Aðeins of langt síðan síðast!

Það er nú heilmargt búið að gerast síðan síðast var skrifað hér inn. Afmælistertan okkar heppnaðist svona líka svakalega vel Transformerkarlinn okkar rauði og svarti leit ljómandi vel út......nema hann var eiginlega svona frekar bleikur og grár!! En þegar kerti og blys voru kominn á hann voru litirnir aukaatriði. Ég hefði nú kanski átt að kíkja til hennar "fúlu á móti" en ég var svo viss um að hún væri í .....sturtu (smá einkahúmor okkar "fúlu") Whistling Gestir´nir í veislunni skemmtu sér konunglega en átu nú ekki mikið, þegar allir voru farnir voru enn til 3 tertur - mér er reyndar sagt að það sé ekki vegna þess að lítið hafi verið borðað heldur vegna þess að ég baka alltaf of mikið!

Prinsinn fékk fiskabúr frá okkur og auðvitað fiska sem hann valdi sjálfur. Nú erum við með þrjá gullfiska, eina ryksugu og einn bardagafisk. Gullfiskarnir eru mis gáfaðir, þessi svarti er freeeekar vitlaus en fallegur og hann gaf mömmu sinni og pabba hann! Sá appelsínu guli er mun gáfaðri og þessi hvíti og rauði er sá algáfaðasti - ef hægt er að tala um gáfur hjá gullfiskum. Bardagafiskurinn er sá lang flottasti við vonum bara að sambúðin gangi áfram vel. Ryksugan sem hann Jakob á er alltaf í felum - helst í apahauskúpunni sem Hekla og Skúli gáfu prinsinum í afmælisgjöf.

Klifurmúsin og forsetinn hennar stoppuðu stutt um daginn hjá okkur en mikið var gaman að hafa þau. Augnlæknirinn skrifaði uppá ný gleraugu handa báðum - sem kom engum á óvart ....nema kanski þeim sjálfum Wink Svo komu Netta og Jakob í smá heimsókn áður en þau skelltu sér á landsmót og aftur er von á þeim í kvöld ef umferðin gengur eitthvað - þau koma líklega frekar seint og bruna svo áfram í menninguna á morgun.

Við mæðginin erum komin í sumarfrí og hlakkar ekkert smá til að vakna á morgun -þegar okkur langar til. Enginn leikskóli framar hjá prinsinum þar sem hann er að fara í 1.bekk. Mamma hans verður líklega áfram í einhver ár á leikskóla - þar til hún ákveður hvað hún ætlar að verða þegar hún er orðin stór! Kralkvölin fer svo í fríið sitt um næstu helgi og þá munum við leggja enn frekari drög að áætlunum okkar með sumarfríið - kíkja á spánna og svona. Við vorum nefnilega með það á 15 ára áætluninni að mála húsið og ef við gerum það ekki í sumar þá fer það verk á 20 ára áætlunina og við erum ekki alveg að nenna því að hafa það hangandi yfir okkur mikið lengur. Við gerum því öfugt við flesta þ.e. ef spáir rigningu förum við í útilegu en ef spáir sól verðum við heima að mála!

Við kíkjum annað slagið á 2erni og eru þau eitthvað löt við að skrifa frá Kanada en við heyrðum að í garðinum hjá þeim væri sirkus og að þau hefðu farið í dýragarð, sáum svo á myndum að þau fóru upp í CN turninn. Þannig að það er kanski ekki skrítið að þau nenni ekki að sitja inni að skrifa fréttir. Enda heyrum við þetta líklega allt þegar þau koma heim.

Það styttist í að eldri sonurinn snúi heim frá NY líklega um 10 dagar þar til hann kemur. Vona að afabróðir hans verði ekki orðinn alveg uppgefinn á þeim tveim frændunum. Hann hefur hringt 3-4 sinnum í okkur - aðallega til að láta millifæra á sig, og greyið fær alltaf fyrirlestur um leið um sparnað. En hann lætur það ekkert á sig fá og heldur ótrauður áfram að eyða. Reyndar eru þetta ekki miklar upphæðir og hann á þessa aura sjálfur þannig að það er s.s. ekki okkar mál í hvað hann eyðir þeim. Við gleymum bara stundum að hann er ekkert barn lengur. Við vorum bæði flutt að heiman á hans aldri og vorum svo MIKLU fullorðnari en hann Grin

Sæl að sinni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Mikið var að maður fékk að sjá myndir frá Gíslabalafamelíunni, og heyra fréttir, sem maður var búin að bíða og bíða og bíða eftir.  Þar sem famelían er komin ( flestir) í sumafrí og verður áreyðanlega svo heppin að fer að rigna, í þessum blauta rokrassi, þar sem hún býr, þannig að hún sleppur eitt árið enn við að mála húsið.  Þá vonast ég eftir miklum skrifum, svo gamla settið geti fylgst með börnunum á Gíslabala 2.      amma Lilla klifurmús, sendir saknaðarkveðjur!!!!!!

amma Lilla klifurmús (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband