Göngum til góðs

Eru ekki allir að fara að ganga á laugardaginn - það ætlum við Gíslabalafjölskyldan allavega að gera. Enda höfum við gengið nokkur sinnum áður. Prinsinn var keyrður um allt í vagninum í fyrstu göngunni! Hann fer að verða nógu stór til að ganga bara sjálfur. Meira að segja ætlar stóri bróðir hans að ganga. Kerlingarkvölin - ég - þykist nú bara ætla að vera söfnunarstjórinn í bæjarfélaginu! Og það er farið að krauma freeeekar mikið stress í frúnni! En okkur hefur nú gengið þokkalega að fá fólk til að ganga, stjórnin hefur svo reddað restinni Wink 

Er að hugsa um að liggja í leti alla næstu viku og ekki mæta á einn einasta fund - því þessa vikuna voru/eru bókaðir 5 fundir!  Og til að auka stressið sem er að komast í hámark vegna mikillar fundarbókunar og GTG-söfnunarinnar þá fékk ég póst frá kennaranum mínum um að hann hefði ekki fengið lokaritgerðina mína sem ég skilaði í byrjun september!!! Hann á að skila inn einkunn á morgun W00t ........ég "flaug" heim úr vinnunni til að redda málunum - sendi hana í tölvupósti og það slapp fyrir horn. Reyndar ætti hann nú þegar að þekkja hana vel og er líklega löööngu búinn að ákveða hvað ég fæ fyrir hana - er bara að vona að hann bæti 0,5-1,0 við .......vegna.......álags  Hann var reyndar voðalega góður við mig og sannfærði mig um að ég ætti ekki neinn þátt í þessum mistökum -það væri frekar við hann og skólann að sakast - ég kenni engum um......nema ef ég fell þá veit ég alveg af hverju það er  Devil 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband