"Kósýhornið og kartaflan í bæjarsjóð!!"

Litli prinsinn kom alveg uppgefinn heim á föstudaginn eftir vikuna í skólanum. Hann kom með fyrstu heimavinnuna og kláraði hana á "fjórum sléttum" ......líklega þurfum við aðeins að æfa okkur meira í að vera vandvirk! En hann skrifaði 4 línur af tölustafnum 1 -og ......hann hallaði nú stundum aðeins of mikið............eða ekki neitt!  En þetta kemur nú ábyggilega. Hann er alveg hættur að tala um að fá fartölvu lánaða heima til að taka með í skólann - því auðvitað hélt hann að allir væru með fartölvur einsog í skólanum hennar mömmu og stórabróður, Nabban hans og "ástin mín" eru líka með tölvur í sínum skólum.

Kvöldið varð hálf dapurlegt í fiskabúrinu sem prinsinn fékk í afmælisgjöf. Litli hvíti og rauði fiskurinn hans "dó AFTUR". Þetta er nefnilega í annað sinn sem fiskur drepst og sá fyrri var alveg einsog sá seinni. Við erum búin að ákveða að vera ekkert að fá þann þriðja því prinsinum finnst sannað að þessir fiskar deyji alltaf! Enda er svo sem alveg nóg af fiskum eftir í búrinu og þetta litla grey var lang minnst og mikið verið að hnýta í hann af stærri fiskunum.

Í dag fór prinsinn í heimsókn til Nöbbu (öðru nafni í pössun) og fékk hann að fara með á karate æfingu sem var víst ekki leiðinlegt - til að taka af allan misskilning var Nafna ekki á æfingu heldur stóri strákurinn hennar sem er víst afar efnilegur :)

í dag þegar prinsinn kom heim tilkynnti hann að á morgun ætti hann að taka með sér í skólann: "Eina kartöflu og einn kodda"! Það væri nefnilega bráðum partý fyrir mömmur og pabba í skólanum og hann ætti að koma með kartöfluna til að borða og koddann í kósýhornið! Við vissum að foreldrar 1.bekkjarbarna ættu að hittast eitt kvöld í skólanum í vikunni og fá mat í boði bæjarstjórnar - en við vissum ekki að sjóðir bæjarfélagsins væru svo daprir að fyrstu bekkingar ættu að koma með kartöflurnar! !

Nú erum við foreldrarnir orðin virkilega spennt að fara og fá okkur s.s. eina kartöflu og liggja í kósýhorninu með öllum hinum foreldrunum - þetta verður virkilega áhugavert kvöld  Tounge

kveð að sinni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 ehhehehehehehehehehehehehehehehhehehehehehehe táinn eru en þá að renna ehehehehehehehheheheh

Nabba/Arna (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 17:37

2 identicon

þetta átti að vera tárin ekki táinn hehehehehe það er svo gaman að vera lesblindur heheheheh

kv Arna

Nabab (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband