Margt að gerast í þessari viku!

Karlkvölin er kominn í sumarfrí. Í kvöld kemur eldri sonurinn heim, sá yngri er búinn að vera á reiðnámskeiðinu sínu alla þessa viku. Frekar skrýtið að þurfa að vakna kl:8 í fríinu en einsog þeir sem til þekkja erum við í þessari fjölskyldu freeeekar morgunsvæf. Núna t.d. er prinsinn í baði, karlinn úti í bílskúr að laga til, ég á netinu og að glápa á imbann = enginn á leið í rúmið! Við erum nú líka að bíða eftir þeim eldri sem er rétt að leggja í hann heim frá Keflavík. Núna erum við spennt en á tímabili fannst okkur nú bara ágætt að vera laus við hann og allt hans hafurtask en við náttúrulega búumst við breyttum manni heim frá NY ........Whistling

Einn fiskurinn okkar - sá svarti - er búinn að vera eitthvað slappur. Okkur grunar að bardagafiskurinn sé að narta í hann en höfum ekki staðið hann að því. Við fengum eitthvað "meðal" í búrið sem gerði það gult! Það er nú eiginlega bara frekar töff svona. Við settum líka matarsalt í vatnið og hann lifir enn og við erum ekki frá því að hann sé bara aðeins hressari. Það er merkilegt hvað við fáum góða þjónustu í þessum dýrabúðum sem við höfum farið í, okkur er bent á ódýrari leið með hreinsibúnað, rétt flaska með meðali og sagt að nota einn tappa og skila henni svo! Að ég tali nú ekki um allar upplýsingarnar sem þeir gefa okkur í síma og þegar við höfum farið til að fá að vita hvað við þurfum að gera. Við erum náttúrulega frekar ryðguð í þessu fiskastandi þó svo að við hjónaleysin þekkjum fiksabúr frá því við vorum ung.......yngri!

Prinsinn fékk kort í dag frá Nöbbunni sinni og strákunum hennar. Mikið varð hann glaður og ekki síður vegna þess að í því stóð að Nabba hafi fundið lítinn transformerkarl handa honum. En transformer er eitthvað sem er í ægilegu uppáhaldi hjá honum þesa dagana.

Við erum að gæla við að fara austur á morgun að kíkja á bústaðinn okkar og sjá hvernig gengur með hann en við mæðginin höfum ekkert farið síðan í haust. Karlkvölin hefur nú verið með annan fótinn þarna í vetur og við fegnið fréttir um gang mála. Ég hef reyndar tilkynnt þeim sem nenna að hlusta á mig að þeg ætli ekkert að fara fyrr en bústaðurinn sé tilbúinn til "gistingar" en er auðvitað spennt fyrir því að kíkja á morgun......svona til að sjá hvenær ég geti farið að pakka!

Hann Lummi litli bróðir minn á afmæli í dag þ.e. 18.júlí og var frekar hress og kátur þegar ég hringdi í hann til að óska honum til hamingju með daginn. Mér skilst að rafmagnshlaupahjól sé á óskalistanum hans. Hann ætlaði jafnvel að kaupa sér það sjálfur þar sem allir eru hættir að gefa honum gjafir! Greyjið litla!

Prinsinn keypi sér rafmagnshlaupahjól í vikunni - hann safnaði fyirr því sjálfur. Honum langaði svo mikið í hjól að við sögðum honum að hann yrði þá að safna því sem uppá vantaði en hann átti c.a. helminginn. Við vorum alveg viss um að þetta yrði eitthvað sem hann myndi gleyma. En NEI, hann hljóp til og náði í "Línu veskið sitt" og haldið þið ekki að drengurinn hafi átt slatta af peningum þar, svo seldi hann flöskurnar sínar í Sorpu og átti fyrir hjólinu. Pinch Við gátum náttúrulega ekki annað en leyft honum að kaupa eitt stykki sem hann hefur óspart notað. Það er helst að það stoppi þegar þarf að hlaða hjólið. Hann þeysir á því um götuna, inni í stofu og úti á palli! En merkilegt nokk þá er hann bara frekar duglegur. Enda búinn að vera á hlaupahjóli síðan hann var rúmlega 3 ára. Ég verð nú að segja að þetta er alveg frábært tæki,væri alveg til í að eiga eitt stykki sjálf, en sem betur fer er hann góður við mömmu sína og leyfir mér að prófa. Hann passar sig líka á að vera með hjálm og olnbogahlífar á hjólinu.

Sæl að sinni 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband