28.9.2008 | 22:19
Brennivínsglösin!
Í kvöld grilluðum við yndislegt lambakjöt sem bráðnaði í munni. Í tilefni dagsins(sunnudags) settumst við inn í borðstofu og nutum matarins við kertaljós og með nýja borðbúnaðinum okkar. Um að gera að nota hann við hátíðleg tækifæri. Það er eitthvað betra við að nota diskana sem keyptir voru á lagersölunni í sumar heldur en gömlu góðu IKEA diskana sem eru orðnir ansi rispaðir og jafnvel eitthvað skörðóttir. Alltaf þegar við borðum í borðstofunni hleypur prinsinn að glasaskápnum til að ná í "brennivínsglösin" handa foreldrum sínum. Það er mikið atriði að þau drekki úr brennivínsglösunum með háa fætinum (rauðvínsglös).....eiginlega er honum alveg sama hvað fer í glösin rauðvín, kók, vatn, safi, mjólk.....o.þv.l. Við erum stundum að velta því fyrir okkur hvernig það hljómar á mánudagsmorgni í skólanum "mamma og pabbi voru að drekka úr brennivínsglösunum sínum í gær" .....við höfum alla vega ekki heyrt neitt frekar um það en þegar að því kemur þá getum við bent á að við séum í góðum höndum með "uppgjafa" áfengisráðgjafa í fjölskyldunni. Vona bara að hún hafi tíma til að sinna okkur!
Skál!
kv.Frúin
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hvað var drukkið í gærkvöld?
ein forvitin (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 21:39
Hurðu....... "ein forvitin" - heldurðu að við höfum ekki bara skipt einum litlum bjór á milli okkar - og kláruðum hann næstum því. Við erum ekki efni í mikla drykkjubolta!
Gíslabala fjölskyldan, 1.10.2008 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.