Mamma og pabbi í bænum

Loksins ákváðu þau að drífa sig suður að kíkja á nýjasta strákinn sinn - held þau hafi verið farin að taka það alvarlega þegar verið var að grínast með að hann væri farinn að ganga.....og að óðum styttist í ferminguna ;)

Vegna komu þessara gesta hingað suður var slegið til veislu hjá litlu sys og þangað mætti allt liðið héðan af höfuðborgarsvæðinu auk þess sem nokkrir Selfyssingar kíktu við og síðar um kvöldið kom nýjasti bróðir minn - hann Júníor með vinkonu sína -líklega til að kynna hana fyrir tilvonandi tengdaforeldrum! Gamla settið bauð uppá frábæra súpu handa liðinu en dætur og tengdadóttir buðu uppá eftirréttinn. Okkar framlag var skúffukaka með sykurpúðum, hún er þannig að í lok baksturstímanns eru sykurmolar settir ofaná þá verða þeir mjúkir og fá á sig gylltan blæ. Kakan leit vel út......en það hefði verið betra að vita að þegar mjúkir sykurpúðar eru á köku er afar erfitt að skera hana - reynið að skera í sundur stóra tyggjóklessu sem festist við hnífinn!! Hún var samt góð. 

Til að kóróna kvöldið var horft á rúmlega og tæplega 20 ára gömul HEIMATILBÚIN áramótaskaup fjölskyldunnar! Mikið var gaman að sjá hve ung og falleg við vorum einu sinni ...nú erum við náttúrulega bara falleg! Verð nú samt að viðurkenna að þegar farið var að ruglast á mér og yngsta bróður mínum þá brosti ég nú ekki beint mikið....en þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem fólk tekur feil á okkur. 

Til að stytta gamla settinu stundirnar skrapp ég með þeim í verslunarferð enda þurfti karl faðir minn að kaupa sér töfrasprota - ómissandi tæki í eldhúsið, frúin, móðir mín býr nefnilega svo vel að hann er afar áhugasamur um matargerð og sér alfarið um hana á heimilinu  (þ.e. matargerðina, kerlingin getur enn séð um sig Tounge) - vildi svo mikið óska þess að þetta smitaðist yfir á alla vega einn tengdasoninn!! Svo býr karlinn bara til svo rosalega góðan mat. Í ferðinni skoðaði ég mikið grillpönnur með föður mínum og hlustaði í andakt á hann útlista kostum og göllum þeirra. Mikið held ég að ég verði að draga minn karl með mér í Húsasmiðjuna og næla mér í pönnu þar sem mig dreymir enn um Wink

Draumalandið kallar - ég hafði nefnilega saumaklúbb hjá mér í gær og það var setið þar til laaaangt gengið í fjögur!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorry mataráhuginn smitaðist en bara yfir á hin teynda soninn hann  jóa ekki Gísla

svo öll von er úti hjá þér .................held ég

Arna (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband