Kosningavalkvíði!!

Húsmóðirin er haldin alvarlegum valkvíða vegna kosninganna!! Reyndi mitt besta að ákveða mig áðan með því að fara á kosningakompásinn á mbl.is og þar varð niðurstaðan að ég ætti að kjósa Borgarahreyfinguna!! .......þessi niðurstaða kom mér nú verulega á óvart og ég veit ekki hve mikið mark er takandi á henni? Kanski þetta sé bara málið! Annars er ég að reyna að vera dugleg og taka sjálfstæða ákvörðun og er því að horfa á kosningasjónvarp .....en.... svei mér þá ef þæfingin er ekki meira spennandi?

Yrjan okkar er alveg yndisleg og ég ætti nú að demba inn myndum af henni - það er nú ekki einsog ég eigi engar Tounge hún er einsog hugur manns en stundum fara ærslin í henni og prinsinum smá í taugarnar á karlkvölinni minni - en þau verða nú að fá að leika sér saman "hvolparnir okkar" Annars er varla hægt að tala um ærsl - þau leika sér bara saman, hnoðast á gólfinu og hvorki hávaði né læti í þeim greyjunum.

Ég er orðin algjör þæfingarfíkill!! Þæfi hér kúlur, krúsidúllur, bangsa og blóm kvöldin löng Grin .........veit samt ekki hvort þetta sé eitthvað sem ég legg fyrir mig eða hvort þetta sé svona smá áhugaflensa sem ég er þekkt fyrir að fá samanber: leirmótun, að renna leir, tálga, skrautskrift, prjónaskapur, hekla, ræðumennska, háskólanám, akvarell, olíumálun o.fl. o.fl.......en það er bara svo margt skemmtileg.......að maður verður að prófa.... InLove

kveð að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Prófaði líka og lenti á Borgarahreyfingunni og leist reyndar ekki á!  Eða þannig.  Þetta er nú ansi skemmtilegt samt sem áður og ef fleiri vilja reyna ættu þeir ekki að hika, því maður sér alveg hvernig flokkarnir  raðast í sætin hjá manni.  Sjálfstæðisflokkurinn var í neðsta sæti hjá mér. eftir könnunina.

múttta (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 16:43

2 identicon

Hæ nota einfalda leið. Það eru nokkrir örigiri nn og nokkrir að berjast um að komast inn, þannig hvern viltu fá inn af þeim.  Systir þú verður bara að finna þan sem þú vilt hjálpa inn.  Með kveðju úr goðaveðrinu sjáumst um helgina.  Litli bróðir.

Jóhannes Jakobsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband