10.3.2009 | 22:51
Long time!
Í dag þegar prinsinn var sóttur til afa og ömmu eftir skóla tókum við stefnuna til Reykjavíkur við erum nefnilega farin að spá í að kaupa svo sem eitt stykki reiðhjól fyrir húsmóðurina. Þegar við keyrðum inn í borgina sáum við hvar mikinn reyk lagði frá húsunum ofan Grensásvegar - og er nær kom sáum við eldtungur sleikja þakskegg húss við Síðumúlann. Einsog vitleysingarnir sem við erum - þá hringdum við í húsbóndann til að segja honum frá, hann hljóp að glugga og sá eldinn og hvar slökkvibílar keyrðu að. Ég fór þá að velta fyrir mér hvort þetta hafi verið ábyrgðar leysi - þ.e. að hringja í bóndann frekar en 112?........reyndar fór reykurinn og líklega eldurinn ekki fram hjá fólki sem var á ferðinni á svæðinu - en næst (sem verður vonandi aldrei) ætlum við prinsinn að hringja í 112 ef eitthvað alvarlegt gerist sem við verðum vitni að - áður en við hringjum í bóndann.
Við sáum ekki neitt hjól undir 100 þú. kallinum sem höfðaði til frúarinnar! En prinsinn sá alveg fullt af hjólum sem hann taldi að hentuðu sér! Þannig að líklega verður áfram notað gamla góða hjólið mitt sem er u.þ.b. 16 ára - blátt karlmannshjól með slá og alles -reyndar er það bara rétt aðeins eldra en hjólið sem prinsinn á - en hann er nú svo ánægður með hjólið sitt sem frændi í Grafarvogi átti að hann er sáttur. Nú er eiginlega vöknuð upp sú hugmynd að nýju að setja þessa aura sem frúin fékk í afmælisgjöf uppí hægindastól frekar en reiðjól-veit að ég kem til með að nota hann miklu meira.....bara spurning hvort það sé hollara?
Eftir reiðhjólaskoðun fórum við með bóndanum að skoða helluborð og sáum nokkur sem til greina koma - þurfum bara að ákveða hvort við viljum gas, span eða venjulegt keramikhelluborð. Erum reyndar ekki með span í huga því við viljum ekki borga á þriðja hundrað þúsund fyrir helluborð ......eldum ágætan mat....EN!?!?!? Gætum náttúrulega selt fína "nýja" gashelluborðið okkar uppí - en það var víst of stórt fyrir okkar eldhús og við getum ekki skilað því - áhugasamir endilega að hafa samband.
Enduðum svo bæjarferðin á McDonalds því að ofnbakaður matur er nú eiginlega farinn að verða freeekar leiðinlegur!!! Sé alveg í anda að brátt get ég búið til ....sósur.....soðið súpu.....fisk....pasta.....kartöflur......steikt kjöt......fisk.....bakað pönnsur ....mmm....mmm....
.......kveð að sinni.....og ....læt mig dreyma áfram um betra líf með helluborði
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.