Allt gengur einsog í sögu.

Núna um helgina fjölgaði all verulega í strákahópnum okkar - við fengum tvo frændur lánaða meðan foreldrarnir skruppu sem fararstjórar til Genfar með fullt af sjálfboðaliðum!! Já, það hefði nú ekki verið slæmt að vera sjálfboðaliði í þeirri ferð Wink ......reyndar alveg jafn gaman að hafa frændurnar með sér - það var nú samt spaugilegt að sjá hve faðir þeirra var æstur í að losna við þá - bjöllunni var hringt, inn komu tveir ungir drengir, faðir þeirra henti svo töskunni inn og rétt gat sagt "gangi þér vel, við sjáumst" -eða það heyrðist mér rétt áður en hann skellti í lás. Hann reyndar sá að sér og rak nú aðeins inn nefið. Móðir þeirra blessunin henni fannst svo ægilegt að skilja þá eftir hjá okkur að hún grét alla leiðina heim til sín - eða kanski var óléttan eitthvað að spila þar inní !!

Við erum búin að finna ný nöfn á þessa þrjá prinsa en þeir eru nú kallaðir Lumpur (prinsinn minn), Klumpur (sá elsti) og Strumpur (sá minnsti) -reyndar er hann ekki alveg jafn sáttur við sitt nafn og þeir eldri því að hann segir hátt og snjallt þegar hann er kallaður Strumpur -"Nei, ekki Dumpu!"

Lumpur og Klumpur ætla að taka rútuna á morgun í skólann en ég tek þann litla með mér á JEPPANUM - en það er forláta jeppi sem fylgir þeim Klump og "Dump".´

Lumminn minn fór í berjamó um daginn með frúnni og þau týndu 40 lítra -og er því sultugerð þar á bæ daginn út og inn. Ég gat ekki neitað honum þegar hann leitaði til mín um að gefa sér krukkur. Þar sem ég er safnari í krossferð gat hann fengið allar 25 krukkurnar sem ég átti. Daginn eftir birtist hann svo með 4-5 lítra af berjum handa mér til að gera sultu úr. Sem hefði verið æðislegt ef ég hefði átt krukkur!! En þar sem Nesi bróðir minn stakk uppá að ég myndi nú bara fara að lifa heilbrigðari lífir og búa reglulega til smoothies þá var ég fljót að setja þau í poka og frysta. Nú getur flensan og kvefið komið -því ég á 4-5 lítra af c-vítamíni í frysti. Tounge

Klumpur og "Dumpur" komu með Aragon með sér og virðist honum líða ansi vel hjá okkur - hann er allavega farinn að borða vel. Klumpur hefur aldrei séð hann borða svona mikið einsog í dag. Það er gott að lystin er komin því að ég var farin að halda að hér yrði e.t.v. haldin gullfiskaútför með viðhöfn! Líklega hefur ferðalagið hingað í krukkunni gert honum gott eða þá að hann sé svona hress af því að horfa á fiskana okkar en hann hefur gott útsýni yfir þá. Vona bara að þessi mikla matarlyst haldist. Ég er reyndar farin að trúa því að hann sé svona rólegur af því að sandurinn í búrinu er bleikur!! Held að það sé ekki alveg það sem karlkyns bardagafiskur óskar sér. Whistling

Jæja, læt þetta duga í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband