24.8.2008 | 13:33
Prinsinn byrjaður í 1.bekk
Á föstudaginn mættum við mæðginin á fyrstu skólasetninguna. Karlkvölin var löglega afsakaður þar sem hann eyddi sínum tíma með bróður sínum í fjallaferð (átti reyndar að vera veiðiferð.....æj....þettar er viðkvæmt mál) Ég verð að segja að prinsinn kom mér skemmtilega á óvart, hann var óaðfinnanlegur allan tímann sem ég fylgdist með honum. Spennan er líka mikil hjá honum. Reyndar er hann ekki alveg á því að hann þurfi að læra að lesa því hann er alveg læs, nema það að hann segist ekki geta lesið upphátt, bara í hljóði. Ætli heimalærdómurinn í vetur fari þá ekki frekar í það að hann læri að lesa upphátt, því það er ekki nægilegt að lesa bara í hljóði. Reyndar hugsa ég að það geti tekið á því einsog allir vita er mjög erfitt að lesa upphátt! !
Hann valdi sér fína Transformer skólatösku, við fjárfestum í betri þegar þyngist í töskunni, verður ekki að hugsa um bakið á honum. Það er ótækt að hann verði jafn slæmur og allir hinir sem hafa gegnið menntaveginn á undan honum og eru með hryggskekkju og kvalir vegna þess að töskurnar voru ekki með 15 þús. króna bakstuðningi. Reyndar voru einhverjir jafnvel með hliðartöskur!
Kvíðinn á þessu heimili vegna skólagöngunnar er aðallega hjá mér, prinsinn ætlar bara með frosið brauð í nesti (verð líklega að kaupa litla kælitösku) hann kann að lesa og þarf ekki að læra að lesa upphátt, sá sem hann hefur lent í mestu samstuði við í leikskóla -situr fyrir aftan hann, kennarinn er alveg nýr í kennslu (reyndar plús að hún er menntuð leikskólakennari), hann ætlar að ganga í skólann (aðrir í nágrenninu taka rútuna) að ógleymdu því að hann segist ekki þurfa að fara í frístund eftir skóla - hann gangi bara heim!
Er ég kanski bara móðursjúk?
Kveð að sinni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
kann að lesa bara ekki upphátt, frábært , ha,ha,ha.
Sjálfstæður ungur maður sem þú átt ;o) Ég óska honum til hamingju með að vera orðinn svona stór strákur en það verður maður þegar skólagangan hefst, læs eða ekki. En svo hlakka ég líka mikið til að frétta af því þegar hann "vill" fara að lesa upphátt, þá verður hann sko flottastur.
Neibbs, ekki móðursjúk heldur góð mamma með húmor
Margrét Hrönn Þrastardóttir, 24.8.2008 kl. 13:59
Flottur strákur "Gimmalingur". Hann á eftir að "Plumma" sig vel í framtíðinni. Og ef hann notar "máttinn sinn" svona, einsog í gullhringjaleitinni, þá á amma klifurmús áreyðanlega oft eftir að hafa samband, því hún er alltaf að týna öllu. Ástarkveðjur frá ömmu gömlu til ykkar allr.
amma Lilla klifurmús (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.