Gamla settið farið!!

Verð að viðurkenna að ég sakna þeirra örlítið, það er nú voðalega notalegt að hafa þau hér í bænum. Eftir allan fróðleikinn um grillpönnur fra karli föður mínum skellti tengdasonurinn sér í bæinn og keypti eina slíka, ekki var verra að hún var á góðum afslætti. Hann kom svo við í Nóatúni og keypti kindalundir......þeim var skellt á pönnuna og mmmmmm við erum enn slefandi!! Meira að segja þá borðaði prinsinn slatta! Ég er strax farin að hugsa um hvað ég get haft í matinn á morgun sem passar á pönnuna.

Þegar húsbóndinn kom heim með pönnuna sagði hann: "Ég skil nú ekki alveg af hverju ég keypti þessa pönnu, hún er eiginlega algjörlega óþörf".....í miðri máltíð þegar hann gat vart mælt vegna nautnar - þá stundi hann "Þessi panna er algjör snilld og alveg þess virði að kaupa hana" !?!? Þannig að við hér á Gíslabala mælum algjörlega með grillpönnum, enda er aðeins of kalt til að standa úti að grilla þó svo við séum frekar dugleg við það.

Í dag þegar mamma var hér þá sýndi ég henni myndir sem tengdamamma og tengdapabbi gáfu okkur um jólin. En það er mynd af hvoru fyrir sig með systkinum sínum. Á mynd tengdamömmu eru hún og hennar 13 systkini og á hans mynd er hann með sínum 12 systkinum - ég sé þessar myndir alveg fyrir mér á veggnum við hliðina á mynd af mömmu og bróður hennar Wink. . . . .  svo þarf ég að taka nokkrar myndir af gilsbakkarasystkinum af heimasíðunni þeirra til að við getum stolt sýnt öllum myndir af þessu falleg fólki sem að okkur stendur Tounge

Kveð að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband