Þegar prinsinn keypti harmonikku!!!

Í dag skelltum við okkur í bæinn til að gefa öndunum brauð. Það hafði safnast aðeins of mikið í frystinn hjá okkur af andabrauði. Feðgarnir voru svo lengi að gefa öndunum að þær voru orðnar gæfar í restina, sérstaklega gæsirnar sem þeir klöppuðu í gríð og erg! Eftir Tjörnina fórum við uppá Skólavörðustíginn og ætluðum að skella okkur í kjötsúpu en gáfumst upp þegar við sáum raðirnar við pottana. Við tókum stefnuna á Laugarveginn en á leiðinni kíktum við inní hljóðfæraverslun þar sem prinsinn var við það að taaaaapa sér - hann fékk leyfi til að prófa ALLT sem honum langaði til, hann fékk leiðsögn um búðina og fróðleik um hljóðfærin, eins kenndu þeir honum hvernig ætti að spila á nokkur hljóðfæri.......svona alla vega aðferðina við það. Þegar hann tók sér svo trommur í hönd bræddi hann báða karlana sem voru að vinna því þeir sögðu "Sko kappann, hann hefur rythmann í sér"...........það hefur hann líklega ekki fengið frá foreldrum sínum!!......ekki frekar en hestabakteríuna! Tounge Þar sem starfsmennirnir voru svona gríðarlega vingjarnlegir var erfitt að neita syninum um litla munnhörpu sem hékk á bandi sem haft er um hálsinn - og hægt er að spila á. Hann gekk því afar sæll og glaður niður Laugarveginn og alveg niður á Ingólfstorg spilandi á munnhörpuna sem hann kallaði harmonikku!!  Rétt í þessu var ég að spyrja hann hvað hljóðfærið hans héti - mann langar nú til að heyra hve mikill snillingur hann er því að auðvitað erum við búin að vera að reyna að leiðrétta þetta hjá honum. Ekki stóð á svari - hann á þessa fínu munnVÖRPU!!!!!!!

kveð að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Harmonica er raunar enska orðið yfir munnhörpu, svo litli pjakkur er nú ekki jafn vitlaus og einhver hefði haldið.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.10.2009 kl. 23:42

2 identicon

Alltaf flottur Gimmalingurinn.  En hvernig líkar tíkinni við munnhörpuleikinn. Man vel spangólið og kattarbreimið í Spólu og  Skjólu sem ekki voru aðdáendur afa hans, þegar hann "þandi" nikkuna!!!!!!!! (og ég svo sem ekki heldur óhætt að skrifa þetta, því karlinn les aldrei neitt á netinu)!

amma Lilla klifurmús (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 11:34

3 Smámynd: Gíslabala fjölskyldan

He he, hann leynir kanski á sér (- einsog amma hans segir alltaf). Hann hefur vitað þetta allan tímann með enska orðið = harmonica ;)

Gíslabala fjölskyldan, 25.10.2009 kl. 19:39

4 Smámynd: Gíslabala fjölskyldan

Tíkin lætur munnhörpuleikinn ekki fara í taugarnar á sér. Pabbi hans er orðinn þreyttur en ég þoli þetta alveg enda með starfstengdan hæfileika = loka fyrir hávaða (sérstakur hæfileiki sem leikskólakennarar koma sér upp

Gimmalingurinn verður góður á harmonicunni með afa sínum á harmonikkunni :)

Gíslabala fjölskyldan, 25.10.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband