Pizzaveislur....helgi.....eftir helgi!!

Síðasta föstudag þegar leit út fyrir að partýið væri ekki lengur á dagskrá fórum við mæðginin hjólandi á grænmetismarkaðinn okkar og keyptum fullan poka af grænu-nammi. Einsog venjulega var mikill asi á drengnum - eiginlega aðeins of mikill þannig að móðir hans kallaði frekar hastarlega á hann og sagði honum að STOPPA!!! Það gerði hann náttúrulega EINSOG SKOT þannig að pokinn með kartöflunum rifnaði og þær skoppuðu um alla götuna! Þegar búið var að týna þær upp og við næstum komin heim að húsa sáum við hvar vinur hans var mættur, hann hafði -að við héldum- laumast fram hjá ömmu sinni og stungið af í partýið. En þegar við fórum að grenslast fyrir kom í ljós að drengurinn hafði hringt til Berlínar til að klaga ömmuna og fengið um leið leyfi til að fara í partý Joyful Það voru því alsælir vinir sem eyddu kvöldinu saman yfir pizzu, poppi og fanta -og auðvitað var frostpinni í eftirrétt. Sonur minn var líklega sælli en venjulega því hann sá fram á gulrætur, brokkolí og kartöflur í kvöldmatinn!

Nú er prinsinn aftur í pizzupartýi en nú með handboltanum, eftir æfinguna í dag var farið að gúffa í sig pizzum yfir vídeói. Hann hlakkaði til alla vikuna og enn frekar til næstu viku en þá verður hann í vetrarfríi alla vikuna. Fríið hans verður skipulagt þannig að hann verður með pabba í vinnunni, svo með mömmu í vinnunni svo í pössun hjá Nöbbunni sinni og eitthvað hjá stóra bróður sínum!! Skemmtilegt að vera svona í fríi!! Ég sé hann í anda vera í tölvunni hjá pabba sínum, ég þarf líklega að leyfa honum það líka hjá mér-eða kveikji á sjónvarpinu. Hann hangir líklega í tölvunni hjá Nöbbunni og svo horfir hann á sjónvarpið heima hjá stóra bróður! Það er akkúrat á þessum dögum sem ég vildi gefa mikið fyrir að vera kennari - ekki leikskólakennari.

.............talandi um það -á morgun, laugardag þá útskrifast ég með B.ed. gráðuna sem ég var að rembast við um síðasta vetur Grin Í tilefni dagsins ætla ég ekki að gera neitt - enda löngu útskrifuð, nema það að vinkona mín ætlar að bjóða mér, karlinum, prinsinum og fleirum í mat (ath. tilefnið er EKKI útskriftin heldur það að) hún er að koma suður. Fimm barna móðurinni fannst nú ekki mikið að bjóða tveim frændum mínum með, sem við verðum að passa. Ég sé fram á ÓVENJUfjörugt laugardagskvöld - og er þegar farin að hlakka mikið til.

Prinsinn er nú orðin mun betri í skák en um síðustu helgi, hann lítur oft glottandi upp í miðjum leik og segir "Mamma, nú ertu að leggja gildru fyrir mig, er það ekki" ....hann er eiginlega þegar orðinn betri en mamma hans, sem rétt kann mannganginn. Afi kóngur ætti að vera ánægður með drenginn sinn núna Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru bara stanslaus partý og veisluhöld og áframhaldandi næstu helgi?  Elsku kerlingin ég óska þér innilega til hamingju með útskriftina á morgun og vona að þú njótir dagsins. Innilegar kveðjur héðan úr norðangarranum frá gamla settinu.

amma Lilla klifurmús (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Ernirnir í Dalatanga 4

Verður Pizza partý á morgun(6 nóv) ? til heiðust Jóni H, eða kannski Jón Baki Köku og bjóð

kv Arna

Ernirnir í Dalatanga 4, 5.11.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Gíslabala fjölskyldan

Jú, það verður eitthvað gott með kaffinu á morgun....en karlarnir verða einir annað kvöld þannig að við tökum "góða" matinn um helgina.

Gíslabala fjölskyldan, 5.11.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband