5.11.2008 | 22:48
Stóri strákurinn tvítugur 6.nóvember!!
Vááá, hvað tíminn líður hratt. Litli strákurinn sem ég kynntist þegar hann var rétt 4 ára verður 20 ára á morgun! Veit ekki alveg hvað tímanum leið! Hér á heimilinu hefur verið mikið leynimakk í gangi því að við höfum mikið reynt að láta sem við munum ekki neitt hvaða dagur er á morgun. En höfum verið á fullu að undirbúa daginn. "Bakaði" í dag uppáhalds kökuna hans sem heitir því frábæra nafni "uppáhalds kaka barnanna"...eða eitthvað á þá leið. En kakan sú hefur verið "bökuð" reglulega fyrir hann í gegnum árin, enda í algjöru uppáhaldi. Hún er þannig að súkkulaðikremi og mjólkurkexi er raðað lagskipt í formkökumót, látin standa í ísskáp í c.a. 12 tíma og voilaaa - kakan er tilbúin!!
Í kökuna fer slatti af eggjarauðum þannig að ég bakaði marensbotna úr hvítunum, hann þurfti náttúrulega endilega að sjá það og vildi fá að vita af hverju ég væri að því, jú, ég var að baka fyrir basarinn!! Ég held reyndar að hann viti alveg hvað er í gangi en hann er bara svo góður að hann vill ekki skemma leynimakkið fyrir okkur hinum.....hefur líklega jafn gaman að því.
Litli prinsinn var í afmæli í dag og kom heim í sykurrússi, þegar það brá af honum þá var hann tilbúinn að setjast niður og semja sögu í sögubókina sína. Það gekk nú heldur vel því að hann "fann bara söguna í höfðinu á sér" einsog hann orðaði það. Dugnaðarforkurinn kláraði að skrifa alla söguna á met tíma og gerði það bara nokkuð vel. Amma lillaklifurmús vildi endilega fá söguna hér á bloggið og hér kemur hún:
Ég fór í ferðalag. Ég heiti rugludallur. Ég sá sporðdreka og ég sá mömmu mína lifna aftur við. Ég átti 4 kærustur, ein vinnur í slökkviliðinu, ein vinnur á lögreglustöðinni, ein vinnur á sjúkrahúsinu og hin var tvisvar sinnum fótbrotin og einu sinni handarbrotin.
Veit ekki alveg hvaðan hann hefur þetta hugmyndaflug?
Kveð að sinni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mjög flott saga hjá Nabba mínum og til Lukku með Jón
kv Nabba (sem kann líka að búa til Sögur)
Nabba (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:09
Ég var að tala við stóra afmælisstrákinn áðan, og lét hann vita að afi hefði gleymt að fara með "kort" í póst, ef kort skyldi kalla. Hann tók því ósköp vel, en fær það vonandi á morgun. Til hamingju með strákinn ykkar. Og líka til hamingju með skáldið unga. Það er satt sem Nabba hans segir, hún hefur alltaf átt auðvelt með að búa til sögur, með krydduðu ívafi!!! Eigið þið góðan dag!
amma Lilla klifurmús (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:20
á ekki að koma ný færsla bráðum
Arna (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.