14.2.2009 | 21:38
Eurovision-"hitinn" greip prinsinn!
Prinsinn er gjörsamlega heillaður af Eurovisionkeppninni, við "snökkuðum" okkur upp fyrir kvöldið því það eru fleiri stórviðburðir í imbanum en jafn mikið var beðið eftir Spaugstofunni og svo er auðvitað Spiderman í kvöld, eftir keppnina. Prinsinn kaus svo sitt lag, en hann vildi helst kjósa Pál Óskar (goðið sitt) en viðurkenndi að það væri líklega ekki hægt að kjósa þann sem ekki syngur.....en mikið langar honum á Nasa í kvöld! .........ætli aldurstakmarkið sé meira en 6 ára? Hann er alsæll núna að hafa fengið að kjósa Ingó og Jógvan (við földum svo gemsana okkar)...núna bíður hann spenntur!!
Í dag voru hér bakaðar tvær súkkulaðikökur og skreyttar eftir kúnstarinnar reglum. Sonurinn fékk svo einn vin sinn í heimsókn. Honum til mikillar gleði komu svo vinir hans ofan úr Hvalfirði og kíktu á okkur, fórum með þeim í Gerðuberg, ísbúð og í Krónuna :) mikið gaman og mikið fjör. Við mæðurnar vorum samt eitthvað í rólega gírnum líklega vegna þess að við átum yfir okkur í saumaklúbbnum í gær ....fyrir utan hvað við prjónuðum mikið og leeeengi fram eftir nóttu.
Jæja nú verð ég að fara að sinna prinsinum og Páli Óskari í sjónvarpinu ;)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Elsku Gimmalingur þakka ykkur inni lega fyrir góðu afmælisóskirnar. Er alltaf partý hjá þér, þegar þú ert að horfa á sjónvarpið um helgar? Amma verður að fara að koma í partý, eða þú til ömmu og við höfum partý í Odda"gatinu". Var engin (klifur)mús í skólastofunni þinni, einsog hjá Baldri? Afi var einsog þú, kaus í báðum gemsunum og sú sem hann kaus , hún vann. En amma vildi ekki kjósa. Ástarkveðjur til allra á Gíslabalanum frá afa og klifurmúsinni.
amma Lilla klifurmús (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.