mánudagurinn 8. jan.

Nú er gamla settið farið norður og þau voru svo almennileg að taka pakka með sér - tengdapabbi spurði þau hvort þau gætu ekki tekið pakka með sér - og var það auðsótt mál - en pakkin var í stærri lagi .........það var karlinn sjálfur Tounge en hann var víst bara ágætis ferðafélagi þannig að þetta var hið besta mál.

Gribba litla systir mín hringdi svo glöð í mig í dag til að segja mér hvað hún fékk í prófinu í kennaraháskólanum og það var bara svakalega flott einkunn hjá stelpunni - ég held ég hafi varla fengið svona hátt og er ég ekki lesblind - fyrir utan það að skólinn minn var ekki kominn á háskólastig þegar ég var í honum!! - til hamingju systir góð.

Þegar ég var að segja bróður mínum í Dk frá snjónum fyrir norðan á msn-inu þá gerði ég innsláttarvillu og skildi hann ekkert hvað var að gerast á landinu.  Ég gleymdi að setja n í snjóinn sem liggur yfir öllu fyrir norðan!  Ég hafði í setningunni á undan sagt honum að mamma og pabbi væru uppá Öxnadalsheiði - hann var fljótur að leggja saman tvo og tvo og (og fékk út úr því fimm einsog svo oft þegar hann er að flýta sér) hann fékk það út að þau væru að flýja uppá heiði undan sjónum sem flæddi yfir allt norðurland Grin

Við erum búin að finna út hvað var að miðstöðinni í bílnum - við vissum að hún tæki ekki inná sig straum - en vissum ekki af hverju - allir búnir að skoða og spekúlera hvað þetta væri - svo við gáfumst upp og fórum með bílinn á verkstæði - og þar fann einhver snillingur út hvað var að - það tók hann þó góðan tima að gera það - en bilunina má rekja til þess að öryggið var ekki sambandi við miðstöðina!!!!........da.........daaaaaaaa......!!!!!!    Og við sem hlóum að gömlu konunni með biluðu ryksuguna - greyjið hafði bara gleymt að setja hana í samband!!!!



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband