....Jón....er kominn heim!!

Jæja, útlegð stóra stráksins varði ekki lengi, grasið er víst ekkert grænna þarna hinu megin við fjallið! Hann fór heim um daginn ......aðallega vegna þess að eitthvert ójafnvægi var komið á samkomulag milli......mín.....held ég og hans! Veit samt ekki alveg hvað það var. Hvað um það, hann ákvað að skreppa heim til sín þ.e. austur á Hótel mömmu......gefa Hótel pabba smá frííí. Hann kvaddi okkur með því að segja: ´"ég ætla að leyfa ykkur að hugsa málið og hringi um helgina"........og við lágum í kasti!! LoL  Við höfðum nefnilega upplifað það að það væri HANN sem væri vandamálið - en þá hafði hann akkúrat talið að það værum VIÐ sem værum vandamálið.........en.......semsagt eftir góðan tíma, við búin að hugsa málið og svona, þá ákvað hann að snúa til okkar á ný - þegar hann rak inn nefið spurði hann hvort hann mætti gista eina nótt .......hann er hér enn!!  Svo sem engum til ama Wink 

Prinsinn hefur tekið þá ákvörðun að fara eftir skóla til ömmu og afa í stað þess að ganga í vinnuna til mín eða heim til Nöbbunnar sinnar og bíða í c.a. 40 mín. það eru margar ásæður fyrir þessari ákvörðun hans og hér eru nokkrar þeirra:

  • Það er styttra fyrir hann að ganga til ömmu en á hina staðina
  • Amma á alltaf súkkulaði.....reyndar eftir eina brauðsneið
  • Afi nennir alltaf að spila lönguvitleysu
  • Þau eiga stóóóran playmobil-dótakassa
  • Hann þarf ALDREI að lesa hjá þeim
  • Svo er amma svo skemmtileg

Ég er að vona að ég geri ekki alveg út af við þau með þessu, en öllum virðist vel líka, alla vega ennþá!!

Kveð að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband