Dvergapassið!

Síðan á laugardag hafa strákarnir hennar litlu sys verið hjá mér, er líklega búin að skrifa aðeins um þá hér. Hér koma nokkrar játningar um passið:

Laugardagskvöld: sá yngri datt úr rúminu, svaf svo á dýnu en vaknaði hjá hjónaleysunum.

Sunnudagskvöld: sá eldri grét af söknuði - saknaði mömmu sinnar svo mikið. Sá yngri datt úr rúminu -aftur! kom aftur uppí til hjónaleysanna. Pylsur í matinn!

Mánudagur: sá eldri kom heim um kl:22:00 eftir sundferð með húsbóndanum og prinsinum. Hann fór svo berfættur í skólann! Hvorugur vildu lasagne-ið mitt Frown ....fengu afganginn af pylsunum í matinn. Sá eldri sofnaði hjá prinsinum, sá litli á dýnunni, en vöknuðu báðir í frænku rúmi, búnir að hrekja húsbóndann fram í stofu!

Þriðjudagur: sá yngri var sendur heim úr leikskólanum með hlaupabóluna. Sá eldri fékk ekkert með sér að drekka í skólann. Pizza í matinn f. þann eldri, sá yngri vildi bara engjaþykkni!

Ég er einhvernveginn farin að trúa því að "Ástin mín" og systir mín munu ekki fara til útlanda á næstunni - eða kanski fara en ég er ekki viss um að ég fái að passa!!  EN - mér til málsbótar er nú ýmislegt sem hefur gengið þokkalega vel, þeir eru t.d. alsælir að vera hjá mér, sá yngri með ástarjátningar (sem gleðja mitt litla hjarta) og sá eldri hefur kennt prinsinum ýmsa góða siði. Enda er hann árinu eldri og lítur á sig og kemur fram einsog sönn fyrirmynd. Vona bara að það haldist þegar þeir fara heim á morgun í okursúkkulaðið! En mér skildist á litlu sys að ALLT væri svo dýrt í Sviss að það eina sem þau hafa keypt eru einhver nokkur kíló af súkkulaði! Ég vona líka innilega að þeir fari ekki að halda því áfram að skríða uppí! !

En þó svo frænka sé nú aðeins þreyttari en venjulega eftir daginn mega greyin eiga það að þeir eru yndislegir og ákaflega góðir drengir. þreytan er nú samt ekki meira en það að í gærkveldi og í kvöld hef ég setið við og útbúið jólakort! Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þeir sem þekkja mig (og minn mann) vita að við erum nú alltaf svo ægilega dugleg og miklar hamhleypur til verka - viljum helst gera allt strax - helst í gær!  Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband