefa og þegar hann kom heim hafði hann vit fyrir kerlingunni móður sinn og sagði að þetta væri allt í lagi - við ættum bara að frysta allt þar til næstu helgi og vera með partýið þá. Hvernig færi ég ef án hans ;)
Karlkvölin er að skemmta sér í kvöld og ætlar svo að skella sér á sushi-námskeið á morgun - hann er afar spenntur fyrir því en spenningur minn er í minni kantinum, ég sé fram á sushi í öll mál! Kanski þetta verði upphafið að því að ég fari að borða það.........mmmm.......eða..NEI!!
Við mæðginin ætlum að hafa það huggulegt á meðan og stóri bróðir líklega líka. Við ætlum ekki að gera neitt nema það sem er skemmtilegt og það er ákveðið að við byrjum á léttri skák því prinsinn er heillaður af því núna og kann mannganginn vel ..........nema.......honum finnst afskaplega óréttlátt að ekki megi drepa kónginn!..........er það ekki annarrs öruggt?
Skák og mát!!!
6.10.2008 | 22:55
Helgin var bara þokkaleg
Við getum nú ekki annað en verið þokkalega ánægð með helgina og Göngum til góðs, held að flestir hafi nú gert sitt besta, við fengum alla vega næstum því alveg nógu marga sjálfboðaliða til að "taka bæjarfélagið" En auðvitað fundum við fyrir því að fólk var að gefa minna og við fengum mikið "klink". Enda er það svo vel skiljanlegt vegna þess að fréttirnar um komandi helgi með Göngum til góðs féllu í skuggann af öðrum og stærri fréttum. Auðvitað voru stjórnarmenn á fullu að ganga í hús og flestir tóku göngumönnum vel. Söfnunarstjórinn sjálfur -ÉG ;) - fór að ganga og lét ólétta systur mína standa vaktina fyrir mig á meðan, þegar ég og gömul vinkona sem var með mér í stjórn vorum hálfnaðar að ganga eina stóra götu snérum við okkur að verslunarkjarna til að sjá hvort ekki væri meira að hafa þar með minni fyrihöfn - og mikið rétt, þarna fóru hlutirnir að gerast. Miðað við allt erum við bara þokkalega ánægð með GTG. Prinsinn gekk með pabba sínum og gekk bara þokkalega vel hjá þeim þar til þeir komu heim til eins vinar hans, þá ákvað sá litli að verða eftir og láta karlinn klára göturnar sem eftir voru. Stóri strákurinn gekk líka nokkrar götur og var bara þokkalega ánægður með það .........sérstaklega þegar söfnunarstjórinn kom færandi hendi með nýjar kleinur handa honum
Þannig að gangan sem átti að sameina íslenskar fjölskyldur í göngu til að sameina fjölskyldur í Kongó varð þannig hjá Gíslabalafjölskyldunni að pabbinn gekk, sá eldri gekk aðrar götur, prinsinn var heima hjá vini sínum og frúin var í söfnunarstöðinni og gekk svo götur (og verslunarkjarna) í hinum enda bæjarins!!.......við sameinuðumst þó liggjandi fyrir framann imbann um kvöldið - uppgefin á sál og líkama ..........en jafnframt glöð eftir góðan dag.
Enn er ekki planaður fundur þessa vikuna....nema smá stefnumót í dag sem gekk vel og stóð stutt yfir. Ákvað eftir stefnumótið að doka við eftir karlkvölinni svo hann þyrfti ekki að fara í strætó heim. Eyddi góðum tíma í Góða hirðinum við að skoða bækurnar þar - fór svo að sækja karlinn. En NEI, NEI hann var þá ekkert á leiðinni heim, var að fara á fund og búin að redda sér kvenmanni til að skutla sér heim!! Þannig að við mæðginin brunuðum til litlu sys og co. og svo til tengdó. Þau gömlu voru að gera að kjöti útí skúr og prinsinn var ekki lengi að segja við afa sinn "Afi, hvaða dýr varstu að skjóta?" Jú, afi svaraði með semingi að þetta væri nú lamb, "Vá, afi, hvað skaustu mörg lömb"? Þegar inn úr skúrnum kom sá hann svo þessi dýrindis svið á eldhúsbekknum sem voru tilbúin til matar. Ekki leyst prinsinum vel á það (enda af pizzu kynslóðinni) og vildi ekki einu sinni smakka. Hann var heldur ekki lengi að tilkynna pabba sínum þegar hann kom heim að :"afi og amma eru að borða þrjá hálfa hausa af litla lambinu í kvöldmat"! Þið hefðuð átt að sjá svipinn á prinsinum þegar pabbi hans sleikti út um og sagði að tungan væri nú best!
Hurðu, ég kem víst til með að útskrifast nú í haust frá HÍ. Þannig að ég þarf ekki að kenna neinum um ritgerðarklúðrið. Frekar flott að útskrifast aftur með sömu fagmenntun og ég gerði fyrir c.a. 15 árum en öðrum skóla og hækka ekki um krónu í laun! Mikið á sig lagt.....eða bara svona gaman í vinnunni og skólanum!
Litli bróðir minn fékk þá flugu í höfuðið að við tvö ættum nú bara að taka slátur í haust, hann hefur trölla trú á systur sinni. Ég hef ekki eins mikla trú á honum því að hann er þekktur "skreppari", alltaf er hans þörf annars staðar en hann þarf að vera á. Ég sé mig alveg í anda sitja hér í blóð og lifrarpolli grenjandi í símann til að fá hjálp frá mömmu minni vegna þess að hann þurfti "aðeins" að skreppa einn túr!! En það er að mótast hjá okkur ný hugmynd með sláturgerðina - erum að melta hana aðeins betur......læt vita þegar planið er komið lengra á veg.....
Grunnskólaganga prinsins gengur þokkalega en auðsjáanlegt að hann er alinn upp með mikilli þjónustu því hann er ansi gleyminn á skóladótið sitt. Í dag gleymdi hann íþróttafötunum sínum, gammosínunum sínum, flíspeysunni, regnjakkanum og regnbuxunum sínum í skólanum. En hann mundi eftir að skila vini sínum nestisboxinu sem var í tösku prinsins! Til að líta á björtu hliðarnar þá verð ég að segja að ég er ákaflega glöð að sjá hann í lok dags því þá fyrst veit ég hvort hann hafi munað eftir að setjast uppí skólabílinn, fara úr honum, fara inn í stofuna sína og svo í selið eftir skóla. Það merkilega er að ég var viss um að skólataskan týndist á fyrsta degi - en nei, alltaf hefur hún komið heim. þó hún sé stundum tóm!!
1.10.2008 | 23:24
Göngum til góðs
Eru ekki allir að fara að ganga á laugardaginn - það ætlum við Gíslabalafjölskyldan allavega að gera. Enda höfum við gengið nokkur sinnum áður. Prinsinn var keyrður um allt í vagninum í fyrstu göngunni! Hann fer að verða nógu stór til að ganga bara sjálfur. Meira að segja ætlar stóri bróðir hans að ganga. Kerlingarkvölin - ég - þykist nú bara ætla að vera söfnunarstjórinn í bæjarfélaginu! Og það er farið að krauma freeeekar mikið stress í frúnni! En okkur hefur nú gengið þokkalega að fá fólk til að ganga, stjórnin hefur svo reddað restinni
Er að hugsa um að liggja í leti alla næstu viku og ekki mæta á einn einasta fund - því þessa vikuna voru/eru bókaðir 5 fundir! Og til að auka stressið sem er að komast í hámark vegna mikillar fundarbókunar og GTG-söfnunarinnar þá fékk ég póst frá kennaranum mínum um að hann hefði ekki fengið lokaritgerðina mína sem ég skilaði í byrjun september!!! Hann á að skila inn einkunn á morgun ........ég "flaug" heim úr vinnunni til að redda málunum - sendi hana í tölvupósti og það slapp fyrir horn. Reyndar ætti hann nú þegar að þekkja hana vel og er líklega löööngu búinn að ákveða hvað ég fæ fyrir hana - er bara að vona að hann bæti 0,5-1,0 við .......vegna.......álags Hann var reyndar voðalega góður við mig og sannfærði mig um að ég ætti ekki neinn þátt í þessum mistökum -það væri frekar við hann og skólann að sakast - ég kenni engum um......nema ef ég fell þá veit ég alveg af hverju það er