Hér er bakað og bakað!!

Við ætlum að leggja okkur öll fram við að eiga sem flestar tegundir af smákökum þessi jólin - eða alla vega svona slatta. Núna eru komnar 5 tegundir í bauka um allt búr. En það er aðallega vegna þess að núna eigum við þessa fínu hrærivél sem léttir okkur óskaplega mikið lífið .....gerir það skemmtilegra. Reyndar er strax farið að ganga verulega á tvær sortirnar en þá bökum við náttúrulega bara meira eða eitthvað annað!

Um daginn í piparkökubakstrinum þá var prinsinn að teikna litla engla í hveitið á bekknum. Hann segir þá stundarhátt: "mamma, þú veist að afi kóngur er í kjól!" "Ha!" ´ - "Já, eru ekki allir jesúar í kjól?"   Já, honum þykir ekki lítið til afa heitins Ragnars koma Grin

Núna þegar "skórinn út í glugga" dæmið er allsráðandi þá hefur komið upp sú staða á þessu heimili að þrátt fyrir hótanir og sögur um kartöflur í skóinn þá hefur prinsinn bara fengið eitthvað fallegt dót - foreldrar hans eru í virkilega mikilli tilfinningapressu og virðast ekki geta gert það sem þau vilja helst - það er að kartafla dúki upp einn daginn!!  Við erum að safna upp kjarki....og kanski....einn daginn!!!!!  ..........annars er prinsinn náttúrulega alveg svakalega góður, blíður og ljúfur drengur, hann er ekki óhlýðinn viljandi-bara alveg óvart. Hann er ekki óþægur heldur stundum þreyttur og illa fyrirkallaður ........á ég að halda áfram.........  Tounge

kveð að sinni 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú getur haldið kökubasar til styrktar Rauðakrossinum .....bara uppástunga!!!!

mamma (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband