19.11.2008 | 22:46
Mamma, trúir þú á Guð?
....þessa spurningu fékk ég í gær frá prinsinum. Ég gat nú ekki neitað því, spurði á móti hvort hann tryði á Guð? "Já, ég trúi á Guð, en ekki sama Guð og þú, heldur á útlenskan Guð." Ég spurði þá hvaða útlenska Guð hann væri að tala um. ......jú, hann trúir sem sagt ekki á íslenskan Guð, heldur á danskan Guð!?!?! Svo sagði hann "Mamma Sv. og Sö. vinir mínir þeir fóru á trúa á Guð í frímínútunum í dag" .....og þessu fylgdi glott þess sem hefur lengi trúað á sinn DANSKA Guð!!!
Þegar útlönd voru svo rædd frekar þá klikkti hann út með að hann skyldi sko aldrei fara til "Téneríííffffe" því að þar væri sko ljótur karl Sv. vinur hans hefur sofið þar eina nótt og hann sá karlinn!" .......ég veit stundum ekki alveg hvað ég á að segja, halda eða trúa um prinsinn minn, hann kemur mér svo oft á óvart.
kveð að sinni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gimmalingur minn, nú er bara að drífa sig með danska frændfólkinu til Danmerkur og fara í kirkju þar. Kannske hlusta fyrst á íslenskan prest, á næstu jólum. Ég veit að mamma og pabbi þinn eru alveg tilbúin að fara með þér í kirkju og þá getur þú ákveðið á hvaða Guð er best að trúa. Svo eru sumir sem trúa á búdda og ýmsa fleiri, en ég held að ansi margir trúi á Mammon!!!!Að minnsta kosti á þessum síðustu og verstu tímum, en láttu hann samt alveg eiga sig. Kossar frá klifurmúsinni þinni.
amma Lilla klifurmús (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.