...tekur engan enda!!

Við hjónaleysin erum heldur betur dottin í eyðslugírinn. Í dag fórum við og keyptum okkur eitt stykki svefnsófa í IKEA - síðasti dagur útsölunnar þar. Við erum nefnilega að fá til okkar gesti um mánaðarmótin febrúar/mars. Við sjáum fram á að lána þeim herbergið okkar og erum bara alls ekki tilbúin að liggja á þeim dýnum sem við höfum hingað til lánað okkar gestum Devil he he - en auðvitað geta þá okkar gestir séð fram á betri tíð með góðri dýnu hjá okkur í stað þessarar l"oftdýnu" sem hingað til hefur verið blásin upp ......upp á von og óvon að loftið leki ekki út!!

Á leiðinni heim datt okkur í hug að plata tengdamömmu með okkur heim í smá silung - og okkur til mikillar gleði þáði hún boðið, enda karlinn fyrir norðan, og var hún ægilega ánægð með matinn. Það var nú samt frekar skondið að sjá til okkar því að bæði ég og karlkvölin erum ekki sérlega dugleg við að borða roð - þannig að við bæði laumuðum því á diskinn hjá tengdó henni til mikillar gleði. Enda sagði hún okkur frá því að þegar hún var lítil þá settu þau systkinin roð á kolaleldavélina og borðuðu það svo einsog sælgæti ......namm....nammm....eða not!! LoL

Á morgun byrjar dagurinn á því að við förum í foreldraviðtal með unga prinsinum okkar tilhlökkun okkar er mikil, vona að þetta verði afskaplega jákvæð og góð byrjun á vikunni Wink Hann er reyndar búinn að koma með vitnisburð með sér heim og var sá bara þokkalega fínn - en að venju erum við foreldrarnir með einhverjar spurningar til kennarans - vonumst bara til að muna þær allar!

sæl að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband