Euro-fiðringurinn enn á fullu hér!

Prinsinn pikkaði vin sinn upp á leiðinni heim í dag, þeir undu sér við að hlusta á Eurovision-lög, leika sér í legó og í tölvuleik með mörgæsum. Það var frekar skemmtilegt að heyra þá tvo ræða úrslitin sonur minn sagði "Lagið númer tvö átti að vinna, ekki konan í hvíta kjólnum, hennar lag var ekki flott" -vinur hans leit hissa upp úr kakóglasinu við þessar yfirlýsingu og sagði "hva, maður heldur auðvitað með laginu sem vann!" 

Annað skemmtilegt atvik varð um kvöldmatarleytið þegar ég var rétt að setja matinn á borðið og vinurinn tilbúinn að fara að borða með prinsinum bankaði pabbi hans og vilda strák heim. Sá var ekki alveg á því, honum laaaangaði svo að borða þennan góða mat sem var hér á borðum því mamma hans er víst "aldrei með svona góðan mat, bara venjulegan vondan mat" - svo notuð séu hans orð. Pabba hans tókst nú að ginna hann heim, því að einhver var í heimsókn og þá er víst alltaf góður matur Tounge. Þegar vinurinn var farinn var sest að borðum hér og mikið var nú kjötbúðingurinn góður Wink......reyndar er þetta nú ekki daglega á borðum hér en eftir að eldavélinni var hent og við ENN að bíða eftir nýja helluborðinu - þá....einhvernveginn....er ekki eins gaman að elda!!! (við erum eiginlega orðin hálf leið á ofnsteiktum mat og köldum sósum).

Kveð að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku stóra stelpan mín. Hjartanlegar hamingjuóskir á þessum tímamótum. Guð gefi þér og strákunum þínum þremur á gíslabala gleði, gæfu og góða hreysti um alla framtíð .  Þess óskar mamma gamla af heilum hug

mamma (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband