Flensan að fara með húsbóndann!!

Karlkvölin á þessu heimili liggur nú tíunda daginn í röð í flensu - beinverkir, hiti, mikill hósti og uppköst hafa verið að hrjá hann undanfarna daga. Hann fór reyndar í vinnuna í dag en hringdi um miðjan dag og bað mig að sækja sig. Á leinni heim þurftum við að stoppa á einum stað .....Sick....jÉg verð nú að segja að ég er voðalega dugleg að stjana við hann í þessum veikindum. Enda má segja að eftir að ég lét hann fara með rusl í sorpu, kaupa kjöt á grillið og grilla það rétt áður en hann fékk pabba sinn til að keyra sig til læknis - vegna þess að ég vildi ekki fara með hann með vindverk til læknis á laugardegi - og sjúkrabíllinn sótti hann vegna þess að botnlanginn var sprunginn þá hef ég bara þegjandi og næstum hljóðalaust gengið til allra þeirra verka sem af mér er krafist í veikindum húsbóndans Tounge .................ég vildi að ég væri eins góð að fyrirgefa og hann er.

Við prinsinn erum alvarlega að hugsa um að fá okkur hund.......það er reyndar búið að lofa okkur hvolpi og erum við voðalega spennt fyrir honum. Hann er blandaður, svartur og hvítur, snögghærður undan afar geðgóðum foreldrum - hvers er hægt að óska sér meira? Við liggjum nú á hundasíðum veraldarvefsins og reynum að vitkast eitthvað - reyndar erum við nú ekki alveg græn en það eru samt 4-5 ár síðan síðast var hundur á heimilinu og sá fékk nú fínt uppeldi - enda "litla barnið okkar". Miðað við uppeldið á prinsinum þá er okkur eitthvað að förlast þannig að við stefnum á s.s. eitt hundanámskeið.

kveð að sinni og fer og sinni karlinum Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hjarna hér aumingja Gísli,en eitthvað kannaðist ég við þessa frásögn,mjög svipað kom fyrir Skafta fyrir nokkrum árum.En vonandi er heilsan að koma og sendi ég mínar bestu batakveðjur.

Með kveðju Kristbjörg

Kristbjörg (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband