23.1.2009 | 22:52
Kaupæði runnið á okkur!
Nú þegar allir eru að draga úr innkaupum erum við allt í einu farin að eyða peningunum okkar, erum búin síðustu daga að kaupa flísar á bað og eldhús og ljós í stofuna. Húsbóndinn segir að það sé vegna þess að loksins komist hann að hillunum. Vinkona okkar sem er gift hagfræðingi segir að það sé vegna þess að eitt af einkennum kreppunnar sé að fólk fari að eyða peningunum sínum til að plata sjálft sig = ég eyði peningum. það er engin kreppa hjá mér! .....við vorum nú kanski ekki að versla mikið af flísum né MÖRG ljós.... En svo við snúum okkur að aðalmálinu þá vita þeir sem þekkja okkur að ýmislegt safnast í bílskúrinn okkar - eða réttara sagt hann er einskonar stoppistöð ýmissa hluta sem fara eiga á ákveðinn stað hér í húsinu - hér er ég að tala um t.d. gashelluborðið mitt, viftuna mína, slatti af parketi, ljós og flísar - og má ég minna á að við vorum að kaupa LJÓS og FLÍSAR!!! En einsog ég sagði svo glöð við karlkvölina mína þegar hann bar flísarnar inn í bílskúrinn í gær - "Heyrðu, við setjum bara upp bílskúrssölu er illa fer hjá okkur" .....eiginlega var verst hve vel hann tók þessu! ......en sem betur fer þá öðlast ég alltaf nýja trú á honum í hvert sinn sem hann segir mér frá fyrirhuguðum framkvæmdum .....æj....hann er bara alltaf allur af vilja gerður, þessi elska.
Í dag fór prinsinn heim með vini sínum, sá á heima í "Rennibraut 11" þegar ég gekk þangað í allri hálkunni var ég náttúrulega með mína MANNBRODDA og ferðin gekk afar vel. Prinsinn vildi endilega vera með þá á heimleiðinni og hljóp eftir svellbunkunum meðan auminginn ég laumaðist áfram hangandi í runnum og á girðingum. Á miðri leið sá hann samt aumur á mömmu sinni....eða....þá að hann hafi fengið "góða hugmynd" því seinni hlutann þá var ég með broddana á fótunum og dró hann á eftir mér! Ekki fannst honum það leiðinlegt.
Sæl að sinni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.