Jólin voru góð að venju

Ég sé að það er frekar langt síðan ég skrifaði hér á síðuna en það má að einhverju leyti skrifa á jólaundirbúninginn þó svo ég hafi ekki alveg farið yfirum. Eiginlega var jólaundirbúningurinn helst þannig að afslappelsi og rólegheit voru í fyrirrúmi sem skýrir það að karlinn stóð uppí stiga um kl:16:00 á að fangadag að setja upp ljós í stofuna og í eldhúsið. Mikið hefði verið gaman að fá ljósin fyrr því að þá hefði frúin tekið eftir að það að sleppa miklum þrifum í eldhúsinu -hafði ekki verið svo góð hugmynd? En það koma nú dagar eftir jól sem nýta má til þrifa. Flotta ljósið í stofunni er með passlegri birtu Tounge

Jólin voru yndisleg að venju, stóri strákurinn var hjá mömmu sinni en við karlinn og prinsinn áttum góða daga, fórum í kaffiboð til tengdó á jóladag og var svo boðið í afganga hjá litlu sys í gær. Tertan góða sem ég bakaði fyrir jólin  átti að fara á jólaborðið hjá tengdó, en nei þar var svo mikið að henni var skellt í ísskápinn! Þá var hún tekin næsta dag með til litlu sys, en nei ekki féll hún í góðan jarðveg þar, þótti bara alls ekki góð!!.... þannig að ég, karlinn og prinsinn fórum lúpuleg heim með rúmlega hálfa tertu, sem við höfðum þó borðað - og erum að gera þriðju tilraun með hana í dag þegar vinir okkar ofan úr Hvalfirði reka inn nefið. Vona bara að þeim þyki marensterta með miklum rjóma og "hörðum" marens góð. Við eigum þá eitthvað annað handa þeim því að þeir bræður bökuðu 3 sortir fyrir jól sem voru afskaplega góðar þó svo hollustan hafi verið í fyrirrúmi - þ.e. bakað úr heilhveiti. Ef það gengur ekki þá brjótum við bara piparkökuhúsið og étum það!!

Jólapakkarnir sem sendir voru norður með Flytjanda fóru smá krók, á aðfangadag voru þeir í góðu yfirlæti á Ísafirði!! Skilst að það sé ekki mikil von að fá þá fyrir áramót, gjafirnar voru nú eiginlega ætlaðar til "notkunar" um jólin þannig að þær fara fyrir lítið. Man það næst að senda með einhverjum öðrum. Amma getur t.d. bara pakkað gjöfinni strax niður og tekið hana upp um næstu jól, afi getur hugsanlega dundað sér við að naga konfektið en ég vona bara að mamma og pabbi fari ekki að láta sér detta í hug að borða hreindýrapate-ið frá litlu sys!! En annað verður hægt að nota........vonandi!! Ætti eiginlega að senda afmæliskort norður og láta setja á pakkana í staðinn Wink

Gleðilega "jóla-rest" 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband