26.1.2009 | 22:37
Þrusu flotti sófinn
Nú sit ég hér í fína nýja sófanum mínum og get ekki beðið eftir að næturgestir komi til að prófa hann. Það er alla vega fínt að sitja í honum og hann kemur vel út. Við erum ekki enn farin að sakna gömlu stólanna sem voru áður þó við höfum átt þá í c.a. 15 ár (og við fengum þá c.a. 15 ára!). Vonandi verður einhver glaður næstu daga í Góða hirðinum þegar hann gengur út með stólana okkar ......þeir eru reyndar alveg þokkalegir - bara ekki gott að sofa í þeim.
Foreldraviðtalið gekk alveg þokkalega hjá okkur í morgun - fengum að heyra að sonur okkar væri hress og skemmtilegur drengur, sem við vissum. Hann lætur auðveldlega trufla sig og á víst ekki erfitt með að trufla aðra!! En sem betur fer segist hann vera að æfa sig í að hætta því - og við vonum það besta. Okkur finnst að sumu leyti undarlegt að fara með honum í viðtalið og heyra kennarann tala við hann einsog fullorðinn mann og svo áttum við að spyrja kennarann um prinsinn? Ég er alla vega á því að kanski ætti að breyta nafni viðtalsins í fjölskylduviðtal og hafa annað foreldraviðtal. Mér líður alla vega ekki vel með að spyrja mikið út í t.d. hegðan, segja frá líðan hans og fá svör við spurningum sem hann þarf ekkert að vita um né heyra af.....ég er kanski svona gamaldags!
kveð að sinni
p.s. vantar þig nokkuð gistingu?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Kæra húsmóðir!
Ótrúlega er gaman að lesa þetta blogg, það er svo sérstaklega áhugavert og skemmtilegt, mér líður einsog ég sitji í sófanum hjá þér og finn alveg hvað hann er mjúkur og góður. Ég sé líka hvað þú átt ægilega góðan og skemmtilegan prins- dauðöfunda þig og mikið er karlinn þinn skemmtilegur maður, að ég tali nú ekki um stóra strákinn. Ég vona að þú skrifir sem lengst því þetta blogg þitt er það sem gefur lífinu tilgang hjá mér!
Kveðja Skvetta
......... ..........úpps..........er þetta kanski aðeins of mikið hjá mér? ......langaði bara í smá komment á síðuna (mína)
Gilsbakkararnir, 27.1.2009 kl. 23:02
Hlakka til að prófa nýja sófann. Var að spá í , er ég las athugasemdina, hver önnur en þú kallaði sig Skvettu? En fattaði það þegar ég las "pé-essið"! Ekki segja Jóa Jak að ég hafi verið að leita að syni hans í kvöld, þá kemur kannske bréf frá sama félagsskap á Akureyri og er á Dalvík og spyr hvort hann vilji kæra !
Skvettu-mamma.
mamma skvettu (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 22:25
Já, þú er sko alltaf velkominn í nýja sófann. Ég varð að setja sjálf inn athugasemd því mig var farið að lengja eftir því að einhver setti inn athugasemdir - þú hafðir ekkert skrifað svo lengi
.....ég furða mig nú oft á því af hverju hann Jóhannes lætur son sinn í pössun til þín - miðað við fyrri reynslu he he
Gíslabala fjölskyldan, 1.2.2009 kl. 16:38
Maður gefur dýrunum það að borða sem maður hefur og sama hef ég á barnapíum. Ég nota þá pössun sem ég hef og skvettu mamma er alltaf síðasta stráið so sorry. PS á eftir að prófa sófann.
Jóhannes (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 20:30
Skvettu-mamma á nú 5 uppvaxin börn þannig að eitthvað hefur hún nú gert rétt.....
Gaman væri að vita hve marga þú talaðir að öllu jöfnu við um pössun áður en þú talar við "síðasta stráið?" ....passið hefur nú gengið vel undanfarið - hefur þú nokkuð fengið bréf um annað?
Gíslabala fjölskyldan, 5.2.2009 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.