Týndi sonurinn!!

Þegar ég fór að sækja prinsinn í skólavistunina í gær sá ég hann ekki við fyrstu leit, þegar ég sá svo hvorki jakkann hans né skóna og við frekari leit sá ég ekki töskuna hans þá fór mitt litla hjarta að slá aðeins örar. Hvar var drengurinn? Ég reyndi að tala við tvo starfsmenn þarna - annar talaði ekki íslensku og hinn sagði nú bara " Heldurðu að ég þekki öll börnin hér með nafni?" Loksins sá ég KONUNA sem best er að tala við og snéri mér að henni til að spyrja um prinsinn. "Yes, Yes, I know him, I think he was telling me that he was going home with some friend, I think so, I did not understand him"         ARGGGG!!!!! Þegar ég var búin að leita um allt þá datt mér í hug að hringja grátklökk í litlu sys og spyrja hvar ég ætti helst að leita, jú hún hélt að best væri að byrja í sófanum hjá henni!!!!!!  Þá hafði þessi elska sent prinsinn til að segja að hann færi heim með frænku og svo sendi hún mér sms  - sem ég fékk aldrei! Og auðvitað skildi enginn hvað hann sagði í vistuninni.  Gott er allt sem endar vel - hann fannst heill á húfi og c.a. klukkutíma síðar var ég búin að jafna mig. Það er kanski óþarfi að segja það en ég treysti mér ekki til að senda hann í dag í vistunina. Vona að ég jafni mig yfir helgina - annars eru s.s. önnur plön komin á fullt skrið.

Mágur minn -elskulegur - stakk uppá að hann myndi sækja prinsinn í dag, senda hann inn með þau skilaboð að hann færi heim með manninum sem væri með nammi í poka!! "candyman"  ......ja....þetta er eiginlega bara alls ekki fyndin tilhugsun!!!! 

Annað mál - kósýkvöldið og kynningin fyrir foreldra fyrsta bekkjar var bara virkilega fín í gær. Við fengum kartöflugratín, kjöt og salat. Reyndar komst ég að því að kartöflurnar sem koma átti með í skólann voru vegna þemaverkefnis barnanna en ekki í gratínið. Kósýhornið var tómlegt en foreldrar fengu að vita að allir mættu koma með púða í hornið þannig að mig er strax farið að hlakka til næsta fundar Tounge 

kveð að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er náttúrulega bara fyndið eða ekki fyndið eftir því hvernig á þetta er litið... mikið rosalega þakka ég fyrir að þetta er ekki svona hérna....

Heiða Sigrún (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband