19.11.2008 | 22:11
.....sonurinn stundum að gera mig gráhærða!!
Síðasta föstudag hringdi kennar sonar mín í mig til að segja mér að prinsinn og vinur hans hefðu verið gripnir við að sparka í húdd á bílum við skólalóðina!! Ég fékk einnig að vita að foreldrar væru ábyrgir fyrir öllum skemmdum sem börnin yrðu völd að - eins sagði hún mér að ég ætti að minnka nammipeningana hans svo hann gerði sér grein fyrir því að borga þyrfti fyrir skemmdir sem hann yrði valdur að. Ég spurði einsog asni....."eru þetta margir bílar?" Jú, þeir voru víst fleiri en einn, eins hafði hann verið að ýta á takka til að opna bíla - talnalás. Þá spurði auminginn ég " voru þessir bílar á skólalóðinni"...... Nei, þeir voru fyrir utan hana. Aftur spurði ég aumingjalegrar spurningar "fer hann oft út fyrir skólalóðina?".....Nei, ekki oft en það kemur fyrir, það er svo erfitt að fylgjast með öllum. Þá spurði ég einsog asni "En heldurðu að nammipeningarnir, sem hann reyndar fær aldrei myndu duga fyrir skemmdum"......Nei, kennarinn taldi nú tjónið mun meira en það, sérstaklega þar sem þessir ungu menn hefðu verið að sparka í húddin! Reyndar hefðu tvær stelpur verið með þeim, en enginn vissi hver þær væru, ekki heldur þessir ungu afbrotamenn!!
......já, það var svo sem ekki mikið að gera en að hringja í húsbóndann og segja honum frá þessu, hann taldi að ég (í móðursýkiskasti) ætti nú ekki endilega að selja bílinn á leiðinni heim, ekki heldur að kennarinn hefði eitthvað um það að segja hvernig við ráðstöfuðum (nammi)peningunum okkar. Eins taldi hann sterkan leik að ég myndi bíða á meðan skemmdir væru skoðaðar áður en ég færi alveg yfir um. Þar sem ég var stödd í verslun í bænum þegar símtalið kom gat ég ekki farið uppí skóla fyrr en c.a. klukkutíma síðar, þegar þangað var komið var enginn við þ.e. EKKi kennarinn, Ekki stigstjórar og EKKI skólastjórinn!! Átti ég semsagt að bíða fram á mánudag.....eða átti ég að nýta tímann á meðan að öngla saman peningum fyrir skemmdum?? Þar sem hugmyndaflug mitt á sér engin takmörk þá VARÐ ég að hringja heim í kennarann.....enda var hann líklega þannig séð enn í vinnunni. "Heyrðu.......þetta var ekkert, það sást ekki á neinum bíl, enda var það stuðarinn sem sparkað var í (J'A'A'A, STUÐARINN!!) og stigstjórarnirn voru búnir að skamma drengina báða (heyrði ekkert um hvort dömurnar hefðu verið skammaðar) og þetta væri því ekkert mál, allir glaðir og sértaklega sonur minn sem mætti 20 mín. of seint í tíma (vegna rannsóknar og skamma) og hefði samt verið einn af þeim fyrstu með stærðfræðiverkefnið. .........nú vissi ég ekki alveg hvort ég ætti að vera ánægð með hvað hann væri nú duglegur í stærðfræði, óánægð að hann færi út fyrir skólalóð og sparkaði í bíla, ánægð vegna þess að einhver annar en ég væri að skamma hann, óánægð að hafa ekki verið látin vita að skemmdirnar "væru ekkert mál" EÐA!?!?!?!?
...................þannig að ég skellti mér bara í þann gír að nefna þetta með nokkuð vel völdum orðum við prinsinn, hann lofaði að GERA aldrei neitt slíkt aftur og svo héldum við bara heim á leið á bílnum OKKAR sem við áttum, eigum og munum eiga áfram Mér varð hugsað til þess þegar hann valdi sér laugardagsnammi degi seinna fyrir kr. 58 hvort ....helmingurinn...29 kr. sinnum 52 = kr. 1508 væri ekki freeekar léleg árleg-afborgun uppí húdd....jafnvel nokkur!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
ja herna hér maður á bara ekki orð yfir svona ég hélt alltaf að allir væru saklausir þar til sekt væri sönuð en svo virðist ekki vera............. en mig grunar að Friða sem að öskrar á Nabba min hafi nú komið að málin og ýkt þetta upp.
bara svo ég sé hreynskilin
kv Arna a.k.a. Nabba
Arna (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.