14.7.2008 | 13:58
Endurnýjuð kynni við Dverg
Í dag var fyrsti dagurinn á Stubbanámskeiði hjá Prinsinum. Hann var líka í fyrrasumar á Stubbanámskeiði en það er reiðnámskeið. Hann fékk núna sama hest og í fyrra - hann Dverg. Það var ákvaflega ánægður drengur, og góður með sig sem kom heim í dag og tilkynnti að hann hefði nú fengið að ríða einn, það var enginn sem hélt í tauminn. Svo bætti hann við "Mamma, þú hefðir nú aldrei leyft mér það"! .... ....mikið þekkir drengurinn vel móður sína.....móðursjúku!!
Í þessari viku fara farfulgarnir í fjölskyldunni að snúa heim á leið og birtast hver á eftir öðrum, okkur til mikillar gleði. Í dag koma Hvammstangirnar, seinna í vikunni kemur eldri sonurinn heim og í næstu koma loks Nabban og Co. Og svo verður síðast í mánuðinum allsherjar hittingur okkar systkinanna hjá stóra bróður og familí. Það verður líklega mikið fjör hjá frændunum að hittast en það munar nú um minna þegar 10 stykki af frændum koma saman.
Ég er ánægð með það að skoðanakönnunin á síðunni minni tók kipp og mér líður miklu betur að sjá að okkar familía er ekki sú eina sem fer ekki til útlanda í sumar. TAKK fyrir andlegan stuðning.
Kveð að sinni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.