17.10.2008 | 17:40
Kósíkvöld í kvöld!
Við mæðginin vorum búin að bjóða einum vini prinsins í partý til okkar í kvöld og því var afar vel tekið. Strákarnir búnir að vera spenntir alla vikuna og enduðu á því í dag að koma við í búð til að versla inn fyrir partýið - popp og kók, pissu og íspinna. En þegar við skiluðum vininum heim þá var komið annað hljóð í skrokkinn! Amman sem var að passa var búin að ákveða að ekkert yrði úr partýinu því hún vildi sjálf vera með sinn heima við - og ég ætti nú bara að ræða þetta við móður piltsins þegar hún kæmi frá útlöndum!! Ætli ég sé ekki bara svona óábyrg að sjá! Því ég reyndi að malda í móinn og sagði þetta nú ekkert vera merkilegt, bara pizza og svoleiðis og allt búið um kl:21:00 -enda piltarnir ekki nema 6 ára. En nei, því var ekki viðkomandi að fá kerl...... til að skipta um skoðun. Það voru því lúpuleg mæðgin sem gengu frá húsinu og enn lúpulegur vinur sem smeygði sér fram hjá ömmunni þar sem hún stóð valdsamleg við útidyrahurðina...........en.........sem betur fer er prinsinn mun tilbúnari en móðir hans að fyrirgefa og þegar hann kom heim hafði hann vit fyrir kerlingunni móður sinn og sagði að þetta væri allt í lagi - við ættum bara að frysta allt þar til næstu helgi og vera með partýið þá. Hvernig færi ég ef án hans ;)
Karlkvölin er að skemmta sér í kvöld og ætlar svo að skella sér á sushi-námskeið á morgun - hann er afar spenntur fyrir því en spenningur minn er í minni kantinum, ég sé fram á sushi í öll mál! Kanski þetta verði upphafið að því að ég fari að borða það.........mmmm.......eða..NEI!!
Við mæðginin ætlum að hafa það huggulegt á meðan og stóri bróðir líklega líka. Við ætlum ekki að gera neitt nema það sem er skemmtilegt og það er ákveðið að við byrjum á léttri skák því prinsinn er heillaður af því núna og kann mannganginn vel ..........nema.......honum finnst afskaplega óréttlátt að ekki megi drepa kónginn!..........er það ekki annarrs öruggt?
Skák og mát!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.