26.10.2009 | 16:46
Endurskinsmerkin í Nýja Kaupþing banka!!!
Í allt haust hef ég verið að brýna fyrir börnunum í leikskólanum mikilvægi endurskinsmerkja. Nýji Kaupþing banki auglýsti gefins merki í dag og því datt okkur í hug að ganga í næsta útibú og næla okkur í endurskinsmerki. Við gengum glöð af stað með hópinn okkar, spennt að fá merki því í auglýsingunni stendur að "allir geti nálgast endurskinsmerki" og að þetta sé átak til að brýna fyrir börnum og fullorðnum mikilvægi endurskinsmerkja - En viti menn!! Þegar í bankann kom þá kom í ljós að merkin væru bara handa börnum í fylgd með foreldrum/forráðamönnum og væru bara alls ekki fyrir fullorðna!!! Þar sem ég telst fullorðin og er hvorki foreldri né forráðamaður barnanna í leikskólanum þá gengum við öll út án þess að fá eitt einasta merki og þegar maður er 4 og 5 ára þá er það ekki skemmtilegt. Sem betur fer þá gengum við fram hjá Rauða kross deildinni í bænum og þar áttu þau til endurskinsmerki handa okkur svo að nú sjáumst við öll í skammdeginu þegar við mætum í leikskólann, förum heim og erum úti við seinni part dags. En þó við sjáumst þá veit ég ekki alveg hvort ég vilji að bankinn sjái mig og er að hugsa minn gang, kanski fær einhver annar banki bara að sjá mig
Kveð að sinni því ég er að fara út að ganga með NÝJA RAUÐA KROSS endurskinsmerkið mitt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sammála heldur vildi ég skreyta mig með Rauðakross-endurskinsmerki, en banka sem tímir ekki að gefa leikskólabörnum merki, nema þau komi í fylgd forráðarmanna. Hefði ekki verið betra að útrásarvíkingar og aðrir af sömu sort hefðu komið í fylgd foreldra eða afa og ömmu þá væri skaðinn ekki svona ferlegur ???????? Ja það er ekki sama Jón og séra Jón hjá "KAUÐAþingi"! En blessuð börnin fá að gjalda, þegar gömul svín valda!!!!!
Mútter (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 20:16
mkið eru þið mægur orð heppnar, vil að ég hefi smá af þessari orðheppni ykkar. hvað sem því líður þá er ég samála ykkur.
mamma tak fyrir að hafa svona góða húmor.
kv Arna
Arna (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 20:47
Takk Arna mín! Þetta gleður mitt gamla hjarta!!!!!
mamma (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.