25.9.2008 | 22:23
Góða veðrið í skólanum!
Hef kanski skrifað það áður - en prinsinn er ansi oft á stuttermabol í selinu, reyndar man hann einstaka sinnum eftir að taka peysuna sína með sér þangað en það er nær aldrei sem hann tekur jakkann sinn með! Ég verð ekkert upphrifin þegar ég sé hann á bolnum úti í rigningunni að leika sér - en maðurinn er náttúrulega með annað hitastig í kroppnum en móðir hans (kuldaskræfan!). Nú undanfarið hefur hann verið að prófa að fara á handboltaæfingar - einsog svo margir í dag, vinsælasta sportið. Þegar ég sótti hann á æfingu í fyrradag var minn sko kominn hálfa leiðina út á STUTTBUXUNUM! Ég er eiginlega rosalega glöð að hann var ekki á sundskýlunni því að hann var í sundi í þriðja tíma! Verður ekki alltaf að líta á björtu hliðarnar?
Nú eru feðgarnir búnir að vera sérstaklega duglegir að fara í sund í vikunni, fara á hverju kvöldi, þannig að prinsinn fer tvisvar á dag, þessa vikuna. Hann fer líklega að breytast í marglittu, einsog klifurmúsin hræddi móður hans svo oft á þegar ég hékk í lauginni langt fram eftir degi og svo aftur langt fram eftir kvöldi! Eftir allar sundferðirnar er drengurinn allavega hreinn og alveg tilbúinn að drífa sig í háttinn sem er gott fyrir okkur foreldrana. Við eigum nefnilega í miklum erfiðleikum að vera ákveðin við hann, við erum alltof eftirlát og hlaupum fram eftir kvöldi eftir öllum hans óskum - hann þarf mjólkurglasið sitt, hann þarf ávaxtabita, hann þarf að bursta tennurnar aftur, hann þarf að pissa o.fl............reyndar kom það okkur á óvart eitt kvöldið þegar hann var á leið í háttinn að við létum hann drekkka mjólk, borða smá banana, bursta tennurnar og pissa ÁÐUR en hann fór í rúmið og vitið þið hvað gerðist? ? ? HANN LAGÐIST Í RÚMIÐ, LESIÐ VAR FYRIR HANN OG HANN SOFNAÐI!!...........Þetta er nú kanski eitthvað sem við komum til með að endurtaka, hver veit!
Ég skellti mér í klippingu og strípur í dag, er búin að vera á leiðinni síðan í júlí! Klipparinn fékk sjokk þegar hún sá úrsérvaxið hárið og strípurnar sem voru komnar ansi langt frá rótinni. Enda stakk hún uppá að ég pantaði mér bara tíma áður en ég færi heim og hún "lét" mig gera það -sagði svo reyndar að ég gæti auðvitað breytt honum seinna, en ef ég kæmi eftir c.a. sex vikur og svo aftur fyrir jól þá myndi ég nú líta þokkalega út í vetur Svei mér þá ef ég ætla ekki bara að taka hana á orðinu. Ég sé nefnileg að samstarfskonur mínar sem fara reglulega í klippingu og lit, líta svo miklu betur út en við sem erum ekki alveg að standa okkur í þessum málum. Mikið hlakka ég til að heyra úti í bæ ......."já, kerlingi, hún er nú alltaf svo smart um hárið" Gott að ég fattaði þetta núna, svona rétt áður en ég "hoppa yfir á næsta tuginn!!".
Jæja, nú er ég farin að horfa á CSI með karlkvölinni, hann er að verða búinn með poppið þannig að það er ekki seinna vænna að ræna hann restinni og láta hann segja mér hvað sé búið að gerast í þættinum..........honum finnst það nú líka svo skemmtilegt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mín kæra, þegar ég las byrjun setningarinnar "klipparinn fékk sjokk"......., hélt ég að hárið á þér hefði gránað svona óskaplega eða þú komin með lús. En sem betur fer sá ég er ég las framhaldið að þú varst allavega ekki grálúsug. Það var nú gott að vita á þessum síðustu og verstu tímum. Ég held að Gimmalingur sé ekki sá eini í fjölskyldunni, sem vill vera létt- eða lítið klæddur. Og ég ætla bara að láta þig vita af reynslu minni af þér og fleyri fjölskyldumeðlimum, að það er vonlaust að breyta því!!!!!! Heilsist ykkur öllum sem best. Kveðja úr Odda"gatinu".
Kerlingin í Odda"gatinu" (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 17:16
Nei, sem betur fer var ekki neitt líf í hárinu mínu og það er talið að ekki sé hárið mikið farið að grána......erfitt að sjá vegna tíðra litana!
Já, ég þekki mitt heimafólk og kannast við nokkra "strípalinga" ætli prinsinn sé ekki með stríplingagenið að norðan!
Frúin á Gíslabala! (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.